Austurglugginn - 22.01.2010, Síða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 15. janúar
Þrjú tilfelli garnaveiki voru um miðjan
mánuð staðfest í ám á Gestsstöðum
í Fáskrúðsfirði. Þetta er í annað sinn
sem garnaveikitilfelli kemur upp á
Austurlandi skömmu eftir að bólu-
setningu við garnaveiki er hætt, en hið
sama gerðist í Jökulsárhlíð seint árið
2008 og hafði þá ekki verið garnaveiki
á Héraði frá árinu 1945.
Hætt var bólusetningu í Fáskrúðsfirði
haustið 2005 og hafði þá ekki orðið
vart við garnaveiki í fé á svæðinu í
áratugi. Blóðprufur hafa verið teknar
til að rannsaka hvort fleiri kindur
kunna að vera sýktar af garnaveik-
inni. Hákon Hansson, héraðsdýra-
læknir á Breiðdalsvík, reiknar með
að bólusetningar hefjist aftur á svæð-
inu, líkt og gerðist í Jökulsárhlíðinni.
,,Ekki hafa verið staðfest fleiri tilfelli
af garnaveiki á Gestsstöðum. Ekki er
þó hægt að útiloka að fleiri tilfelli eigi
eftir að koma í ljós, það verður kannað
nánar á næstu dögum,“ segir Hákon.
Garnaveiki lýsir sér með vanþrifum og
skituköstum hjá fé. Hún er ekki hættu-
leg mönnum, þó veiran sem veldur
henni sé náskyld bakteríum sem valda
berklum og holdsveiki í fólki.
Krefjast þess
að Reyðarfjarðarlína
haldi
Umhverfis- og héraðsnefnd
Fljótsdalshéraðs hefur nú krafist þess
að Matvælastofnun afturkalli þegar þá
ákvörðun að leggja sauðfjárveikivarna-
línu þá sem kölluð er Reyðarfjarðarlína
niður, meðal annars vegna staðfestrar
garnaveiki í fyrrum Austfjarðahólfi,
sem Fáskrúðsfjörður tilheyrir.
Matvælastofnun auglýsti í október
sl. að Héraðs- og Austfjarðahólf
yrðu sameinuð í eitt Héraðshólf, sem
ná skal frá austurbakka Jökulsár í
Fljótsdal og Lagarfljóts og allt suður
til Hamarsár.
Í gær hélt Matvælastofnun fund með
heimamönnum og héraðsdýralæknum
á svæðinu á Reyðarfirði. Þar voru yfir-
dýralæknir og sérgreinadýralæknir
sauðfjársjúkdóma og á dagskrá var að
meta hvernig bregðast ætti við þessum
nýju garnaveikitilfellum og einnig
hvort Reyðarfjarðarlína verði tekin upp
að nýju. ,,Ég á von á því að línan verði
endurvakin, a.m.k. mun ég leggja það
til og vilji er til þess innan MAST. Auk
þess á ég von á því að bólusetning verði
hafin að nýju við garnaveiki, alla vega
í Fáskrúðsfirði. Ég hef rætt við alla
aðra sauðfjárbændur í Fáskrúðsfirði
og þeir hafa ekki orðið varir við neitt
grunsamlegt, sem gæti bent til þess
að garnaveiki leyndist víðar. Ekkert
er vitað um ástæður þess að veikin
kom upp aftur á Gestsstöðum,“
sagði Hákon við Austurgluggann á
miðvikudag.
Smári Geirsson ætlar ekki að gefa kost
á sér til setu í sveitarstjórn í Fjarðabyggð
á nýju kjörtímabili. Enginn af núver-
andi bæjarfulltrúum Fjarðalistans sæk-
ist eftir endurkjöri í vor.
Smári er bæjarfulltrúi Fjarðalistans
í Fjarðabyggð og var forseti bæjar-
stjórnar þar, og í Neskaupstað fyrir
sameiningu. Smári hefur setið 28 ár
samfleytt í bæjarstjórn og hefur þann
tíma allan tilheyrt meirihluta. Smári
hóf pólitískan feril sinn í bæjarstjórn
Neskaupstaðar 1982 og sat þá fyrir
Alþýðubandalagið. Hann var forseti
bæjarstjórnar Neskaupstaðar og síðar
Fjarðabyggðar árin 1990 til 2002 og
formaður bæjarráðs frá 2002. Smári
var formaður Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi 1998-2003 og sat í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann
var formaður Alþýðubandalagsins í
Neskaupstað 1977-8.
Smári nam þjóðfélagsfræði við Háskóla
Íslands, stjórnsýslufræði við Háskólann
í Bergen og uppeldis- og kennslufræði
við H.Í. Hann hefur starfað sem kenn-
ari í Neskaupstað nokkuð sleitulaust
frá árinu 1975, í gagnfræðaskólanum,
Iðnskóla Austurlands, Nesskóla, við
Framhaldsskólann í Neskaupstað, þar
sem hann var skólameistari í þrjú ár
og við Verkmenntaskóla Austurlands
frá 1986, en þar var hann skólameist-
ari í áratug. Smári hyggst nú hverfa frá
kennslu og snúa sér að sagnfræðinámi
í Noregi. Smári hefur auk stjórnmála-
þátttöku og kennslu verið þekktur fyrir
ritstörf sín og baráttu fyrir uppbygg-
ingu atvinnulífs á Mið-Austurlandi.
Forystan hvílir
Enginn af núverandi bæjarfulltrúum
Fjarðalistans sækist eftir endurkjöri
í vor. Fjarðalistinn hefur undanfarin
kjörtímabil myndað stærsta fram-
boðið og var stofnaður 1998 við sam-
einingu þriggja sveitarfélaga á Mið-
austurlandi. Smári Geirsson hefur
þegar lýst því yfir að hann muni ekki
sækjast eftir endurkjöri. Hinir bæj-
arfulltrúarnir þrír eru þau Díana Mjöll
Sveinsdóttir, Guðmundur Rafnkell
Gíslason og Sigrún Birna Björnsdóttir.
Þau þvertaka ekki þó fyrir frekari
afskipti af stjórnmálum í framtíðinni.
Búið er að senda dreifibréf til íbúa á
Norðfirði og óska eftir tilnefningum
á framboðslista Fjarðalistans.
,,Það er ljóst að það verða miklar breyt-
ingar hjá Fjarðalistanum,“ segir Smári
Geirsson. ,,Nú er verið að fara yfir
hverjir taka við og gefst almenningi
kostur á að koma með ábendingar.
Þegar hafa borist ábendingar sem eru
afgerandi.“
Áfram bólusett í Fáskrúðsfirði og hætt við sameiningu Héraðs- og Austfjarðahólfs?
Garnaveiki blossar upp eftir áratugi
Smári Geirsson hættir eftir langt og farsælt
starf í sveitarstjórnarmálum. Mynd/SÁ
Smári Geirsson hverfur úr sveitarstjórnarmálum með vori
Forysta Fjarðalistans
fer út í heilu lagi
Valdimar O. Hermannsson
Valdimar O. Hermanns-
son, bæjarfulltrúi og odd-
viti sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn Fjarða-
byggðar, gefur kost á sér í 1. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins í
Fjarðabyggð.
,,Með framboði mínu vil ég nýta
þá fjölbreyttu reynslu og þekkingu
sem við höfum aflað okkur á vett-
vangi sveitarstjórnarmála, og ná
enn betri árangri í komandi sveit-
arstjórnarkosningum, með öfl-
ugum framboðslista, þannig að
Sjálfstæðisflokkurinn verði ráðandi
afl í bæjarstjórn Fjarðabyggðar á
næsta kjörtímabili.”
Valdimar er fæddur 1960 og starfar
sem innkaupa- og rekstrarstjóri hjá
Heilbrigðisstofnun Austurlands,
HSA, er í staðfestri sambúð með
Vilborgu Elvu Jónsdóttir, hjúkr-
unarfræðingi og eiga þau samtals
4 börn.
Valdimar hefur á núverandi kjör-
tímabili, sem bæjarfulltrúi, verið
aðalmaður allt kjörtímabilið í bæj-
arráði Fjarðabyggðar, formaður
Heilbrigðisnefndar Austurlands,
HAUST, og einnig starfað sem
stjórnarformaður í Samtökum
heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi,
SHÍ. Þá hefur hann gegnt trúnað-
arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
m.a. í Skipulags- og sveitarstjórn-
arráði, auk annara.
Á síðasta aðalfundi Samtaka sveit-
arfélaga á Austurlandi, SSA, var
Valdimar kjörinn í stjórn og fram-
kvæmdaráð SSA. Valdimar hefur
áratugareynslu af félagsmálum,
stjórnun og rekstri.
Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason,
framkvæmdastjóri Fiski-
miða ehf. og bæjarfulltrúi
í Fjarðabyggð, gefur kost
á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna
í Fjarðabyggð við sveitarstjórnar-
kosningarnar nú í vor.
Jens Garðar hefur setið í bæjarstjórn
Fjarðabyggðar síðan 2006 og er
varafulltrúi í bæjarráði. Hann situr
í Mannvirkjanefnd Fjarðabyggðar.
Hann hefur ennfremur gegnt for-
mennsku í Sjómannadagsráði
Fjarðabyggðar síðastliðin ár.
Jens Garðar hefur í gegnum tíðina
gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann
var í sjávarútvegsnefnd flokksins,
sat í stjórn SUS fyrir Austurland
í ríflega áratug, sat í stjórn FUS
Varðar á Akureyri og var formaður
um tíma og sat einnig í stjórn full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á
Akureyri. Jens Garðar var enn-
fremur formaður fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð
frá 2004 til 2006 og á sæti í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins.
Jens Garðar er 33 ára gamall, fæddur
og uppalinn á Eskifirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA og stundaði
nám í viðskiptafræði við Háskóla
Íslands. Jens Garðar hefur síðan árið
2000 rekið útflutningsfyrirtækið
Fiskimið ehf. á Eskifirði sem flytur
út fiskimjöl og lýsi.
Jens Garðar á þrjú börn, þau Heklu
Björk 12 ára, Thor 6 ára og Vögg
4 ára.
Baldur og Þráinn út
Tveir bæjarfulltrúar á Fljótsdalshéraði,
þeir Baldur Pálsson, varaformaður
bæjastjórnar og fulltrúi Héraðslista
og Þráinn Lárusson bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, gefa ekki kost á
sér í sveitarstjórnarkosningunum í
vor. Baldur segir hugsanlega koma
til greina að taka sæti neðarlega á
lista en eins víst sé að hann verði
ekki með. Þráinn hefur sagst vilja
út úr sveitarstjórnarmálum fyrir fullt
og fast.
Framboð vegna sveit-
arstjórnarkosninga