Austurglugginn - 22.01.2010, Qupperneq 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 15. janúar
ÞORRABLÓT ERU
ÓMISSANDI MENNINGARAUKI
Fræg er sagan af konunni á fínu þorrablóti sem hóf mikilfengleg pils sín á loft
við salarvegg og pissaði hálfstandandi í blómaker. Önnur reyndi að skýla henni
meðan á pisseríinu stóð, en missti við það tvær gervineglur og leiddist það mjög.
Að svo búnu vöfruðu þær áfram um salinn og skemmtu sér vel. Skondin er líka
sagan af bankaútibússtjóranum sem stóð við þriðja mann á blóti og ræddi heims-
málin. Kom þar ung kona aðvífandi með glas í hönd og vindling og sagði þá
útibússtjórinn yfirlætislega að bragði ,,jah, finnst þér virkilega að þú hafir efni
á að reykja?“ Einn gubbaði úti í horni, annar dó áfengisdauða við hljómsveit-
arpallinn, gamall maður handleggsbrotnaði, ungir menn brutust inn í hús þar
sem húsráðendur voru á blóti og stálu góðum bókum, aðallega þó Shakespeare.
Flestir skemmtu sér samt vel og komust óskaddaðir heim að þorrablótum
loknum. Það er að segja þeir sem þurftu ekki að bíða í bifreiðum sínum eða
skammtímavistarverum úti til sveita eftir að storminn lægði.
Þorrablótin eru tilhlökkunarefni. Sérstaklega hinn ómissandi annáll, spegill af
viðburðum liðins árs og fá menn þar gjarnan til tevatnsins, og nokkru meira.
Sumir gesta hafa aldrei komið aftur eftir að fá á sig kárínu af sviðinu. Sumir
koma ekki aftur ef þeir fá ekki á sig kárínu af sviðinu. Þetta er svo misjafnt. Og
ástir kvikna og aðrar ástir brotlenda.
Alveg er ljóst hvað menn eta á þorrablóti, súran mat og hanginn, reyktan og
kæstan. Það er þó aðdáunarvert að til að enginn fari svangur af blóti, jafnvel ekki
þeir sem andstyggð hafa á þorramat og telja hann úldinn og óætan, bera menn
nú fram þorrapizzur, kannski með kjúklingaáleggi og hugsanlega ofurlitlu súru
rengi í köntunum. Og allir fara því mettir frá borði. Enda veitir ekki af, einkum
ekki ef menn teyga drjúgt af pyttlum sínum og vasapelum. Því það er auðvitað
orðið allt of dýrt að versla á barnum endalaust.
Undirbúningur þorrablóta er síðan ekki veigaminna mál en sjálf blótin. Þrotlausar
æfingar skemmtiatriða standa yfir svo vikum og mánuðum skiptir, menn sjást
ekki heima hjá sér nema endrum og sinnum á þeim tíma og varla í vinnunni
heldur. Sviðsvinna, búningasaumur og textagerð er stórfellt verkefni og heilt
ævintýri mun það vera þegar venjulegur jón úti í bæ umbreytist í einni svipan í
knáan textasmið eða brestur í undurfagran söng öllum að óvörum. Og slík vin-
áttubönd myndast í þorrablótsnefndum að þau fær ekkert brotið.
Í heimahúsum er undirbúningur vart minni. Enn mun það svo að kona getur
ekki verið þekkt fyrir að láta sjá sig í sama kjólnum tvö þorrablót í röð. Helst á
kjóllinn að vera sérsaumaður, með framandlegu og nýstárlegu útliti og skarti í
stíl. Og tösku þarf og skó sem passa þar við. Þetta hefur verið teygt svo langt að
nú heyrist af konum sem hafa einsett sér að mæta hreinlega í lopapeysu, föð-
urlandi og gúmmískóm. Aftur til upprunans. Hárgreiðslustofur á Austurlandi
eru fullar út úr dyrum, sömuleiðis meikupp-skonsur, naglaálímingarherbergi og
hárlosunarklefar. Snyrtivörufyrirtæki úr höfuðstaðnum bjóða upp á kynningar
í lyfjaverslunum bæja á þorrablótsdag og ilmvatnsúðaðar, glimmermálaðar og
lokkaprúðar konur svífa um bæinn fyrripart þorrablótsdags. Heldur minna fer
fyrir körlunum. Þeir sjást mest í áfengisbúðum á sama tíma og hugsanlega við
skyrturekka verslana.
Þorrablót eru góður siður og skemmtilegur, þar borða menn fallega, hlýða á
uppbyggileg skemmtiatriði og hefja upp raust sína, hitta nýtt fólk og endur-
nýja gömul kynni. Við skulum hlú að þessari venju og mæta, öll sem vettlingi
getum valdið.
Steinunn Ásmundsdóttir.
Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Steinunn Ásmundsdóttir
frett@austurglugginn.is
Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Erla Sigrún Einarsdóttir
Fréttasími: 477 1750
frett@austurglugginn.is • www.austurglugginn.is
Auglýsinga- og áskriftasími: 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com
Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 854 9482 - kompan@vortex.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot og prentun: Héraðsprent.
Bóndadagur er í dag og markar hann
upphaf austfirskrar þorrablótsvertíðar
sem stendur fram í febrúarlok. Þorri er
fjórði mánuður ársins í gamla norræna
tímatalinu. Þorri hefst í þrettándu viku
vetrar (18.-24. janúar) miðað við greg-
oríanska tímatalið og alltaf á föstu-
degi. Fyrsti dagur þorra er nefndur
bóndadagur en þann dag var sú hefð
að bóndinn hoppaði í kringum bæinn
á nærhaldinu einu fata. Einnig var hefð
að húsmóðirin færi út kvöldið áður og
byði þorranum inn í bæ.
Hér eru þau þorrablót austfirsk nefnd
til sögunnar sem vitað er um:
22. JANÚAR: Þorrablót á Egilsstöðum
og Reyðarfirði, bæði haldin í íþrótta-
húsum bæjanna.
23. JANÚAR: Þorrablót Vopnfirðinga í
Miklagarði, þorrablót Seyðfirðinga
haldið í íþróttamiðstöð, þorrablót
Borgfirðinga í Fjarðaborg, þorrablót
Eskifirðinga í Valhöll og sveitablót
á Norðfirði.
30. JANÚAR: Þorrablót Fellamanna í
íþróttahúsi, þorrablót Fljótsdælinga í
Végarði, þorrablót Djúpavogs á Hótel
Framtíð og kommablót í Egilsbúð í
Neskaupstað.
6. FEBRÚAR: Þorrablót Vallamanna
á Iðavöllum og þorrablót Eiða-
og Hjaltastaðarþinghármanna á
Eiðum.
13. FEBRÚAR: Þorrablót Skriðdæla á
Arnhólsstöðum, ef leyfi fæst.
27. FEBRÚAR: Þorrablót Hlíðarmanna
og Jökuldælinga í Brúarási.
Góugleði haldin í febrúarlok í
Mjóafirði.
Dansreglur fyrir
herra á þorrablóti
Hvers ber að gæta í vali á dansmey:
Gættu þess jafnan, að mær sú sje 1.
vel gefin til fótanna, svo ekki þurfi
að óttast, að hún taki víxlspor í stað
þess að hafa hreinan gang. Er því
jafnan vissast, að krefjast þess um
leið og þú býður henni, að hún
sanni kunnáttu sína með dans-
prófsskýrteini.
Hafðu jafnan í huga, að stúlkan 2.
sje ekki digrari nje þyngri í vöfum
en svo, að þú sjert einfær um að
snúa henni, og láti svo vel að stjórn,
að kúvenda megi henni, ef þörf
krefur.
Gæt varúðar við því, að ekki sje hún 3.
svo neflöng, að ásjóna hennar bíði
tjón við, ef þið rekist óvart saman,
þegar harðast gengur.
Ekki er þýðingarlaust að ganga úr 4.
skugga um, áður, hvort stúlkan er
til lýta innskeif, því reynist hún svo,
máttu ganga að því sem gefnu, að
hún viti ei fótum sínum forráð, og
annaðhvort skelli þjer óviljandi
á svo kölluðu ,,músarbragði“ eða
merji að öðrum kosti sundur á þjer
líkþornin, sem er litlu betra.
Það sem athuga ber, meðal ann-5.
ars, er að öllu sje vel tylt utan um
hana, áður en af stað er lagt, því
við þekkjum það af reynslunni, að
hverskonar bilanir valda jafnan
truflunum, hvort heldur á sjó eða
landi.
Um aldur meyjar þeirrar, er þú 6.
býður, skalt þú jafnan fá sem glegsta
vissu - hafi hún ekki fæðingarvott-
orð sitt við hendina, ræð jeg þjer til
að líta upp í hana, ef þú þekkir aldur
af tönnum einum saman.
Veldu dansmeyna á hæð við sjálfan 7.
þig, því jafnan er óviðfeldið að sjá
lítinn mann, sem ekki nær dömunni
hærra en í mjöðm, verða að ríghalda
sjer um annað læri hennar eða hnje;
- og jafnógeðslegt er að sjá langan
mann, samanbrotinn, grúfandi yfir
stúlku, sem er fimm sinnum styttri
en hann sjálfur.
Skyldur þínar gagnvart dömunni:
Sækja skaltu dömu þá, er þú býður, 1.
heim til hennar, og sje kloffönn
skaltu bera hana á bakinu eða
háhest á dansstaðinn, svo ei fari
snjór ofan í skóna hennar.
Í danssalnum finnur þú henni hið 2.
mýksta sæti; - sje það ekki að fá,
situr þú undir henni, heldur en að
eiga það á hættu, að í hana hlaupi
harðsperra af hörðum bekkjunum.
Dansa skaltu jafnan frekar á 3.
dansgólfinu en tám dansmeyjar
þinnar.
Hætta skal hverjum dansi áður 4.
en tungan fer að lafa út úr píu-
barninu eða froða fer að brjótast
út um vitin.
Jafnan ber þjer að vera vel rakaður, 5.
einkum ef þú tíðkar vangadans, svo
þú skrapir ei farðann af vöngum
dansmeyjar þinnar.
Sje stúlka sú, er þú hefir boðið, ekki 6.
brunavátrygð, skaltu fara varlega
með óbirgt ljós - logandi vindla
eða cigarettur - í kring um hana, því
kvenfólk er eldfimara en bensín.
Mundu að vatna dömunni, það er 7.
að segja, að bjóða henni svaladrykk
við og við.
Sje dansmærin feimin við þig, ber 8.
að líta svo á, að þú eigir að fikta
meira við hana.
Ósvinna er að bjóða dömu sinni 9.
Skraatuggu eða í nefið.
Sje mærin stirð í dansi, er gott 10.
að núa öll liðamót hennar með
andanefjulýsi.
Þegar dans er úti, fylgir þú dömunni 11.
heim, lætur athuga hana, hvort hún
hafi lagt af eða skemst í dansinum,
og kostar hana í Slippinn ef svo
er. - Þessu næst kveður þú döm-
una, og ættingja hennar, og þakkar
fyrir lánið.
Ritað af Örnúlfi í Vík og birt í
bókinni Skvettu, gamankvæði og fleira,
1. hefti, Reykjavík 1930. (Stafsetningu
höfundar er til haga haldið).
Þorri genginn í garð