Viljinn - 01.12.1942, Blaðsíða 5

Viljinn - 01.12.1942, Blaðsíða 5
— 5 - frá sér blaðið og eg settist í "þungu skapi við gluggan hjá honum. •'Sjáðu, nú er byrjað að Irsreikia götuljósin. Og nú er gluggatjöldunum hleypt niður í húsi stórkaupmannsins. Kú á víst að fara að kveikja á jólatránu/þar. En hvað þér er kalt á hcndunum, barn, og þ»ó er heitt hérna £ stofunni," Eg hristi höfuðið. en gat engu orði upp komið. Hvað hafði eg gert? Dregið foreldra mína á txáínr tálar og svikið fátæka stúlku um gjöf, sem hún átti að fá, - litla stúlku, sem ekkert hafði sér til skemmtunar. Eg sem átti mörg leik- föng, tímdi ekki að gefa henni eitt af þeim. Nú fysrt sá eg ljóslega, hvað eg hafði gert, - núna meðan pabbi minn hélt í höndina á.mér og eg hlustaði á rólegu, mildu röddina. Hvert orð féll sem glóandi kol á höfuð mér. Hann var að hrósa mér fyrir góðverk, cem eg hefði gert, þegar eg var nýbúin að gera mig seka í sviksamlegu athæfi. Eg gat ómogulega þolað þetta, Sg losaði höndina hægt úr hlýja handtakinu hans og ætlaði að færa Slínu brúðuna. Þá opnaði mamma vængjahurðina á milli stofanna og ljóshafið streymdi inn til okkar. Jólatréð blasti við okkur í allri sinni dýrð, fegurra en nokkru sinni éður, og efst á því hékk Ijómandi fögur brúða. "Komið þið nú inn," sagði mamma og brosti glaðlega til okkar. "Þetta er það fegursta jólatré, sem við höfum nokk- urn tíma haft." Pabbi tók í aðra höndina á mér og mamma í hina og ætluðu að leiða mig inn í stofuna, en eg sleit mig af þeim og faldi mig úti í horni,, Eg gat ekki komið fram fyrir jólatréð, þessa ástgjöf foreldra minna, með synd é sarnviskunni. "Hvað gengur að barninu?" spurði faðir minn óttasleg- inn. "Hún er víst eitthvað lasin." Og mamma kom til mín og dró mig gætilega út úr fylgsni mínu. "Komdu nú inn í Ijósið og lofaðu mér að sjé þig," mælti hún. "Nei'ekki í Ijósið, ekki í Ijósið!" hrópaði eg. "Komdu," sagði pabbi alvarlegur. "Segðu okkur nú hreinskilnislega, hvað að þér gengur. Ertu veik, eða hef- urðu gert eitthvað rangt? Ef svo er, þá segðu okkur það áður en þú kemur inn að jólatrénu. Þú veist, að því þykir aðeins vænt um góðu börnin." (Frh. á bls. 9) Y I L J I N K

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.