Austurglugginn


Austurglugginn - 24.06.2016, Blaðsíða 3

Austurglugginn - 24.06.2016, Blaðsíða 3
Fréttir frá Fjarðaáli Umsjón: Hilmar Sigurbjörnsson ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls. Jón Óli Benediktsson sá til þess að sjálfboðaliðar gátu hreinsað til í kringum Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum. Tvö Action-verkefni voru unnin fyrir Golfklúbb Fjarðabyggðar á Reyðar- firði. Í fyrra verkefninu 7. maí lögðu sjálfboðaliðar hönd á plóg við að klæða klúbbhúsið. Sunnudaginn 6. júní tóku sjálfboðaliðar til hendinni fyrir Akstursíþróttaklúbb- inn Start á Egilsstöðum og gerðu aðstöðuna klára fyrir sumarið. Það var glatt á hjalla hjá sjálfboðaliðunum á Vilhjálmsvelli 21. maí. Í síðara verkefninu fyrir Golfklúbb Fjarðabyggðar 28. maí, komu sjálfboða- liðar fyrir hálfsjálfvirkum vökvunarbúnaði á fjórum flötum. Sjálfboðaliðar lagfærðu húsnæði Björgunarsveitarinnar Geisla á Fáskrúðs- firði í Action-verkefni 9. mars. Á sjómannadaginn tók Geisli svo á móti nýja björgunarbátnum Hafdísi frá Bátasmiðjunni Rafnari í Kópavogi. Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls standa fyrir 20 svokölluðum Action-verkefnum á Austurlandi árið 2016. Verkefnin eru afar fjölbreytt og spanna bú- setusvæði starfsmanna. Í Action-verkefni leggja starfsmenn Alcoa og aðrir sjálfboðaliðar góðu málefni lið í fjóra klukkutíma. Fyrir vikið styrkir Samfélagssjóður Alcoa viðkomandi samtök um 3.000 Bandaríkjadali eða 370.000 krónur. Samtals nálgast styrkirnir því 7,5 milljónir króna. Því til viðbótar greiðir Samfélagssjóður Alcoa tíu samfélagsstyrki upp á samtals 3,1 milljón króna vegna Alcoans in Motion heilsueflingarverkefna starfsmanna árið 2016. Metfjöldi samfélagsverkefna starfsmanna árið 2016

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.