Bræðrabandið - 01.02.1963, Page 6

Bræðrabandið - 01.02.1963, Page 6
Bls. 6 - Bræðrabandið - 1.2.163 1 raun réttri er þetta ekki hið rétta nafn þessarar sam- steypu því að hún stefnir að stjómmálalegri sameiningu Evrópu. Það er sagt að bandalag þetta muni lækka verð margra vörutegunda, og aö það muni tryggja vaxandi velmegun, en að tjalda- baki eru sterk öfl, sem keppa að því að koma upp miðstjóm fyrir alla Evrópu líkri þeirri er stjómar Bandaríkjum Ameríku. Að baki þessu áformi er rómversk kaþólska kirkjan, þótt hennar sé þar sjaldan getiö. Hún átti meira að segja upptökin að hugmyndinni strax að aflokinni heimsstyrjöldinni síðari. Og aðalforsvarsmenn þess voru tveir kaþólskir menn, þeir Konrad Adenauer í Vestur-Þýskalandi og Paul Henri Spaak í Belgíu. Athyglisvert er það, að öll sex aöildarríki banda- lagsins eru kaþólsk lönd að mestu, og er svo að sjá, sem kirkjan telji að hún hafi verulegan pólitískan og fjárhagslegan hagnað, ef áform þess ná fram að ganga. Sameining kirkju og ríkis í samsteypu þessari er sjaldan nefnd, en hún er engu að síður uggvænlegur raunveruleiki. Gæti svo verið að fjárhagslegi ávinningurinn, sem svo mikið er af látið, sé aðeins yfirvarp, er hylja eigi eitthvað? Ef Bretland skyldi ganga í bandalagið og verða eina mótmælenda stórveldi þess - myndi það þá ekki verða þar sem mús undir fjalarketti? Eða hverskonar ástand mun skapast í Evrópu, ef rómversk kaþólskakirkjan yrði þar öllu ráðandi? Sumir þeirra, er rannsaka spádómana, halda að með þessari þróun geti ræzt spádómurinn í Op, 17:12.13. - "Og homin tíu, sem þú sást, eru tíu konungar, sem enn hafa eigi tekið konungdóm, heldur fá vald sem konungar eina stund ásamt dýrinu. Þessir hafa allir eitt ráð, og máttinn og vald sitt gefa þeir dýrinu." Vissulega er sú tilgáta athyglisverð, og "ein stund" gæti bent til þess hve skammvinnt það skipulag muni verða er á kann að verða komið. Lokaafdrif þess bandnlags eru skýrt sögð fyrir í Dan.2:43 - um þau getur því enginn vafi ríkt. Þaö er um þjóðir Evrópu, sem Guð segir gegnum spámann sinn þessi orð;"og þó ekki samþyðast hvorir öðrum eins og jámið sam- lagar sig eigi við leirinn." Þessi dómur hefur að engu gert hverja þá tilraun, er gerð hefur verið til að sameina Evrópu um 15 alda skeiö. Nýjasta óformið um sameiningu Evrópu mun hljóta sömu örlög. Sameinuðu þjóðirnar styðja það e.t.v., þaö hlýtur án efa blessun páfans og kirkjuþings hans, en árangurslaust. Vera kann að áformið virðist fá byr undir báðo vængi um hríð. Svo kann að virðast sem fomar f jandsamlegar þjóðir fallist í faðma, en sæði óvildorinnar mun halda áfram að vera til, eins og vírus. Og skyndi- lego, öllum að óvörum, mun öll spilaborgin hrynja. Mikilvægast í öllu þessu er sú staðreynd, að öll þessi þróun er nátengd lokaþáttun hcimssögunnar. Hámark þeirra er koma Krists í mætti og dýrð, sem konungur ekki einungis yfir Evrópu, heldur allror veraldar. Hrein eins og klukknahringing hljómor hln guðlega viðvörun £ Daníel 2:44 -

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.