Vísbending


Vísbending - 04.05.2017, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.05.2017, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Fikurit um viðskipti og efnahagsmál 4. maí 2017 16. tölublað 35. árgangur ISSN 1021-8483 Endalok stóriðjustefnu tSiguróur Jóhannesson hagfi'aðitignr r Inýlcgum stjórnarsáttmála segir meðal annars: „Ekki verður efnt til nýrra íviln- andi fjárfestingarsamninga vegna upp- byggingar mengandi stóriðju“. Óvíst er að allir átti sig á þeim tíðindum sem í þessum orðum felast. Afdráttarlaust skref er stigið í átt frá ríkisstuðningi við stóriðju, sem hefur verið kjölfestan í atvinnustefnu stjórnvalda í hálfa öld. Stórlðjustefnan hefur orðið fyrir fleiri skakkaföllum á nýliðnum árum: - íslenska ákvæðið svonefnda í lofts- lagsmálum rann út árið 2012. Ný stóriðja verður að kaupa útblástursheimildir, eins og sams konar fyrirtæki annars staðar í heim- inum. - Lágt rafmagnsverð hefur verið megin- ástæðan fyrir áhuga erlendra fjárfesta á að reka stóriðju á Islandi. Að kröfú Eftirlits- stofnunar EFTA hafa íslensk stjórnvöld lofað að láta af alls kyns stuðningi við orkufyrirtæki. Þau borga nú skatta eins og önnur fyrirtæki hér á landi (raunar eins og sameignarfélög), gjald fyrir opinberar láns- ábyrgðir hefur heldur hækkað og stjórnvöld hafa gengist undir að markaðsverð sé greitt fyrir land sem fer undir virkjanir. Skattaafsláttur Öll stóriðjuver sem hafa byggst upp á Is- landi á síðari árum hafa fengið afslátt af sköttum og opinberum gjöldum. Þá hef- ur hið opinbera kostað framkvæmdir og jafnvel lagt fram beint fé til rekstrarins. Til dæmis var fyrirhuguð aðstoð ríkis og Norð- urþings vegna kísilvers á Bakka við Húsavík talin nema tæpum 4 milljörðum króna alls, eða 2,3 milljörðum á núvirði (afvaxtað), miðað við gengi og verðlag 2014. Ríkis- aðstoðin var tæp 9% af fjárfestingunni1. Auk afsláttar frá sköttum og gjöldum felst aðstoðin í vega- og hafnargerð, sem hið op- IAfdráttarlaust skref hefur verið stigið í átt frá ríkis- stuðningi við stóriðju á Islandi. inbera kostar, vinnu á lóð fyrirtækisins og framlagi til þjálfúnar starfsfólks. Almennt banna reglur um Evrópskt efnahagssvæði slíka meðgjöf, en undanþága er veitt á „þró- unarsvæðum". Allt ísland, að höfuðborgar- svæðinu einu undanteknu, telst þróunar- svæði. Akvæðið úr stjórnarsáttmálanum, sem vitnað var í, kemur líldega í veg fyrir að málmbræðslur hljóti skattaafslán hér á landi alveg á næstunni. Öðru máli gæti gegnt um gagnaver. „íslenska ákvæðið“ Islenska ríkið féllst í fyrstu ekki á samkomu- lag ríkja heims um loftslagsmál sem gert var í Kyoto árið 1997. Það fullgilti samninginn ekki fyrr en árið 2002. Á móti samþykktu aðrar þjóðir, að ekki þyrfti að borga fyr- ir losun stóriðjuvera sem tækju til starfa á íslandi fram til 2013. Þetta var „íslenska ákvæðið" svonefnda. Það náði til smáríkja, sem notuðu endurnýjanlega orku. Muna þurfti mikið um útblástur stóriðju í heildar- losun ríkis. I reynd gilti ákvæðið aðeins um ísland2. fslendingar voru ekki einir um að selja afstöðu sína til loftslagssamnings- ins dýru verði. Haft var effir fulltrúum ís- lendinga á ráðstefnunni í Marrakess 2001, þar sem „íslenska ákvæðið“ var samþykkt, að dapurlegt væri að heyra kröfúr um alls kyns undanþágur í skiptum fyrir stuðning við hið mikilvæga samkomulag. fslenska ákvæðið þýddi að Norðurál og Fjarðaál þurftu ekki að borga fyrir mengunarheim- ildir sínar. Stóriðjufyrirtæki sem hefja starf- semi eftir 2012 þurfa hins vegar að gera það. Losunarheimiidir eru óvenjuódýrar um þessar mundir í Evrópusambandinu. Nú kostar tonn af CÖ2 um 5 evrur. Ársút- blástur Fjarðaáls mundi kosta um 350 millj- ónir króna ef borga ætti fyrir hann á mark- aði. Kröfur Eftirlitsstofnunar EFTA Orkufyrirtæki hér á landi hafa getað boð- ið stóriðju ódýrt rafmagn í skjóli opinbers stuðnings af ýmsu tagi. Árið 2002 hóf Eftirlitsstofnun EFTA (e. ESA) athugun á stuðningi íslenskra stjórnvalda við orkufyr- irtækin. Stofnunin gerði fljódega athugasemdir við undanþágur orkufyrirtækja frá tekju- og eignarsköttum og stimpilgjaldi. Vorið framh. á bls. 2 Rafmagnsverð hefur hækk- að í samningum við málm- bræðslur og iðjuver þurfa að kaupa útblástursheimildir. ‘ Wk 3Umræða um auknar fjár- festingar lífeyrissjóða á alþjóðlegum mörkuðum hefúrorðið háværari. SSl li % ! 1 iES y LABÓjS^^ fl ( ' Stöðunni í efnahagsmálum ■ hér á landi má líkja við að tvö hagkerfi séu til staðar, ferða- þjónustan og aðrar greinar. VISBHNDING 1 6. TBL. 20 I 7 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.