Alþýðublaðið - 19.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1920, Blaðsíða 2
'-v-. SÍ4íWtii Uf ALÞÝÐUBLAÐH T—ST m iW m ..._ _F Jk Auglýsingum í blaðið ér íyrst um sinn veitt móttaka hjá OuO- geir Jbnssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. að starfsmönnum félagsins neina dýrtíðaruppbót, þar eð launalögin »á ekki til þeirra. Líklegt er nú samt að Alþingi veiti fé sórstak- lega í þeim, tilgangi. Ráðunautar félagains. Sigurður Sigurðsson fyrv. alþm. verður auðvitað ráðunautur fé- lagsins áfram sem aðalmaðurinn við búpeningsræktina, sérstaklega hestarækt. Félagið heflr ráðið til sín fyrir hálft ár (yfir sumartím- ann) Pál Zóphóníasson á Hvann- eyri; honum er ætluð aðallega nautpeningsræktin. Hvernig þessir ráðunautar starfa? Aðallega gegnum kynbótafélögin. Það eru sérstök hrossaræktarfélög og sérstök nautgriparæktarfólög út um sveitirnar. Grjpasýningar eru haldnar í ýmsum héruðum. Einar Helgason verður garð- ræktarstjóri hins nýja garðyrkju- félags; hann fer þyí frá félaginu, það er að segja hann verður gjald- keri þess áfram. í stað Einars kemur að líkindum Ragnar Ás- geirsson garðyrkjufræðingur, en ekki er það fastmælum bundið enn þá. Ragnar er nú í Dan- mörku. Féiagið hefir ráðið til sín Valtýr Stefánsson áveituverkfræðing. Hann er nú sem stendur erlendis (í Þýzkalandi og víðar) að kynna sér ýrnsar vinnuvélar viðvíkjandi skurð- grefti og fleira þesskonar. Fjöldi beiðna um aðstoð og ráðleggingar viðvíkjandi vatnsveitingum, bíða nú hjá félaginu. Félagið hefir einnig ráðið til sín Lúðvík Jónsson búfræðiskandídat. Starf hans verður aðallega að vera verkfæraráðunautur. Útvega upplýsingar viðvíkjandi notkun verkfæra, sumpart verkfæra sem ekki eru þekt hér, og leiðbeina í notkun þeirra. Ef til vill verður hann einnig ráðunautur í sauö- fjárrækt. (Frh.). Nýlega kom það fyrir í Austur- bænum, að drengur nokkur gerði sér leik að því, að siga hundi á ketti. Annar kötturinn slapp und- an, og hinn komst upp á staur, sem var skaart frá. í stað þess að hætta nú leiknum, hélt strák- urinn áfram að siga hundinum. Og þegar kisa sat kyr á staurn- um, sótti hann spýtu og stjakaði henni ofan. Kisa datt svo illa, að hún lá kyr, er hún kom niður. Tók strákurinn hana nú og fór með hana og hundinn inn í kjall ara á húsi einu, skamt frá, og lokaði bæði inni í kompu. Kett- inum vildi það til lífs, að inni í kompunni var steinstöpull, sem hann komst upp á, og þar hýmdi hann, þangað til eigandann bar að og bjargaði honum undan hund- inum, sem hamaðist gjammandi umhverfis í kjallaranum. Þessi leikur stráksins er svo svívirðilegur, að réttast væri að láta hann sæta þungri refsingu fyrir, ef ske kynni að það yrði til þess, að hann hætti svona gamni, en í þetta sinn verður hann látinn sleppa. Annars er þetta alls ekkert einsdæmi. Jafn- vel fullorðnir menn hafa það stund um sér til skemtunar, að siga hundum á ketti og önnur varn- arlaus dýr. En þetta iýsir svo lág- um hvötum hjá þessum mann- skepnum, að furðu sætir að ekki skuli gert meira en gert er, til þess að uppræta svívirðing þessa. Ungir menn og drengir! Hættið þessum ósið og vinnið að því af alefli, að útrýma honum meðal kunningja ykkar. í. J. Fisksalan. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna hefir tilnefnt 5 manna nefnd til þess [að athuga fisksölumálið og koma með tillögur því viðvíkjandi fyrir fulltrúaráðið. í nefndinni eru Sigurjón A. Ólafsson, Eggert Brandsson, frú JónínaJJósefsdóttir, Pétur G. Guðmundsson og Guðjón Einarsson. (Niðurl.). Bændnr bregðast Litvinoff. Koltschak gat bjargast og, jafn- vel unnið á, meðan hann lét sér nægja lítinn flokk liðsforingja og kósakka, sem börðust fyrir stétta- hagsmunum sínum, eignum og stöðu. En jafnskjótt og hann vegna afstöðu sinnar freistaðist til að skera upp herör og endurnýja lið sitt með kotbændum og lausa- mönnum, hlaut hann að biða ó- sigur. Þá hófust liðhlaup og sið- spílling í liði hans. Nýliðarnir hlupu í hundruðum og jafnvel þúsundum úr liði hans. Þessir lið- hlaupar Koltschaks urðu síðar beztu liðsmenn, og þeim var að- allega beitt sem „agitatorum* og voru sendir á fundi til að segja íbúum Sovjet-Rússlands hvernig stefna Koltschaks gæfist. Sömu urðu örlög Djenikins. Hið upprunalega sjálfboðalið han* var öflugt, meðan það var lítið, þar sem í heilum hersveitum var ekkert annað en liðsforingjar. En eftir því, sem herlína hans lengd- ist og hann neyddist til að auka herforingjaher sinn með nýliðum úr öðrum stéttum, fór eins fyrir honum. í borgarastyrjöld fást menn ekki um lengri tíma til að berj- ast með stéttaóvinum sínum, eink- um þegar menn vita, að vald þeirra byggist á erlendri hjálp. Af þessari ástæðu urðu gagnbyltinga- menn og Bandamenn algerlega undir í tilraunum sínum til að afla Djenikin sjálfboðaliða meðal rússneskra herfanga í Þýzkalandi og rússnesku hjálparsveitarinnar í Frakklandi. Ekki einn af hund- raði gerðist sjálfboðaliði, og þeir fáu, sem til þess urðu, gerðu það til þess, að losna við þjáningar í þýzkum og frönskum herbúðum; og með það fyrir augum, að ganga síðar á hönd Sovjet-stjórninni, en hún átti aldrei við slíka erfiðleika að stríða og fékk altaf fleiri ný- liða og sjálíboðaliða, en hún ósk- aði. Núverandi aðstaöa. Sá, sem ekki vill líta á þessar staðreyndir eða dæma eftir þeim, getur aldrei skilið ástand það, sem nú rikir í Rússlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.