Austurglugginn - 22.01.2010, Page 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 15. janúar
Dynskógar 4, Egilsstöðum
sími 471 1331
Opnum mán. mið. fim. og fös.
kl. 9, þriðjud. kl. 12
HÁR & SNYRTING
Dynskógum 4 jarðhæð · Egilsstöðum
S. 471 3117
Opið virka daga 9:00 - 17:00
Opið virka daga 9:00 - 17:00
Einbúablá 29 · Egilsstöðum
sími 471 2980
Opið 9-16 alla virka daga
Smiðjusel 5 · Fellabæ
700 Egilsstaðir· s: 471 1696
BIFREIÐAÞJÓNUSTA
Toyota Austurlandi
Bílaverkstæði Austurlands
Bílaverkstæði/bílasala
Opið mán.-fim. Kl. 8-18 - Fös kl. 8-17
Sími 470 5070
Réttingar og sprautun
Framrúðuskipti
Bílaleiga.
Opið virka daga kl. 8-18
TILKYNNINGAR
Opið mánud.-föstud. kl. 8-12 og 13-18
Lyngás 5 · 700 Egilsstaðir · sími 471 3113
Óska eftir notuðum og vel með
förnum Carving-skíðum, 150-155
cm löngum, með eða án bindinga.
Upplýsingar í síma 867-2151.
Tilefni þessa bréfs er meðal annars
að svara að hluta fullyrðingum í grein
sem birt var í Fréttablaðinu þann 22.
desember síðastliðinn þar sem ábú-
andi að Stórhóli í Álftafirði, Stefanía
Lárusdóttir sem dæmd var fyrir illa
meðferð á skepnum fyrir skömmu,
leyfir sér að halda því blákalt fram
að það hafi aldrei verið svelt skepna
að Stórhól. Í öllu falli verður heldur
ekki látið hjá líða í framhaldi að velta
fyrir sér stöðu dýraverndar í landinu
þegar kemur að búfjárhaldi.
Skrif þessi eru sannarlega ekki sett
fram af óvild í garð ábúenda að
Stórhóli, heldur miklu fremur af
umhyggju fyrir þeim dýrum sem
hafa mátt þola ömurlegan aðbúnað
á bænum eins og almenningur hefur
m.a. mátt sjá í fjölmiðlum vegna þess
málareksturs sem hefur verið í gangi
gegn ábúendum.
Undirrituð sem býr í næsta nágrenni
við Stórhól og þekkir því allar
aðstæður vel, getur samvisku sinnar
ekki lengur orða bundist í ljósi stað-
reynda. Oft hefur undirrituð á dag-
legum ferðum sínum sem skóla-
bílstjóri séð margt illa haldið fé við
túnfótinn á Stórhól og hefur svo
háttað til á Stórhól um langt árabil.
Á síðastliðnu vori keyrði hinsvegar
um þverbak í búfjárhaldi að bænum
sem leiddi síðar til ákæru af hálfu
Matvælastofnunnar og síðar saksókn-
ara sýslumannsembættisins á Eskifirði.
Á síðastliðnu vori mátti sjá sérstak-
lega illa útlítandi fé allt í kringum
bæinn og sömuleiðis við þjóðveginn
og það fé var í stórum stíl grindhorað
með slæma sótt og litlu lömbin stóðu
undantekningalaust í keng af sulti.
Ábúandi leyfir sér engu að síður að
halda því fram eins og áður segir að
aldrei hafi verið svelt skepna á Stórhól
og heldur því sömuleiðis að jöfnu
fram að ástæðan fyrir slæmu útliti
fjárins sé lungnaveiki, en lungnaveiki
er hins vegar einmitt einn af fylgi-
kvillum slæmrar meðferðar. Jaxlaveiki
hefur sömuleiðis verið borið við til að
breiða yfir sannleikann í málinu, þ.e.
vanfóðrunina og almennt ömurlegan
aðbúnað fjárins.
Undirrituð, sem er fyrrverandi bóndi
í Álftafirði, tel mig eftir búskap um
langt árabil vita nokkuð vel hvernig
ber að fóðra sauðfé og hirða á annan
hátt. Mér hefur því sannarlega sviðið
mjög að sjá slíka umhirðu og meðferð
á sauðkindinni hér í nærumhverfinu.
Aðrir bændur á svæðinu hafa augljós-
lega sömuleiðis liðið mikið fyrir mál
þetta um árabil og það má öllum ljóst
vera að þessir búskaparhættir eru ein-
hver sú versta auglýsing fyrir okkar
annars góðu sveit og bændastétt-
ina heild sem hægt er að hugsa sér.
Í ljósi þeirrar áralöngu baráttu við að
koma böndum á þennan búskap að
Stórhól, meðal annars með ýmsum
aðgerðum af hálfu sveitarfélagsins
Djúpavogshrepps, spyr maður sig
hvar dýraverndunarsamtökin í land-
inu séu, af hverju hafa þau sig ekki
frammi í málum sem þessum og til
hvers er sá félagsskapur? Og hvar
eru hagsmunasamtök bænda sem
ættu sannarlega að beita sér af afli og
ganga fram fyrir skjöldu til að hreinsa
atvinnugreinina af þessum ósóma?
Ímynd bændastéttarinnar er í húfi og
forsvarsmenn hennar verða að mínu
mati að kalla eftir því að úrræði séu
til staðar sem hægt er að grípa til og
beita með mjög skjótvirkum hætti svo
hægt sé undanbragðalaust að útrýma
slíkri meðferð á dýrum. Spyrja má
líka hvernig ráðunautar bænda geta
horft endurtekið upp á slíka meðferð
á dýrum sem hér um ræðir, ár eftir ár
án þess að því sé fylgt úr hlaði með
úrræðum sem skila árangri?
Í þessu falli má sannarlega líka
spyrja hvort það sé engin ástæða til
að krefjast þess af fulltrúum kjöt-
framleiðslu í landinu að þeir kanni
uppruna vörunnar, er kjötframleið-
endum kannski slétt sama við hvern
þeir eiga í viðskiptum og eða hvernig
meðferð dýrin hafa fengið? Fyrir
skemmstu var sýnd í ríkissjónvarp-
inu mynd um gæsadúnsframleiðslu
sem vakti mjög hörð viðbrögð og þá
gripu líka Íslendingar eins og aðrir
andann á lofti í hneykslun sinni og
hringdu umsvifalaust í þá sem flytja
inn dúnsængur af ótta við að dúnn-
inn í sænginni þeirra væri af fuglum
sem hefðu fengið slæma meðferð.
Ber í þessu samhengi að líta svo á
að Íslendingum sé þá alveg sama um
uppruna þeirrar vöru sem kemur af
innlendum markaði? Er íslenskum
neytendum sama hvernig hefur verið
farið með vöruna sem liggur í kjöt-
borðinu? Ég held reyndar ekki. Er
ekki tími til komin að Íslendingar
verði þá pínulítið samkvæmir sjálfum
sér og horfi í eigin barm í þessum
málum og taki ærlega til á heima-
vígstöðvunum áður en við hneyksl-
umst á slæmri meðferð dýra í öðrum
löndum? Er það ekki líka bara sjálf-
sagt réttlætismál að það séu gerðar
sambærilegar kröfur varðandi gæða-
mál í grunnatvinnuvegunum okkar,
það er að segja í landbúnaði og kjöt-
vinnslu annars vegar og í sjávarútvegi
og fiskvinnslu hins vegar?
Staðreyndin er sú að þrátt fyrir
að dómur hafi nú verið kveðinn
upp í Stórhólsmáli, þar sem sýnt
var fram á að mjög alvarleg brot á
meðferð dýra höfðu verið framin á
bænum, var niðurstaðan einungis
80 þúsund krónur í sekt og ekki voru
ábúendur dæmdir frá búskap þrátt
fyrir sakarefnið, heldur fá viðkom-
andi ábúendur á hinn veginn að halda
áfram með óbreyttu sniði og með
sama fjárfjölda sem er langt yfir þús-
und fjár og því stendur allt við það
sama á bænum og áður var.
Ég sem útsvarsgreiðandi í hinu ágæta
sveitarfélagi Djúpavogshreppi er
sömuleiðis mjög ósátt við að sveit-
arfélagið skuli þurfa að eyða jafn
miklum tíma og fjármunum í að slást
við vindmyllur í þessu búfjárhalds-
máli að Stórhól eins og raunin hefur
verið, þeim fjármunum væri betur
varið í annað að mínu mati en í þetta
rugl. Það er hins vegar búið að vega
mjög ómaklega að þeim sveitarstjórn-
armönnum sem hafa sannarlega lagt
sig fram um að reyna koma málum í
lag að Stórhól. Það verður auðvitað
ekkert fram hjá því litið að sveit-
arstjórnir hafa miklum skyldum að
gegna í þessum málum og er skylt
samkvæmt lögum að bregðast við
sé eftir því kallað og því eiga sveit-
arstjórnarmenn engan annan kost en
að vinna undir því handónýta kerfi
og þeim landslögum sem við búum
við í dag í þessum efnum, þar sem
dýravernd virðist með öllu fyrir borð
borinn.
Það er því einlæg ósk mín að stjórn-
völd í þessu landi, hagsmunasamtök
bænda og aðrir þeir sem bera ábyrgð
á því kerfi sem við búum við í dag,
taki nú í eitt skipti fyrir öll af skarið
og breyti þessu ömurlega kerfi sem
við búum við, þannig að sveitar-
félög hafi ekki bara skyldurnar einar
í þessum efnum, heldur einnig sann-
arleg úrræði í höndunum til að beita
gegn fámennum hópi fólks í sveitum
landsins sem hefur dýraverndarsjón-
armið að engu.
Höfundur er ábúandi í
Djúpavogshreppi
Bréf til blaðsins
Um illa meðferð á búfé
Stefanía Björg Hannesdóttir skrifar:
,,Er ekki tími til komin að Íslendingar verði þá
pínulítið samkvæmir sjálfum sér og horfi í eigin
barm í þessum málum og taki ærlega til á heima-
vígstöðunum áður en við hneykslumst á slæmri
meðferð dýra í öðrum löndum?“