Austurglugginn - 09.10.2009, Blaðsíða 10
10 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 9. október
Þjónustuauglýsingar
INNANSTOKKS
VEITINGAHÚS
GÆLUDÝR
Sjoppa og veitingar
Heimilsmatur í hádeginu
Opið
mán. - fim. 8-22 · föst. 8-23
lau. 9-23 · sun. 10-22
Strandgata 13 · Eskifiirði
sími 476 1383
B R Ú N Á S
innré t t ingar
Miðási 9 • Egilsstaðir
Sími: 470-160
Vallargerði 9 · Reyðarfyrði
Sími 892 0336 · www.bakkagerdi.net
Hjá Marlín
Kaffihús og gisting
Tjarnarás 8 / 700 Egilsstaðir
kristjanajons@simnet.is · 8952414
Opið frá kl. 9-13 virka dag
FLUTNINGAR
BIFREIÐAÞJÓNUSTA
Miðás 7 · sími 471 3002
Opið virka daga 10:00 - 18:00
Laugardaga 13:00 - 17:00
MARKAÐUR
Dynskógar 4, Egilsstöðum
sími 471 1331
Opið virka daga 9:00 - 17:00
Dynskógum 4 jarðhæð · Egilsstöðum
S. 471 3117
Opið virka daga 9:00 - 17:00
Tjarnarbraut 21, · Egilsstöðum
Sími 471 2919 ·
Opið mán.- þri.- fim. og fös. frá 9-17,
miðv. 9-20.
Opið virka daga 9:00 - 17:00
HÁR & SNYRTING
Toyota Austurlandi
Bílaverkstæði Austurlands
Bílaverkstæði/bílasala
Opið mán.-fim. Kl. 8-18 - Fös kl. 8-17
Sími 470 5070
Réttingar og sprautun
Framrúðuskipti
Bílaleiga.
Opið virka daga kl. 8-18
Fótbolti
Jóhann Ragnar í
liði ársins í 1. deild
4. október var lið ársins í 1. deild karla valið af þjálfurum
og fyrirliðum liðanna. Einn leikmanna Fjarðabyggðar,
Jóhann Ragnar Benediktsson, var valinn í liðið. Fleiri
Fjarðabyggðarmenn fengu atkvæði í kosningunni; Srdjan
Rajkovic markvörður og varnarmennirnir Andri Hjörvar
Albertsson, Haukur Ingvar Sigurbergsson, Guðmundur
Andri Bjarnason og Daníel Freyr Guðmundsson. Einnig
fékk Fannar Árnason atkvæði sem og þjálfarar liðsins, þeir
Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson.
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og
Alcoa-Fjarðaál gerðu í sumar sem leið samkomulag
um að setja á fót að nýju afrekssjóðinn Sprett.
UÍA auglýsir nú úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2009.
Styrkir eru veittir í eftirtöldum flokkum:
A) Afreksstyrkir
Þessa styrki skal veita íþróttafólki 18 ára og yngri,
minnst einum karli og einni konu, sem sérstaklega
hafa skarað fram úr í sinni grein. Afreksstyrkir skulu
ekki bundnir við tiltekið verkefni en sá sem hlýtur
afreksstyrk skal gefa úthlutunarnefnd skýrslu um
ráðstöfun styrksins innan árs frá því að viðkomandi
hlýtur hann. Fjárhæð hvers afreksstyrks er kr. 100.000.-
B) Iðkendastyrkir
Þessir styrkir skulu veittir íþróttafólki 18 ára og yngri,
sem búsett er á Austurlandi til að standa straum af
kostnaði við æfingaferðir út fyrir fjórðunginn, eða
öðrum kostnaði sem hlýst af því að æfa viðkomandi
íþróttagrein. Þeir skulu ganga fyrir um styrk sem eru
kallaðir til æfinga í úrvalshópum á vegum
sérsambanda ÍSÍ eða landsliðum. Einnig er heimilt að
styrkja kaup á tækjum eða búnaði til æfinga.
Hámarksfjárhæð almennra iðkendastyrkja skal vera kr.
50.000.-
C) Þjálfarastyrkir
Þessir styrkir skulu veittir þjálfurum sem starfa með
ungu íþróttafólki á Austurlandi og hyggjast afla sér
aukinnar þekkingar eða réttinda með námskeiðum eða
annars konar fræðslu. Skilyrði er að viðkomandi
þjálfari sé starfandi á Austurlandi. Einnig er heimilt að
styrkja aðra starfsmenn íþróttafélaga eða sjálfboðaliða
til að afla sér þekkingar sem nýtist við skipulag
þjálfunar barna og unglinga. Hámarksfjárhæð
þjálfarastyrkja er kr. 100.000.-
D) Félagastyrkir
Félagastyrkir skulu veittir íþróttafélögum á Austurlandi
sem hyggjast auka tækifæri barna og unglinga á
svæðinu til að stunda íþróttir. Verkefni skulu vera á
ábyrgð tiltekins íþróttafélags og vera nýjung eða viðbót
við það starf sem fyrir er á viðkomandi svæði.
Hámarksfjárhæð félagastyrkja er kr. 100.000.-
Aðeins er unnt að sækja um styrki á svæði sjóðsins á
heimasíðu UÍA www.uia.is/sprettur. Þar má einnig finna
úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar um sjóðinn.
Umsóknarfrestur fyrir úthlutun úr sjóðnum 2009
rennur út 25. október næstkomandi og verður úthlutað
formlega úr sjóðnum þann 31. október.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu UÍA
í síma 471-1353 eða á netfanginu uia@uia.is.
Afrekssjóður
UÍA og Alcoa
SPRETTUR
Brunch alla sunnudaga -
sunnudagar eru til sælu!
Hótel Hérað, Egilsstöðum
Borðapantanir í síma 471 1500 og á
herad@icehotels.is
Samstarf menningarráðanna í Vesterålen í Norður-Noregi og
á Austurlandi hefur síðustu ár stuðlað að heimsóknum lista-
manna til beggja landa. Meðal annars hafa listamenn komið
og dvalið í gestaíbúðinni Klaustrinu á Skriðuklaustri öll
haust frá 2005 vegna sérstaks samstarfs við Gunnarsstofnun.
Síðustu vikur hafa dvalið á Skriðuklaustri söngkonan Liv
Skrudland og sellóleikarinn Karin Nielsen. Liv lærði við
Rogaland Musikkonservatorium og er alhliða söngvari en
þekkt fyrir túlkun sína á kammertónlist og ljóðatónleika.
Karin nam sellóleik bæði í Svíþjóð og Noregi og hefur
m.a. spilað með Fílharmóníusveitinni í Osló en vinnur nú
sem svæðistónlistarmaður í Tromsfylki. Báðar koma þær að
kennslu í listaskólum í Vesterålen.
Á Skriðuklaustri hafa þær Liv og Karin æft nýja efnisskrá sem
byggir á samtímatónlist og þjóðlögum frá báðum löndum.
Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Þorstein Hauksson og
Sommerfeldt í bland við þekkt kvæði eins og Sofðu unga
ástin mín, Snert hörpu mína og kvæði Olavs H. Hauge.
Sunnudaginn 11. okt. kl. 15 munu þær frumflytja hið nýja
prógramm á Skriðuklaustri. Þær munu einnig spila í kirkj-
unni á Borgarfirði eystra á mánudagskvöld og að endingu á
Gljúfrasteini í Mosfellssveit á laugardaginn. En þær munu
ekki láta þar við sitja heldur verða þær með kynningu á
kúltúrskólunum norsku fyrir Austfirðinga, í Gistihúsinu
Egilsstöðum mánudaginn 12. okt. kl. 18.00 og í Kirkju- og
menningarmiðstöðinni Eskifirði þriðjudaginn 13. okt. kl.
17.00 Ókeypis er á alla tónleikana og kynningarfundirnir
opnir öllum sem áhuga hafa á að heyra um hvernig Norðmenn
breyttu sínum tónlistaskólum í allsherjar listaskóla.
Tónfundur
Íslands og
Noregs