Austurglugginn - 24.06.2016, Side 8
8 Föstudagur 24. júní AUSTUR · GLUGGINN
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir opn-
aði ljósmyndasýninguna Bændur
á Jökuldal síðastliðinn mánudag á
gistihúsinu og veitingastaðnum Á
hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöð-
um á Jökuldal.
Ragnhildur, sem fædd er og upp-
alin á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal,
segist alltaf hafa haft mikinn áhuga
á ljósmyndun og ekki síst heimilda-
ljósmyndun.
„Áhuginn á ljósmyndun kviknaði
við tíu ára aldurinn þegar ég eignað-
ist fyrstu myndavélina og sá áhugi
hefur fylgt mér æ síðan.
Mig hafði dreymt um það í nokkur
ár að taka myndir af öllum Jökuldæl-
ingum og gera úr því einhvers konar
sýningu. Þegar kom að því að ég
fengi þriggja mánaða sumarleyfi sem
blaðamenn fá á fimm ára fresti þá
fór ég að velta fyrir mér hvað ég ætti
að gera. Þá datt mér þetta verkefni í
hug og ákvað að prófa að sækja um
styrki til að framkvæma það.
Á stuttum tíma fékk ég styrki frá
Alcoa Fjarðaáli, Fljótsdalshéraði og
Blaðamannafélagi Íslands og þá var
ekki aftur snúið. Ég varð bara að
henda mér í verkefnið. Ég byrjaði því
að hafa samband við bændur og fara
í heimsókn. Tók einn bæ af öðrum
síðasta ár. Byrjaði á sauðburði, hitti þá
svo flesta síðasta sumar við heyskap
og ýmis störf. Svo fór ég í réttir og
að lokum kom ég einu sinni í vetur.
Ég náði þó því miður ekki að mynda
alveg alla en langflesta. Einnig hef ég
fengið styrki frá Brúnás Innréttingum
og Rarik og fyrir alla þessa styrki er
ég mjög þakklát,“ segir Ragnhildur.
„Er þetta ekki að
verða gott?“
Ragnhildur er með skírteini í Pro-
fessional Photography (atvinnuljós-
myndun) frá Western Academy of
Photography í Canada og BA-gráðu
í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á
Akureyri. Síðustu sjö ár hefur hún
starfað sem blaðamaður á tímaritinu
Vikunni. Hún hefur áður átt myndir
á ljósmyndasýningunum Útlendingar
í Eyjafirði og 20 í samvinnu við nem-
endur í Háskólanum á Akureyri.
Hvað fannst bændum um uppá-
tækið? „Þeir tóku mér afar vel og ég
er þeim virkilega þakklát. Án þeirra
hefði þessi sýning ekki orðið til. Þetta
sumar sem ég dvaldi hér fyrir austan
og heimsótti bændur er eitt það besta
sem ég hef upplifað. Ég bý á höfuð-
borgarsvæðinu og líkar það vel en
mikið finnst mér gott að komast í
sveitina. Það er allt önnur orka þar
og allt aðrir hlutir sem sveitafólkið er
að hugsa um. Allir eru svo afslapp-
aðir. Ég átti frábærar stundir með
mínu gömlu sveitungum og það var
mikið spjallað og hlegið. Sumir voru
kannski pínu feimnir við myndavél-
arnar fyrst en svo vandist þetta bara.
Þeir hættu að taka eftir mér. En oft
sögðu þeir líka: „Er þetta ekki að
verða gott?“ Mér finnst virkilega
ánægjulegt hve margir ungir bændur
eru á Jökuldal, börnin sem voru að
fæðast þegar ég bjó á Dalnum eru
nú orðnir bændur. Það hefur verið
svo gaman að endurnýja kynnin við
allt þetta frábæra fólk.“
Gaman að sjá þetta verða
að veruleika
Ragnhildur setti sýninguna upp á
gistihúsinu og veitingastaðnum Á
hreindýraslóðum.
„Þegar Ólavía og Alli Á hreindýra-
slóðum fréttu af þessu brölti mínu
þá buðu þau mér að opna sýninguna
í setustofunni í nýja hótelendanum
hjá þeim. Það fannst mér virkilega
fallegt af þeim og er þeim þakklát.
Þetta er gamli skólinn minn, í Skjöld-
ólfsstaðaskóla var ég í heimavist frá
7-12 ára aldurs og tengist því staðn-
um órjúfanlegum böndum.
Mig langar að þakka öllum Jökuldæl-
ingunum kærlega fyrir að hafa tekið
þátt í þessu ævintýri með mér. Það
er virkilega gaman að sjá þetta hafa
orðið að veruleika og myndirnar til-
búnar á veggjunum.
Héraðsprent sá um að prenta fyr-
ir mig og alla hönnun í kringum
plaköt og sýningarskrá og ég er virki-
lega ánægð með samstarfið við þau.
Einnig langar mig að þakka öllum
þeim sem hjálpuðu mér við að láta
þetta verða að veruleika – þvílíkt
eðalfólk sem ég hef allt í kringum
mig,“ segir Ragnhildur.
Sýningin stendur í allt sumar og
er opin daglega milli klukkan 8:00
og 22:00.
KBS
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir hefur myndað bændur á Jökuldal.
Sigrún og Kjartan í Teigaseli.
Ólavía í Klausturseli. Lilja, Guðný Halla Sóllilja og Hallur í Sæ-
nautaseli með heimalningana.
Gréta á Hákonarstöðum.
Aðalsteinn á Vaðbrekku.
Ljósmyndasýningin Bændur á Jökuldal
Allt önnur orka í sveitinni