Austurglugginn - 22.01.2010, Side 9
Föstudagur 15. janúar AUSTUR · GLUGGINN 9
Útgefandi: Landsvirkjun. Ábyrgðar-
maður: Agnar Ólsen. Höfundur texta
og umsjón með útgáfu: Atli Rúnar
Halldórsson. Hönnun og umbrot:
Athygli ehf. Reykjavík, okt. 2009.
(138 bls.)
Í haust fengu öll heimili á Héraði,
í Fjarðabyggð, og líklega víðar, rit
með ofangreindum titli í póst-
kassa sína. Þetta er eins konar
,,hvítbók“ Landsvirkjunar um
Kárahnjúkavirkjun, stærstu
og umdeildustu framkvæmd
Íslandssögunnar, unnin í tilefni af
formlegum verklokum 2. okt. 2009.
Ritið skiptist í um 80 stutta kafla,
byggða á viðtölum við þá sem á
einn eða annan hátt komu að þess-
ari miklu framkvæmd, með fjölda
ljósmynda og skýringarmynda, og er
í alla staði fróðlegt og læsilegt.
Áhersla er lögð á að kynna hvernig
framkvæmdin gekk fyrir sig og ein-
stakir verkþættir hennar. Aðstæður
voru á margan hátt erfiðar, vegna
staðhátta, veðráttu, jarðgrunns o.fl.
Jarðfræðingar, verkfræðingar og
verktakar urðu iðulega að fást við
óvæntar uppákomur, sem settu strik
í reikninginn, og þurfti bæði hugvit,
dirfsku og lipurð til að leysa. Ýmsir
benda á að Kárahnjúkavirkjun hafi
verið verkfræðilegt afrek, og sérlega
lærdómsríkt fyrir þá sem að henni
unnu, og að reynslan sem þar fékkst
muni notast við byggingar vatns-
virkjana á heimsvísu, enda var vel
með henni fylgst af þeim sem eru
í þessum bransa. Ítalska verktaka-
fyrirtækið Impregilo, sem annað-
ist meginhluta framkvæmdanna:
Kárahnjúkastíflu og aðfallsgöng,
þykir hafa staðið sig vel og betur en
margir ætluðu í byrjun. Stíflan mikla
hefur staðið undir þeim væntingum
sem til hennar voru gerðar og jafnvel
staðist prófanir betur en áætlað var.
Því til staðfestingar er þess getið að
hún hafi fengið verðlaun á alþjóð-
legri ráðstefnu í Kína sl. haust,
ásamt fjórum öðrum sömu gerðar.
Fjölmennt lið verkamanna af ýmsum
þjóðernum vann við framkvæmd-
ina og verður að teljast merkilegt
hversu vel gekk að samhæfa það, þótt
vissulega yrðu mörg vinnuslys, þar
á meðal fimm dauðaslys í tengslum
við verkefnið.
Forstjóri Landsvirkjunar,
Friðrik Sophusson, og
upplýsingafulltrúi Kára-
hnjúkavirkjunar, Sigurður
Arnalds, draga ekki dul á
það að barátta verndar-
sinna gegn framkvæmd-
unum hafi valdið þeim
leiðindum og aukið á þá
tæknilegu erfiðleika sem
við var að glíma, og ýmsir
sem lögðu sig alla fram við
að vinna sín verk og gera
skyldu sína hafi goldið
þess ómaklega.
Ekki fer mikið fyrir
þætti náttúruverndar
í þessu upplýsingariti
Landsvirkjunar. Til að
sýna lit á því, eru þó birt
viðtöl við tvo af hörð-
ustu andstæðingum
framkvæmdanna á Héraði, þá
Guðmund Ármannsson á Vaði og
Örn Þorleifsson í Húsey, en hóf-
samari verndarsinnar voru ekki
hafðir með, t.d. er hvergi minnst
á afskipti Náttúruverndarsamtaka
Austurlands. Upphaflegar áætlanir
Landsvirkjunar um að þaulnýta
hverja ársprænu á NA-hálendinu,
sökkva Eyjabökkum í jökullón og
spilla Desjarárdal með yfirfallsvatni
liggja líka í þagnargildi. Hin víðtæku
umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar,
t.d. á vatnakerfi Lagarfljóts og Jöklu,
eru aðeins að litlum hluta komin
fram.
Þó öldur misklíðar vegna
Kárahnjúkavirkjunar hafi nú lægt,
á hún eflaust eftir að verða umdeild
um langa framtíð, og síðari tíma
fræðimenn munu skrifa um hana
þykkar bækur.
Höfundur er náttúrufræðingur.
Tímamót urðu í sögu Starfsendur-
hæfingar Austurlands (StarfA) fyrir
síðustu jól, en þá útskrifuðust fyrstu
nemendurnir úr endurhæfingunni.
Alls lauk 21 nemandi starfsendur-
hæfingu, tólf í Fjarðabyggð og níu
á Fljótsdalshéraði. Flestir stefna á
frekara nám.
Útskriftir StarfA þann 17. og 18.
desember sl. mörkuðu tímamót
í sögu StarfA sem hóf starfsemi
sína í byrjun nóvember árið 2007.
Þá var Erla Jónsdóttir ráðin fram-
kvæmdastjóri og var auk þess eini
starfsmaður StarfA. Myndaðir voru
hópar á Fljótsdalshéraði, skömmu
síðar í Fjarðabyggð og loks var
myndaður hópur á Hornafirði fyrri-
hluta síðasta árs. Alls byrjuðu þrjá-
tíu og átta í starfsendurhæfingu á
Mið-Austurlandi snemma árs 2008
og núna, tveimur árum síðar, hafa
tuttugu og þrír þátttakendur lokið
endurhæfingunni en tveir voru út-
skrifaðir síðastliðið vor.
Útskriftarnemar StarfA hafa marga
fjöruna sopið á undanförnum mán-
uðum en endurhæfingin hefur m.a.
verið fólgin í námi á framhaldsskóla-
stigi, líkamsrækt, andlegri uppbygg-
ingu og verklegri þjálfun, auk þess
sem boðið hefur verið upp á fræðslu-
erindi af ýmsum toga. Í ávarpi sem
Erla flutti á útskriftinni ræddi hún
um mikilvægi þess að iðka stöðuga
endurskoðun á starfseminni svo bæta
megi hana og þróa.
„Á þessum fyrstu skrefum okkar í
StarfA hafa oft verið hugleiðingar
uppi um hvort við værum á réttri
leið og hef ég sjálf stundum efast um
réttmæti þess að vera með bóklegt
nám á framhaldsskólastigi, þar sem
margir þeirra sem að til okkar hafa
komið eiga sögu um erfiðleika í námi
frá fyrri tíð. Undanfarna daga hef ég
hins vegar sannfærst um mikilvægi
þess að gefa þessu sama fólki tæki-
færi til að takast á við nám við nýjar
og breyttar aðstæður, að þau upplifi
að þau geti lært. Það er ógleyman-
leg lífsreynsla að sjá hve margir hafa
fengið áhuga á að mennta sig áfram.
Það er stærsti sigurinn að mínu mati
því mennt er máttur,“ sagði Erla, en
verulegur hluti þeirra sem útskrifuð-
ust vikuna fyrir jól hafa hug á áfram-
haldandi námi. Tveir nemendur
fengu sérstaka viðurkenningu fyrir
framúrskarandi árangur í endurhæf-
ingunni. Þetta voru þau Borghildur
Jóna Árnadóttir í Fjarðabyggð og
Hrafnkell Ásmundsson, búsettur á
Fljótsdalshéraði, en bæði nýttu þau
til fullnustu alla þætti endurhæfing-
arinnar með frábærum árangri.
Á heimasíðu StarfA, www.starfa.is,
má sjá myndskeið frá útskriftinni
m.a. útskriftarræður Hrafnkels og
Árna Þorsteinssonar frá Norðfirði.
Höfundur starfar hjá
Starfsendurhæfingu Austurlands.
Bréf til blaðsins
Orkubrunnur á Austurlandi
Svipmyndir úr sögu Kárahnjúkavirkjunar
Helgi Hallgrímsson skrifar:
Bréf til blaðsins
StarfA útskrifar í fyrsta skipti
Jón Knútur Ásmundsson skrifar:
,,Ekki fer mikið fyrir þætti náttúruverndar
í þessu upplýsingariti Landsvirkjunar.“
,,Það er ógleymanleg lífsreynsla að sjá hve
margir hafa fengið áhuga á að mennta sig
áfram.“