Austurglugginn


Austurglugginn - 27.05.2011, Blaðsíða 16

Austurglugginn - 27.05.2011, Blaðsíða 16
16 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. maí Evrópusamkeppni meðal reyklausra 7. og 8. bekkja í skólum landsins er lokið í ár. Alls tóku 307 bekkir víðsvegar um landið þátt og bárust óvenju mörg vel unnin lokaverkefni að sögn Lýðheilsustöðvar. Forsvarsmenn samkeppninnar lýstu yfir hrifningu sinni á þeim metnaði sem krakkarnir sýndu um allt land. Keppnin var haldin í tólfta sinn hér á Íslandi. Markmið samkeppninnar - Að hvetja nemendur til að vera „frjálsa – reyk- lausa“ og byrja ekki að fikta við reykingar. - Að hvetja þá sem eru byrjaðir að fikta til að hætta áður en þeir verða háðir nikótíni. - Að hvetja til umræðna um reykingar meðal nemenda með það að leiðarljósi að þeir verði alltaf „frjálsir – reyklausir“. Samkeppnin Samkeppnin gengur út á það að fá nemendurna til að gera sér grein fyrir kostum þess að reykja ekki – og ræða þá – og hvetja hvern annan til að halda áfram þátttöku í samkeppninni og styðja við bakið á þeim sem eru fallvaltir. Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum, þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Nánari útfærsla var ekki skilgreind til að þrengja ekki hug- myndir að verkefnum. Við gerð fjölda verk- efna var leitað út fyrir skólastarfið og stuðlað að samvinnu, miðlun og öflun þekkingar um skaðsemi tóbaksnotk- unar. Þriggja manna dómnefnd var skipuð og eftir mikla yfirlegu komst dómnefnd loks að niðurstöðu. Fengu fyrstu verðlaun Eins og áður segir tóku 307 bekkir þátt í sam- keppninni í ár. Forsvarsmenn keppninnar voru yfir sig ánægðir með þau metnaðarfullu verk- efni nemenda 7. og 8. bekkjar. Þrátt fyrir mörg mjög góð verkefni þótti einn skóli standa fram úr öðrum keppendum og það var Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem fékk í verðlaun ferð til Danmerkur. Þátttaka Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Miðvikudaginn 13. apríl héldu nemendurnir upp á Reyklausa daginn á Fáskrúðsfirði.  Dagurinn var haldinn að tilstuðlan og skipulagningu nemendanna. Í tilefni dagsins fengu allir nemendur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fræðslu um skaðsemi reykinga, um fræðsluna sáu nemendurnir og Jóhanna S. Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur.  Um kvöldið var svo haldin ráðstefna undir yfir- skriftinni „Það er ekki töff að reykja“,  sem opin var almenningi. Á ráðstefnunni var verkefnið kynnt, nemendur miðluðu fróðleik um skaðsemi reykinga og ýmislegt tengt reykingum.  Jóhanna fræddi gesti um reykingar og kynnti m.a. nið- urstöður úr könnunum á notkun ungmenna á sígrettum og munntóbaki. Um 80 manns sóttu ráðstefnuna.  Í lokin fluttu nemendur frumsamið lag og afhentu fyrirtækjum og stofnunum hand- gerð skilti með slagorðum gegn reykingum. Samhliða verkefninu söfnuðu nemendur pen- ingum, 77 þúsund krónum, sem þeir afhentu Krabbameinsfélaginu til forvarnarstarfs. Upphæðin mun nýtast við gerð nýrrar fræðslu- myndar um reykingatengda lungnasjúkdóma, sem Krabbameinsfélagið vinnur að ásamt Samtökum lungnasjúklinga. Sagt var frá þessari gjöf á aðal- fundi Krabbameinsfélags Íslands í maí og þetta nefnt sem dæmi um skóla sem vinna vel að tóbaksvörnum. Nemendur hófu vinnu við að skipuleggja verk- efnið í janúar og hafa ásamt umsjónarkennara lagt mikla vinnu í það, enda varð útkoman þeim til mikils sóma. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar skaraði fram úr Frá afhendingu söfnunarfjárins. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands er lengst til hægri. Við hlið hennar er Álfheiður Hjaltadóttir formaður Krabbameinsfélags Austfjarða. Nemendurnir eru, frá hægri, Unnar Ari Hansson, Rebekka Aradóttir og Sigurbjörg Sigurðardóttir.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.