Austurglugginn - 27.05.2011, Blaðsíða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. maí
Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
og stjórnlagaráðsmaður, vann úttekt
á framhaldsskólum landsins fyrir
nýjasta tölublað Frjálsrar verslunar.
Í tölublaðinu kemur fram að skól-
arnir séu metnir samkvæmt 17
gæðavísum, þessir vísar snúast að
mestu leyti um þátttöku nemenda í
keppnum á vegum félags framhalds-
skóla og sérgreinafélaga í einstökum
námsgreinum sem kenndar eru í
framhaldsskólum s.s. Gettu Betur,
MORFÍS, Söngkeppni framhalds-
skólanema og Íþróttavakningu fram-
haldsskólanna. Flestir skólameistarar
sem fram hafa komið í fjölmiðlum
undanfarið vegna úttektarinnar hafa
dregið aðferðafræði Pawels í efa, engu
virðist skipta í hvaða sæti viðkomandi
skóli lenti, flestum ber saman um að
úttektin sé ómarktæk. Þá hefur Katrín
Jakobsdóttir, menntamálaráðherra,
dregið niðurstöðurnar í efa og bent
m.a. á ójöfn tækifæri milli skóla á
landsbyggðinni og í höfuðborginni til
að taka þátt í mörgum þeim keppnum
sem lagðar eru til grundvallar matinu.
Í úttektinni notaðist Pawel við árangur
skólanna í innlendum og alþjóðlegum
keppnum, svo sem Gettu Betur. Í
könnuninni er Menntaskólinn í
Reykjavík á toppi listans, með 925
stig, og Menntaskólinn í Hamrahlíð
er í öðru sæti, með 660 stig.
Verkmenntaskóli Austurlands er hins-
vegar í neðsta sæti.
Í ljósi þess hve Verkmenntaskóli
Austurlands kemur illa út úr
könnuninni hefur Verkmennta-
skólinn sent frá sér yfirlýsingu.
Tilkynningin er svohljóðandi:
„Vegna fréttar Stöðvar 2 mánudags-
kvöldið 16. maí sl.
Umrædd grein sem vísað er í í frétta-
tíma Stöðvar 2 er úttekt á afmörk-
uðum þáttum í rekstri og starfi fram-
haldsskóla. Þar er horft til 17 flokka
sem einkum snúa að þátttöku nem-
enda í keppnum á vegum félags fram-
haldsskóla og sérgreinafélaga í ein-
stökum námsgreinum sem kenndar
eru í framhaldsskólum. Í greininni er
sleginn varnagli á úttekt sem þessa
og taka bæði menntamálaráðherra og
skólameistarar þriggja efstu skólanna
í úttektinni undir þá gagnrýni.
Það er hæpið að mínu mati að þessar
niðurstöður séu nýttar til að hvetja
grunnskólanemendur til að velja skóla
eins og Pawel Bartoszek heldur fram
í úttektinni og í viðtali á Stöð 2 því
það kemur ekkert fram í úttektinni
sem mælir gæði þeirrar vinnu, kennslu
og árangurs sem fram fer í framhalds-
skólum landsins.
Í annarri grein laga um framhaldsskóla
92/2008 segir:
„Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla
að alhliða þroska allra nemenda og
virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóð-
félagi með því að bjóða hverjum nem-
anda nám við hæfi..“
Gr. 32 í sömu lögum leggur einnig þá
skyldu á framhaldsskóla að taka alla
nemendur inn sem lokið hafa undir-
stöðumenntun eða náð hafa 16 ára
aldri.
Verkmenntaskóli Austurlands tekur
alla nemendur sem sækja um nám í
skólann inn. Ekki er um að ræða að
velja bara þá bestu né þá sem ekki
uppfylla inntökuskilyrðin. Skólinn
kennir fornámsáfanga sem eru upp-
rifjun á námi úr grunnskóla fyrir þá
sem ekki hafa lokið námsefni grunn-
skólans þegar þess þarf.
Einn þáttur sem fjallað hefur verið
um í úttektinni er menntun kenn-
ara skólanna í árum talið í háskóla.
Í Verkmenntaskóla Austurlands
kenna 7 af 21 kennara skólans á
iðnnámsbrautunum. Þeir eru allir með
þau réttindi sem krafist er til kennsl-
unnar þ.e. sveinspróf, iðnmeistara-
próf og kennsluréttindi í framhalds-
skóla. Það nám er ekki háskólanám og
það skýrir af hverju verknámsskólar
koma verr út en bóknámsskólar í
úttektinni, þar sem krafist er a.m.k.
3ja ára háskólanáms auk kennslu-
réttindanáms fyrir framhaldsskóla.
Bóknámskennarar VA eru undan-
tekningarlaust með tilskilin réttindi
til kennslu í framhaldsskóla. Í einstaka
tilfellum er fagfólk úr atvinnulífinu
fengið til að kenna sérgreinda fagá-
fanga þegar þannig stendur á. Sækja
þarf um undanþágu frá Mennta – og
menningarmálaráðuneytinu ef kennari
í framhaldsskóla er ekki með kennslu-
réttindi og kennir meira en sem nemur
25% starf í frh.skóla.
Við höfnum því alfarið að
Verkmenntaskóli Austurlands sé versti
skóli landsins og vörum við að þessi r
s.k. „gæðavísar“ sem þarna eru dregnir
fram séu nýttir sem mælikvarðar á
gæði skóla.“
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók í sama
streng á síðasta bæjarstjórnarfundi og
hafnar niðurstöðum könnunarinnar.
Þann 5. maí síðastliðinn voru undir-
ritaðir kjarasamningar við Samtök
atvinnulífsins. Á miðvikudaginn lauk
atkvæðatalningu um aðalkjarasamn-
inga AFLs starfsgreinarfélags við
Samtök Atvinnulífsins. Allir samn-
ingar félagsins voru samþykktir með
miklum meirihluta atkvæða. Hjördís
Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs,
segist ánægð með nýgerða aðalkjara-
samninga og segir að „miðað við stöð-
una í samfélaginu og hvernig einstakar
starfsgreinar standa þá get ég ekki
verið annað en sátt með niðurstöður
samninganna. Þessir kjarasamningar
eru ekkert frábrugðnir öðrum samn-
ingum sem gerðir eru, þeir eru mála-
miðlun samningsaðila.“
Hjördís segir að félagsmenn AFLs
hafi lagt upp með þá kröfu að auka
kaupmátt launa og jafnframt ná fram
hækkun lægstu launa umfram önnur
laun. Þá segir Hjördís að það hafi verið
mikilvægt að nota það svigrúm sem
sé til staðar hjá útflutningsfyrirtækj-
unum til að sækja á þau með frekari
hækkanir en hjá þeim fyrirtækjum
sem verr standa. „Ég tel niðurstöðuna
endurspegla þetta. Upphafshækkun
launataxta eru 12.000 kr. á mánuði en
almenn laun um 4.25%. Síðan hækka
laun í tveimur áföngum á samnings-
tímanum, að því gefnu að forsendur
kjarasamninga standi. Í febrúar
2012 um 11.000 kr. á taxta og 3.5%
á almenn laun. Í febrúar 2013 um
11.000 kr. á taxta og 3,25% á almenn
laun“ segir Hjördís.
Þá fylgir því ákveðin kjarabót að ný
námskeið fiskvinnslufólks gefi tveggja
launaflokka hækkun þegar þeim er
lokið og bónusar í fiskvinnslu hækki
um 16,25% eða að lámarki 39 krónur
á tímann en hækki síðan um 3,50%
eða að lámarki 10 kr. og 3,25% eða að
lámarki 9 kr. í áföngum. Hjördís segir
þetta hafa verið niðurstöðuna sökum
þess að ekki tókst að ná fram hækkun
á launaflokkum fiskvinnslunnar.
Kjarasamningar samþykktir
Hafna niðurstöðum úttektar
á framhaldsskólum landsins
Sunnudaginn 22. maí sl. var haldinn
héraðsfundur Austfjarðaprófastsdæmis
í Djúpavogskirkju. Var þetta síð-
asti héraðsfundur prófastsdæmis-
ins þar sem ákveðið var á síðasta
Kirkjuþingi að leggja það niður ásamt
Múlaprófastsdæmi og stofna nýtt
sem sameinaði bæði undir heitinu
Múlaprófastsdæmi. Gengur sú sam-
eining í gildi 1. nóvember nk.
Aðalefni fundarins var Fjármál
sókna, sóknargjöld og fjárhagsstaða
kirkjunnar.
Framsöguerindi fluttu: Sigríður Dögg
Geirsdóttir, fjármálastjóri kirkjunnar
og sóknarnefndarformennirnir
Guðjón B. Magnússon, Norðfirði og
Ingibjörg Björgvinsdóttir, Stöðvarfirði.
Í fréttatilkynningu frá prófastsdæminu
segir að hljóðið í framsögumönnum
og öðrum sem til máls tóku hafi verið
afar þungt í garð stjórnvalda gagnvart
sjálftöku ríkisins af félagsgjöldum trú-
félaga. „Ríkið sér um innheimtu fyrir
trúfélög á félagsgjöldum meðlima,
en í stað þess að skila innheimtum
félagsgjöldum til viðkomandi trú-
félaga, heldur það eftir drjúgum hluta
þeirrar innheimtu.
Um árabil á svokölluðum góðæris-
tímum hafa sóknir í prófastsdæminu
engu að síður þurft að gæta mikils
aðhalds í rekstri til þess að halda úti
viðunandi þjónustu, en nú er svo
komið að endar ná ekki saman þrátt
fyrir aukið sjálfboðastarf.
Ef núverandi sjálftaka heldur áfram
og að ekki sé talað um að hún auk-
ist stefnir i óefni. Héraðsfundarmenn
meta það svo að kirkjan sé ein af fáum
grunnstoðum samfélaganna og veiti
fólki mikilvæga þjónustu sem það
getur ekki hugsað sér að sjá af. Sú
þjónusta má engan veginn af þessum
orsökum minnka eða falla niður“ segir
í tilkynningunni.
Ályktun héraðsfundar Austfjarða-
prófastsdæmis 2011:
„Héraðsfundur Austfjarðaprófasts-
dæmis haldinn á Djúpavogi sunnu-
daginn 22. maí 2011 mótmælir harð-
lega sjálftöku ríkisins af lögbundnum
félagsgjöldum til trúfélaga.
Samkvæmt lögum innheimtir ríkið
félagsgjöld fyrir öll trúfélög í landinu,
en heldur eftir stórum hluta af inn-
heimtunni. Skerðingin er nú 33% af
félagsgjaldinu, sem veldur alvarlegum
erfiðleikum í rekstri safnaða kirkjunnar
í prófastsdæminu þrátt fyrir aðgerðir
til hagræðingar og fjáröflunar og mun
bitna á þjónustu kirkjunnar ef ekki fæst
leiðrétting á hið fyrsta.
Fundurinn skorar á ríkisvaldið að skila
til trúfélaganna öllum innheimtum
félagsgjöldum.“
Síðasti héraðsfundur
Austfjarðaprófastsdæmis