Austurglugginn - 09.10.2009, Page 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 9. október
Dreymdi um England
Birna er nú að hefja þriggja ára langt BA nám í
klassískri leiklist. Árið kostar 2,3 milljónir króna og
hún hefur verið að reyna að aura saman styrkjum
til að fjármagna námið og á langt í land enn.
,,Það hefur bara alltaf verið draumurinn að fara til
Englands. Ég horfði á skóla í London og Bristol
og á hverju einasta ári var ég komin með ljósrit
af umsóknum sem ég potaði í. Þegar loks kom að
því að sækja um var komin kreppa og þá var skól-
inn í Bristol hættur að taka við nemendum utan
Evrópusambandsins. En það eru skólar í London
sem taka nemendur hvaðanæva að og halda inn-
tökupróf um allan heim. Eftir að skoða þá valdi
ég að fara í inntökupróf í Rose Bruford, en hann
var stofnaður 1950. Hann er meðal þriggja bestu
leiklistarskóla Bretlandseyja og kennir allt sem
snýr að leikhúsinu.“
Birna þurfti að flytja leiklestur úr klassísku leikriti
og nútímaverki í inntökuprófinu og átti að velja
andstæður. Hún valdi sér texta úr gamanleiknum
The Merry Wifes of Windsor eftir Shakespeare
og svo hádramatískt verk Söru Kane, 4.48 Psicosis.
Birna segir inntökuprófið hafa gengið vel og þrátt
fyrir að vera stressuð fyrirfram hafi allt slíkt strok-
ist af henni þegar prófið hófst. Rose Bruford tekur
þúsundir í inntökupróf árlega um allan heim en
sem dæmi um hversu erfitt er að komast í skól-
ann er að aðeins þrjátíu eru teknir inn á klassísku
brautina í ár. Um og yfir 200 Íslendingar fara að
jafnaði í inntökupróf skólans á ári, en hún var eini
umsækjandinn héðan sem komst inn á klassíska
leiklistarbraut.
Leikhús er pólitík
Birnu langaði ekki að læra leiklist á Íslandi þó hún
beri mikla virðingu
fyrir leiklistardeild
L i s t a h á s k ó l a
Íslands. ,,Ég hef
mikla þörf fyrir að
vera alltaf að skipta
um umhverfi og
fannst því meira
heillandi að fara
út fyrir landstein-
ana til náms. Að
vera útlendingur í skóla af þessu tagi gerir að
verkum að maður verður alltaf lélegastur og þarf
að leggja talsvert harðar að sér en innfæddir til
að ná sama árangri. Samkeppnin er gríðarleg og
maður þarf að ströggla mun meira til að halda
velli og fá hlutverk.“
En hvað er leikhús fyrir Birnu? ,,Leikhús er ynd-
islegur staður; staðurinn þar sem allt blandast
saman. Til dæmis er leikhúsið fjölmiðill, pólitík,
list og allt það í menningu okkar sem skiptir máli.
Í leikhúsi getur fólk komið saman og grátið og
hlegið, fræðst og þar má gera allt. Þar er hægt að
koma á framfæri skoðunum á hlutunum án rit-
skoðunar og leikhús er fullkominn vettvangur
til að hafa áhrif á tiltekin öfl í samfélaginu. Það
getur breytt hugsunum fólks, því allskyns fólk
kemur í leikhús og fær nýtt sjónarhorn blákalt
og beint í andlitið.“
Birna segist mjög áhugasöm um að tengja pólitík
inn í leikhúsið. ,,Pólitík og peningar eru það sem
stjórna öllu í heiminum núna. Yngri leikritaskáldin
eru að vinna æðislegt starf hvað þetta varðar. Þau
eru miklu djarfari en verið hefur. Listin er frjáls.
Þar af leiðandi má segja sína skoðun og tjá hana
að vild. Leikhúsið er uppáhalds staðurinn minn
í heiminum!“
Tvíbent
Birna segir sínar sterku hliðar í leiklistinni tvær.
Bæði sé hún forfallinn söngleikjaáhugamaður
og dái slíkar sýningar,
með litum sínum,
ljósum, söng og dansi.
Á hinn bóginn elski
hún mikla alvöru og
dramatík og verk sem
eru af pólitískum toga
eða skrifuð í kringum
sannsögulega atburði.
,,Þetta togast á í mér.
Ég er mikil tilfinn-
ingavera og hrærist
auðveldlega.“
Um íslenska leikhúsið segir Birna að þegar Söru
Kane-mánuðurinn var í fyrra, og verk Kane,
Rústað, var sýnt og fleiri verk hennar leiklesin,
hafi opnast nýjar dyr í íslensku leikhúsi. ,,Hingað
til hefur mér fundist svolítið það sama í gangi,
þó svo auðvitað sé leikrit alltaf nýtt í hverri upp-
færslu. Þarna gerðist eitthvað markvert og nú sýn-
ast mér vera að koma mjög margir nýir og flottir
leikarar inn og leikstjórinn í Borgarleikhúsinu,
Magnús Geir Þórðarson, er stórkostlegur. Hann
er kominn til að vera og er líklega það sem er
mest spennandi í íslensku leikhúslífi. Hann tók
Leikfélag Akureyrar og hafði á því endaskipti og
allt í einu er Akureyri orðin leikhúsbær og allt
þar iðandi af menningu, bara út af honum. Hann
breytti öllu og það er frábært að hann er kominn
í Borgarleikhúsið. Þeir leikarar sem hann er með
núna eru framúrskarandi.
Psicosis og Grease
,,Mig langar að leika eitthvað eftir Söru Kane.
4.48 Psicosis eftir hana er draumahlutverkið mitt.
Sandy í Grease væri líka ofboðslega skemmtilegt
hlutverk,“ segir þessi hugumstóra unga kona,
sem horfir til þess í framtíðinni að taka meist-
aragráðu í leiklist og læra leikstjórn. ,,Þetta á
eftir að leiða mig til margra staða og ég ætla að
láta lífið bera mig um; það gæti verið í London,
í Borgarleikhúsinu eða með íslensku mennta-
skólaleikfélagi. Allt verður það gott.“
,,Til dæmis er leikhúsið fjölmiðill, pólitík, list
og allt það í menningu okkar sem skiptir máli.“
Birna í söngleikjaham. Mynd/BP
Breskur rithöfundur hefur gefið
út bók um vinsæl tískufyrirbæri
sem ekki hafa staðist tímans tönn
og kemur fáum á óvart að syngj-
andi plastfiskur á vegg sé efstur á
listanum.
Hann var kallaður Big Mouth Billy
Bass, fiskurinn sívinsæli sem söng lög
á borð við Don‘t Worry, Be Happy
og Take Me To The River, og hékk
á þúsundum veggja árið 2000.
Hann toppar lista Rhodri
Marsden sem hefur gefið
út bókina The Next Big
Thing, eða Næsta tísku-
fyrirbæri.
Í öðru sæti lentu hinir
sívinsælu glansgallar en
Íslendingum kemur kannski
á óvart að Sódastream-tækið lendir
í þriðja sæti listans. Meðal annarra
hluta sem lentu á listanum má nefna
plaköt með karlmannlegum ungum
manni með smábarn í fanginu og
handprjónaðar uglur.
„Í gegnum mannkynssöguna, allt
frá fornum menningarsamfélögum,
höfum við sýnt hjarðhegðun og
allir hafa samþykkt að eitthvað sé
góð hugmynd á sama tíma
og við höfum á
e i n h v e r n
hátt náð að
bæla niður
þær efa-
semdir um
að kannski
sé þetta
ekki svo sniðugt eftir allt saman.
Ég reyndi að safna sumum þeirra
furðulegu hluta í eina bók sem gefur
yfirsýn yfir þær stundum stórfurðu-
legu dellur allra tíma sem fær mann
stundum til hugsa ...af hverju?,.“
segir Marsden.
Hann segir bókina sýna nokkur
tískufyrirbæri
sem hann
telur að muni
ekki eldast vel
og nefnir þar
á meðal raun-
veruleikaþætti
í sjónvarpi og
Twitter.
Hér er Topp 10 listinn yfir
tískufyrirbæri sem eldast illa:
1. Syngjandi fiskurinn á
veggnum, öðru nafni Big
Mouth Billy Bass
2. Glansgallar
3. SodaStream
4. Hraðsuðumáltíðir í poka
5. Maður og barn plakat
6. Prjónaðar klósettrúlluhlífar
7. Tupperware-boð
8. Prjónaðar uglur
9. Pogo prik
10. Tölvugæludýrin,
öðru nafni Tamagotchis
pressan.is, 29.09.2009
Syngjandi fiskur á veggnum, handprjónaðar uglur og tupperware-boð
Topp 10 tískufyrirbæri sem eldast illa