Austurglugginn - 11.11.2021, Page 2
2 Fimmtudagur 11. nóvember AUSTUR · GLUGGINN
Sveitarfélagið Fjarðabyggð áætlar
að fjárfesta í hafnarmannvirkjum
fyrir um 1,5 milljarð króna fram til
ársins 2025, samkvæmt drögum að
fjárhagsáætlun.
„Það eru bæði aukin umsvif,
aukinn afli og að skip fara stækkandi.
Við erum með stærstu fiskihöfn
landsins sem er á Norðfirði þar
sem mestur afli kemur á land. Þá
hefur laxeldi stækkað og það er
mjög mikið líf í kringum hafnirnar
og sjávarútveginn í Fjarðabyggð og
við þurfum að svara því og reyna
þjónusta fyrirtækin eins vel og við
getum,“ segir Jón Björn Hákonarson,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Gert er ráð fyrir að 355 milljónir
verði settar í Eskifjarðarhöfn á næsta
ári, í tengslum við uppbyggingu á
svæði Eskju. Þá verði 405 milljónum
varið í endurnýjum bryggjunnar í
miðbænum þar árið 2024.
Á Norðfirði eru 405 milljónir
áætlaðar í framkvæmdir árið
2023. Þar verða bryggjan við
fiskimjölsverksmiðjuna endurbætt.
Á næsta ári verða framkvæmdir á
svæðinu í tengslum við vatnsveitu.
Sama upphæð er áætluð í
Mjóeyrarhöfn árið 2025. Jón Björn
segir þörf á að stækka höfnina en
síðan velti aðrar framkvæmdir á
mögulegri orkuframleiðslu þar.
Komist skriður á þau máli gæti þurft
að flýta vinnunni.
BÞB
„Við erum svona hóflega bjartsýn að
svo stöddu. Það hefur verið einhver
áhugi en hvort það næst að fylla í allar
stöður verður að koma í ljós,“ segir
Jóhanna Reykjalín, verkefnastjóri hjá
grunnskóla Djúpavogs.
Manna þarf einar sex stöður hjá
skólanum strax eftir áramót meðal
annars vegna leyfa og fæðingarorlofs
en af þessum sex stöðum er um fjórar
kennslustöður að ræða.
Umsóknarfrestur rennur út síðla
þessa mánaðar en Jóhanna segir
að á Djúpavogi glími menn við
sama vandamál og annars staðar á
Austurlandi: „Það er þetta klassíska
ár eftir ár. Jafnvel þó fólk hafi
áhuga á störfum við skólann þá
þarf undantekningarlítið að hjálpa
til við að finna þeim húsnæði líka.
Kannski ekki síst vegna þess að hér
er um tímabundin störf að ræða
þó reyndar séu góðir möguleikar
á framtíðarstörfum í kjölfarið. Það
er vissulega leiðigjarnt að standa
ítrekað í slíku en við gerum það sem
þarf að gera og merkilegt en satt þá
hefur okkur yfirleitt alltaf tekist að
ráða fram úr öllu slíku á endanum.“
Aðspurð um hvað gerist ef ekki
tekst að manna umræddar stöður
eins og vonir standa til segir Jóhanna
eina hugsanlega lausn að núverandi
starfsfólk bæti við sig vinnuframlagi.
„En það er ekki óskastaða neins og
vonandi kemur ekki til þess.“
AE
Alls var slátrað 26.500 lömbum
í Sláturhúsi Vopnfirðinga á
sláturvertíðinni sem er nýlokið. Það
er með því minnsta sem slátrað hefur
verið þar. Fækkunin nam rúmum 3%
eða 300 lömbum.
„Það var viðbúið,“ segir Skúli
Þórðarson, framkvæmdastjóri.
„Bændum fækkar hér eins og annars
staðar og einir þrír hafa hætt búskap
hér síðustu tvö árin. Ég átti því von
á færri lömbum til slátrunar en við
getum samt verið nokkuð sáttir
hér því það er miklu meiri fækkun
annars staðar á landinu.“
Aðspurður um hugsanlegar
ástæður óvenju mikillar fækkunar á
landsvísu segir Skúli liggja í augum
uppi að afurðaverðið skipti þar stóru
máli. „Við erum enn ekki búin að ná
því afurðaverði sem við fengum áður
en það hrundi niður um 40 prósent
2016 til 2017 og vantar töluvert
enn upp á það. Sú staðreynd plús
hversu erfitt er að fólk nýtt fólk
inn í greinina. Mér skilst að um
60 prósent sauðfjárbænda séu yfir
sextugsaldrinum. Þetta getur ekki
endað vel ef fram heldur sem horfir.“
Dilkarnir á Vopnafirði voru þó í
vænna lagi í haust samanborið við
þau síðustu.
AE
Vilja bæta
Hreimsstaðaveg
Eigendur og ábúendur
Rauðholts, Hreimsstaða og
Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá
hafa farið þess á leit við
Vegagerðina að setja veginn
milli Rauðholts og Hreimsstaða
aftur á vegaskrá. Samhliða þessu
óska þeir eftir að vegurinn
verði bættur og Selfljót brúað
í nágrenni Hreimsstaða.
Sveitarfélagið Múlaþing hefur
tekið undir erindið. Í bókun
umhverfis- og framkvæmdaráðs
er lögð áhersla á að Vegagerðin
sinni skyldum sínum og viðhaldi
þeim vegum sem lög segi fyrir
um.
Skoða muni fyrir
stríðsárasafnið
Bæjarráð Fjarðabyggðar
hefur samþykkt að ganga til
samninga um kaup á munum
sem sveitarfélaginu voru
boðnir til kaups fyrir Íslenska
stríðsárasafnið á Reyðarfirði.
Í bókun menningar- og
nýsköpunarnefndar segir að
mikilvægt sé að kaupa munina
og fara í frekari uppbyggingu
á safninu í beinu framhaldi.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra
hefur verið falið að útfæra tillögur
að fjármögnun kaupanna. Þá
telur nefndin mikilvægt að skipa
starfshóp sem móti framtíðarsýn
fyrir safnið.
Haldið til haga
Við vinnslu greinar um ferð
um bílferð yfir Fagradal
snjóaveturinn 1951 féll niður
mynd af Stefáni Guttormssyni,
sem var meðal þeirra sem voru í
ferðinni. Stefán var lengi meðal
mestu bílaútgerðarmönnum á
Austurlandi, hóf rekstur sinn í
lok seinna stríðs og hélt honum
úti í rúmlega hálfa öld.
MOLAR
Dilkarnir færri en feitari hjá Sláturfélagi
Vopnfirðinga
Hóflega bjartsýn á að finna nýja kennara
Áætla 1,5 milljarð í fjárfestingar í höfnum
Efla þarf höfnina á Eskifirði í tengslum við uppbyggingu Eskju. Mynd: GG
Djúpavogsskóli.