Austurglugginn


Austurglugginn - 09.10.2009, Side 6

Austurglugginn - 09.10.2009, Side 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 9. október Jónsi fréttaritari Annað upplag af Fréttablaðinu Fluga á vegg er farið í dreif ingu. Lenu lirfu er saknað og það hangir dularfullur belgur í einu horni á skrifstofu blaðsins. Um leið og annað upplag af Fréttablaðinu Fluga á vegg hafði verið borið út, fögn- uðu allir í almenningsgarðinum þessum góðu fréttum af opnun sultuverksmiðjunnar. Kata könguló dansaði um vefinn sinn og öll skor- dýrin í trénu kættust og sungu. Jafnvel þótt það virtist skrýtið, tókst Möttu að draga fram bros. „Það elska okkur allir,“ hrópaði Maggi marg- fætla. „Við höfum skapað frábærasta fréttablað í heimi.“ „Hvenær eigum við að byrja á næsta tölublaði?“ spurði Konni maríubjalla óþreyjufullur og vildi fá alla strax til vinnu. „Slappaðu af Konni,“ sönglaði Kata og dró fram garnið sitt og prjónana. „Við þurfum öll að slaka aðeins á og skemmta okkur svolítið.“ „Amma hefur rétt fyrir sér. Þar fyrir utan held ég að sárin á Magga þurfi smá tíma til að gróa,“ sagði Jónsi og kinkaði kolli til margfætlunnar sem var þakin plástrum. „Verið rólegir, maurar,“ skipaði Rikki og allir dottuðu í beinni línu. Reyndar færðist þögn yfir allan hópinn. „Ég er með kenningu um belginn í horninu á skrifstofunni okkar,“ sagði Konni til að rjúfa þögnina. „Ég held að Lena hafi ákveðið, áður en hún fór, að við þyrftum öll á líkamsrækt að halda,“sagði hann um leið og hann rótaði í skrif- stofudóti Magga. „Að hverju ertu að leita?“ Maggi reyndi að hjálpa Konna. „Farðu varlega, það eru oddhvöss áhöld í þessari skúffu!“ „Jaaá, ekki viljum við að einhver meiði sig,“ sagði Matta kaldhæðnislega. „Ég fann fleiri plástra,“ hrópaði Kata til Magga og Konna. „Ég var að von- ast til að geta geymt þá fyrir þriðju útgáfu blaðsins.“ „Hér er það,“ til- kynnti Konni, um leið og hann dró fram breiða límbands- rúllu úr skúffunni. Hann vafði límbandinu fremst um fram- fæturna á sér og labbaði yfir í horn skrifstofunnar. „Konni, þú mátt alls ekki slá niður þennan dul- arfulla belg,“ bað Kata. „Jæja, en þetta er greinilega æfingapoki fyrir hnefaleika,“ svaraði Konni, ósáttur við nöldrið í Kötu. „Svo mér finnst rétt að ein- hver okkar prófi hann.“ Um leið og Konni sveiflaði hand- leggnum aftur fyrir sig, tilbúinn í fyrsta höggið, greip Maggi í hann. „Ég veit ekki hvað þessi brjálæðislegi hlutur er.... en það virðist alla vega ekki rétt að kýla hann niður.“ Nú kom Matta til skjalanna „Ja, ég veit ekki hvað þú ert brjálaður, Maggi, en ég myndi vilja gera æfingapoka úr þér.“ „Bíðið nú við, pöddur.“ Rikki skarst í leik- inn hjá skordýrunum þremur einmitt þegar fór að hitna í kolunum. „Farið nú ekki að slást núna einmitt þegar gengur svona vel í fréttateyminu hjá okkur. „Ég er sammála Rikka,“ kallaði Kata úr vefnum sínum. „Við skordýrin þurfum að standa saman.“ „Hvað?“ sagði Konni ruglaður. „En Kata þú ert ekki sko... En áður en hann gat lokið setningunni vafði Maggi margfætla öllum sínum örmum um munninn á honum. „Er ég ekki hvað?“ spurði Kata og tók ekkert eftir að Maggi hvíslaði einhverju að Konna. „Ég ætlaði að segja að þú ert ah... uhm... þú ert svo fallegt skordýr Kata og ég kann svo vel að meta ráðin þín,“ sagði Konni hikandi. „Hæ Jónsi.“ Maggi flýtti sér að skipta um umræðuefni. „Hvaða frétt eigum við að hafa í næsta blaði?“ „Ó minn eini,“ sagði Kata og tók varlega upp blaðsnifsi af Borgarblaði sem lá á vefnum hennar. „Þetta fauk úr stóra papp- írsstaflanum þarna. Ég er ekki viss, en þessi fyr- irsögn hljómar eins og eitthvað sem við viljum kannski rannsaka betur!“ „Leyfðu mér að sjá þetta.“ Matta teygði sig yfir brúnina á vefnum og hrifsaði blaðsnifsið úr höndum Kötu. „...MEINDÝRAEYÐI TIL ÞESS AÐ HREINSA BORGINA,“ las hún upp- hátt fyrir hópinn - græn húð hennar hvítnaði. Kata hélt það myndi líða yfir hana og flýti sér að spinna vef umhverfis hana til þess að draga úr fallinu. „Kemur ekki til greina,“ sagði Maggi marg- fætla. „Við setjum ekki svona frétt í fréttablaðið okkar. Viltu að allur garðurinn verði skelfingu lostinn?“ „Maggi gæti haft rétt fyrir sér,“ samsinnti Jónsi. „Hvaða rétt höfum við til að flytja svona hræðilegar fréttir? Allir eru svo ánægðir með sultuverksmiðjuna að það hefur gert okkur að hetjum! Hver segir að við þurfum að gera grein fyrir svona slæmum fréttum?“ „Jæja, söfnumst nú saman og reynum að finna út hvað við eigum að gera,“ lagði Konni til. Fréttateymið í basli (5. kafli af 8) Höfundur texta: Cathy Sewell. · Myndir: Blaise Sewell. · Endurprentað í samvinnu við The World Association of Newspapers and News Publishing og með leyfi The Curriculum Closet Productions Inc. Allur réttur áskilinn. · Styrktaraðili: The Curriculum Closet (www.curriculum close.com) · Þýðingu annaðist Háskólinn á Akureyri. Maggi margfætla Lena lirfa Matta beiða Kata kónguló Jó i fl gans u Konni maríubjalla Rikki maur

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.