Austurglugginn


Austurglugginn - 09.10.2009, Page 4

Austurglugginn - 09.10.2009, Page 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 9. október ORKUÖFLUN Á KREPPUTÍMUM Ég gerði dálitla tilraun á sjálfri mér á dögunum. Það var í þann mund sem byrjað var á ný að tala um stjórnarkreppu í kjölfar afsagnar Ögmundar og stjórnarandstaða gömlu flokkanna galaði eins og hani á haug um getuleysi og óstjórn ríkisstjórnarinnar. Sömu ríkisstjórnar og stendur nú upp að öxlum í eðjunni sem fyrri stjórnhættir gátu af sér og getur sig trauðla hrært, en reynir þó af ýtrustu (en hugsanlega þverrandi) kröftum að koma böndum á ástandið. En þetta var sem sagt dálítil tilraun og gerð í tilefni af því að ég var að missa glóruna vegna utan að komandi áreitis á skilningarvit mín. Ég slökkti á útvarpinu. Lokaði tölvuskrípinu. Kveikti alls ekki á sjónvarpi. Hlustaði á tikkið í klukkunni sem færir mig inn í veturinn á furðumiklum hraða. Ég lokaði meira að segja augunum. Hugleiddi þau merku sannindi að við getum sjálf stjórnað áreiti hvunndagsins að miklu leyti. Greip mig í að vera aftur farin að hugsa um landsmálin. Kreppan virðist vera búin að hreiðra um sig í heilavef mínum. Afréð að fara út að ganga, minnug þess sem Hörður Torfason sagði eitt sinn við mig þegar ég hitti hann á Laugaveginum hér í gamla daga; að ekkert væri eins heilsusamlegt fyrir sálina og að ganga úti við. Þannig mætti fá þyngstu sorgir og flóknasta hugarvíl til að hjaðna, í það minnsta um stundarsakir. Dumbrauð og gulleit laufblöð skriðu eftir götum í norðaustanvindinum og fyrstu snjókorn vetrarins kitluðu mig í nefið. Hugur minn kyrrðist og orkan endurnýjaðist. Ég held, góðir landsmenn, að til að þrauka veturinn af verðum við meðvitað að skýla sjálfum okkur fyrir argaþrasinu. Þó minna sé í buddunni og kannski næstum ekki neitt, skulum við reyna að nema fegurð hins smáa, andvar- ann, ilminn, liti og form. Hlusta eftir glöðum hlátri, mjúkum klið. Muna eftir vinum og fólkinu sem okkur þykir vænt um. Hlú að kærleik og ástúð hvar sem því verður við komið. Ég þekki öndvegiskonu og við komumst nýlega að sameiginlegri niðurstöðu um að þegar við yrðum gamlar konur myndum við frekar orna okkur við minningar um vináttu sem var rækt, en þvottinn sem við brutum saman um dagana og tímann sem fór í gagnslitlar og slítandi áhyggjur. Og við stjórnmálamenn vil ég segja þetta: Takið til alvarlegrar skoðunar að nú er ekki tíminn til að vera í skotgrafahernaði; ,,þú ert aumingi en ég er frábær og veit allt/skil allt“-heilkenninu. Nú ríður á að standa saman, hefja sig yfir gamlar væringar og gefa þeirri þjóð, sem þið lofuðuð að starfa fyrir af heilindum, von um að úr rætist og vissu um að þið vinnið saman sem einn maður af ýtrustu ábyrgð, yfirvegun og myndugleik. Að þessu sögðu er ég farin út að ganga. Steinunn Ásmundsdóttir. Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Steinunn Ásmundsdóttir frett@austurglugginn.is Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Erla Sigrún Einarsdóttir Fréttasími: 477 1750 frett@austurglugginn.is • www.austurglugginn.is Auglýsinga- og áskriftasími: 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Íþróttasvið: Gunnar Gunnarsson, s. 848-1981 - zunderman@manutd.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 854 9482 - kompan@vortex.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot og prentun: Héraðsprent. Átt þú frásögn og mynd af viðburði í þínu sveitarfélagi sem þú vilt deila með lesendum? frett@austurglugginn.is Popp & kók frumsýnt Hornfirska skemmtifélagið frum- sýnir Popp & kók í kvöld á Hótel Höfn. Þetta er tónlistarsýning þar sem hornfirskir listamenn flytja mörg af þekktustu lögum kvikmyndasög- unnar en meðal annars munu lögin What a feeling, Footloose, Eye of a tiger og Ghostbusters hljóma á sýn- ingunni. Aðstandendur sýningarinnar eru hátt á þriðja tuginn; söngvarar og hljóðfæraleikarar, ljósameistari, hljóð- maður, búningahönnuðir, hárgreiðslu- og förðunarfólk. Tónlistarstjóri er Heiðar Sigurðsson og leikstjóri Þórhildur Magnúsdóttir. Þetta er áttunda verkefni Hornfirska skemmtifélagsins sem sett er upp á Hótel Höfn. Áður hafa hornfirskir skemmtikraftar sett á svið sýningar sem m.a. nefndust Bítl, Eitís, Rokk í 50 ár, American Graffiti, Diskó, Með allt á hreinu og Slappaðu af. Fjarðabyggð sigraði Lið Fjarðabyggðar sigraði Hvergerðinga í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari, sl. föstudags- kvöld, með 73 stigum gegn 49. Liðið er skipað Jóni Svani Jóhannssyni, Kjartani Braga Valgeirssyni og Pjetri St. Arasyni. Ný vefsíða MMF Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hefur opnað nýja og aðgengilega heimasíðu: www.mmf.egilsstadir.is. Á síðunni er að finna ýmsan fróð- leik um miðstöðina, hvað er á döfinni og fleira fróðlegt auk tengla á aðrar list- og hönnunartengdar vefsíður. ME fagnar 30 ára afmæli Menntaskólinn á Egilsstöðum fagnar 30 ára afmæli sínu miðvikudaginn 14. október. Dagurinn verður framvegis formlegur sparifatadagur nemenda og kennara skólans. Skólinn og kennslu- stundir verða opin gestum frá kl. 9-12 á miðvikudaginn, en formleg móttaka hefst svo kl. 17 og stendur til 20. Þá verða nemendur og kennarar í leik og starfi, ýmsar sýningar og upplestur og kynningar á nemendaverkum. Skólameistari flytur ávarp kl. 18 og sérlegur heiðursgestur er Vilhjálmur Einarsson, f.v. skólameistari. Fundur með foreldrum nýnema hefst kl. 19 og aðalfundur Foreldrafélags ME kl. 19:30. Allir eru velkomnir. Andvarp endurvakið Útvarpsstöðin Útvarp Andvarp, sem er staðbundin útvarpsstöð nemenda í Menntaskólanum á Egilsstöðum, var endurvakin nú á miðvikudag. Sendirinn og stúdíóið eru stað- sett í vegaHúsinu/Sláturhúsinu og mun útsendingin til að byrja með nást í nágrenni Egilsstaða. Dagskrá er send út á miðvikudögum frá kl. 18-24. Halldór B. Warén segir að í framtíðinni muni almenn- ingi bjóðast að nýta tækjabúnaðinn til dagskrágerðar og útsendinga. Greitt til reiðskemmu Bæjarráð Fjarðabyggðar mun greiða 10 milljóna króna framlag til reið- skemmu á Norðfirði í samræmi við samning frá árinu 2007. Einnig mun sveitarfélagið aðstoða við að afla 10 milljóna króna til viðbótar samkvæmt nánara samkomulagi við Hestamannafélagið Blæ. Samkvæmt samningi milli Blæs og landbúnaðar- ráðuneytisins þarf að hefja byggingu reiðskemmunar innan skamms. Hálf milljón safnaðist Um fimm hundruð þúsund krónur söfnuðust í Minningarsjóð um Guðlaug Magna Óðinsson á tón- leikum og dansleik sem fram fóru í Skrúð sl. laugardag. Guðlaugur Magni lést í bílslysi í maí, sautján ára gamall. Nota á sjóðinn til að fjár- magna forvarnastarf sem beint verður að ungu fólki í umferðinni. Gönguferðir kynntar Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og ÍT ferðir verða með kynningu á göngu- ferðum ársins 2010 í Hlymsdölum, Miðvangi 6, Egilsstöðum mánu- daginn 12. október kl. 20. Óskar Ingólfsson og Skúli Júlíusson kynna Hjálpleysuhringinn og fleiri garpa- ferðir. Sæmundur Þór Sigurðsson kynnir Perúferð um páska. Hjördís Hilmarsdóttir kynnir ferðaáætlun Ferðafélags Fljótsdalshéraðs fyrir 2010, einnig kynnir hún nokkrar spennandi gönguferðir erlendis sem hún hefur sett upp og stýrt fyrir ÍT ferðir. Lögregla hætti rannsókn Sýslumannsembættið á Eskifirði hefur vísað frá máli yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Þetta er í annað skiptið sem rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði vísar máli læknisins frá á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Ríkisendurskoðun tók málið upp og kærði til Ríkissaksóknara, sem sendi málið aftur heim í hérað til rannsóknar. Ríkisendurskoðun mun væntanlega í kjölfarið taka afstöðu til hvort kyrrt verður látið liggja eða óskað eftir endurupptöku. Yfirlæknirinn var sendur í tíma- bundið leyfi frá störfum í febrúar sl. í kjölfar þess að Heilbrigðisstofnun Austurlands fól lögreglu að rannsaka hvort læknirinn hefði misfarið með fjármuni HSA. Unnið í Oddsskarði Nú er orðið vetrarlegt um að litast og nokkur snjór kominn í Oddsskarð. Í Skíðamiðstöðinni er unnið að því að gera skíðasvæðið klárt fyrir veturinn og stefnt á að opna um leið og nægur snjór kemur í brekkurnar.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.