Austurglugginn - 09.10.2009, Síða 12
Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er eins
og í mörgum skólum á Austurlandi
komin hefð á að nota einn skóladag
til útivistar og gönguferða. Þessir
dagar hafa margþættan tilgang, svo
sem að kynnast eigin getu og tak-
mörkunum, njóta gönguferða í nátt-
úrunni og kynnast þeim sem tóm-
stundum, að ganga í hóp og fylgjast
að og hlusta á fararstjóra og fara að
fyrirmælum. Þá auka gönguferðir
við náttúrufræðiþekkingu og vakin
er athygli á náttúruperlum í nán-
asta umhverfi.
Líneik Anna Sævarsdóttir, skóla-
stjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar,
segir að þegar fyrirhugaður göngu-
dagur rann upp 23. september, hafi
runnið tvær grímur á marga því
snjór blasti við niður í miðjar fjalls-
hlíðar. Veðurútlit var þó gott og því
ákveðið að láta slag standa.
Ungviðið
gaf ekkert eftir
Yngsta stig fór ásamt elstu nem-
endum leikskólans upp með
Skjólgilsánni og þeir fljótustu fóru
aðeins lengra en upp á brún. Líneik
Anna segir leikskólakrakkana
ekki hafa gefið grunnskólanem-
endunum neitt eftir á göngunni.
Miðstigið gekk yfir á Stöðvarfjörð
frá Hvammi. Nemendur úr 5., 6. og
7. bekk á Stöðvarfirði komu með í
ferðina. Gangan gekk mjög vel, þó
gengið hafi verið í snjó smá spöl.
Við hópnum blöstu álftapör sem
syntu um Hvammsvötnin speg-
ilslétt, Steðjinn skartaði sínu feg-
ursta og Súlurnar tóku vel á móti
hópnum. Útisýni yfir utanverðan
Fáskrúðsfjörðinn var líka frá-
bært. Þegar komið var á Stöðvarfjörð
beið matur í skólanum þar og eftir
matinn var Steinasafn Petru heim-
sótt. Þar var hópnum boðið upp á
lummur og drykk.
Unglingastigið gekk á Digratind, og
óhætt er að segja að það sé fjallganga
sem tekur á, enda fjallið meira en
800 metra hátt. Fararstjórar lögðu
upp með það að hugsanlegt væri að
fara ekki alla leið á fjallið ef gangan
reyndist erfið. Skemmst er frá því að
segja að allir hópar komust á topp-
inn með glæsibrag. Það er svo sann-
arlega flott útsýni yfir bæinn af tind-
inum og margir bæjarbúar tóku fram
kíkinn og horfðu á nemendur veifa.
Líneik Anna segir þetta frábæran
árangur og þegar leið á daginn hafi
fótboltavöllurinn fyllst af börnum
sem virtust ekki vitund þreytt eftir
göngurnar.
Ekki verri
þó vökni
,,Margir nemendur kynntust því
þennan dag hvernig er að vera
blautur í fætur, en við það bjó nú
íslenska þjóðin öldum saman og
vonum við því að engum verði meint
af,“ segir Líneik Anna og þakkar
öllum sem aðstoðuð við göngudag-
inn, bæði í ferðum og við að aka
nemendum á milli staða.
Þess má geta að nýtt húsnæði
Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar verður
vígt 14. október næstkomandi.
Mynd/GF
Göngudagur nemenda á F áskrúðsfirði og Stöðvarfirði var v iðburðaríkur
Starfsstöðvar ÞNA:
Vopnafjörður - Kaupvangur ✆ 473 1569
Egilsstaðir - Vonarland ✆ 471 2838
Reyðarfjörður - Molinn ✆ 471 2848
Neskaupstaður - VA ✆ 477 1838
Hornafjörður - Nýheimar ✆ 470 8030
* tna@tna.is - ̨www.tna.is
Fjölmörg spennandi
námskeið í boði!
Kíktu á www.tna.is
og skráðu þig á
póstlistann okkar
Tóta segir
Upp, upp
mín sál!