Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Qupperneq 6
4
um, einkum þeim eldri, einmitt nú, þar sem minni
manna er nú, frekar en áður, truflað af ýmsu, svo
sem öllum þeim blaðaflaum, sem nú veltur yfir
landið, útvarpínu og fleira, er heimsmenningunni
fylgir.
Eg hef kynnt mér talsvert útlend rit um fyndni
og kimni, og er það síður en svo, að íslendingar
standi öðrum þjóðum að baki í þessu efni, að
mínu áliti, enda ber það saman við álit útlendinga,
sem um það hafa skrifað, svo sem t.d. próf. Heusler.
Þær eru þvert á móti mergjaðri og hvassari en
flestra annara þjóða. Hinsvegar ber meira á mein-
fyndni (satire) og kaldhæðni (kynisme) en kímni
(humor) eða gamansemi, heldur en með flestum öðr-
um þjóðum. Þetta virðist frá byrjun hafa legið í
eðli íslendinga. Athugum til dæmis tilsvör Qrettis.
Sennilegt er og að þetta stafi nokkuð af því, að í
þessu kunningskaparins landi hefir svo mátt segja.
að hver hafi þekkt annan til þessa. Hörð barátta
þjóðarinnar við óblíð náttúruöfl og þrengingar
hennar fyrr á tímum, mun einnig vera orsök þessa.
Það hefir hinsvegar einkennt íslendinga, frá því
að fyrst fara sögur af, að þeir hafa allra þjóða
verst þolað, að fyndni og háðsyrðum væri beitt við
þá. Þetta er að finna í svo að segja öllum forn-
sögum vorum og til skamms tíma hefir það getað
komið heilum sveitum í uppnám, að strákhnokki
hefir kveðið kesknisvísu eða uppnefnt mann.
Nokkuð hefir þetta breyzt til batnaðar á síðari
árum, og má eflaust telja, að skopblaðið »Spegill-