Vísbending - 04.05.2017, Blaðsíða 4
NDING
^7
frarnh. afhls. 3
ávöxtunin verið góð heldur hafa slíkar
íjárfestingar stuðlað að auknum efna-
hagslegum vexti og verið stór þáttur í að
endurreisa íslenskt fjármálalíf úr rústum
hrunsins.
Útflæði fjármagns
nauðsynlegt
Ferðaþjónustan hefur umturnað íslensku
efnahagslífi og hingað flæðir gjaldeyr-
ir. Ut frá einföldu samspili framboðs og
eftirspurnar hefur íslenska krónan styrkst
gífurlega vegna eftirspurnar ferðamanna
á íslenskum krónum til að njóta íslands.
Útflutningsfýrirtæki eru aftur á móti far-
in að finna verulega fyrir þessari styrk-
ingu því tekjur þeirra hafa minnkað á
sama tíma og dregið hefur úr samkeppn-
ishæfninni erlendis. Því þarf að sporna
við þessu og fjárfesta á erlendri grundu til
að krónan veikist og samkeppnishæfnin
aukist. Fleiri raddir hafa nýlega tekið í
svipaðan streng. Ólafur H. Jónsson, for-
maður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins,
sagði nýverið í viðtali að erlendar eignir
sjóðsins næmu um fjórðungi eigna hans
en það þyrfti að auka þær upp í 40%.
Forsætisráðherra sagði í nýlegu viðtali að
það mætti skoða hugmyndir um að gólf
væri á erlendum eignum lífeyrissjóða.
Líklegt er að svipaðar raddir verði hávær-
ar á næstu misserum og ekki er útilokað
að lög á þessum nótum verði að veruleika
á næstunni.
Hvar skal fjárfesta?
Þess vegna er í raun aðeins ein skynsam-
leg leið til að fjárfesta á erlendum mörk-
uðum og það er í hlutabréfum. Hlutabréf
eru á háu verði miðað við síðustu ár. Sé
litið til Dow Jones-hlutabréfavísitölunn-
ar í Bandaríkjunum, sem mælir gengi
30 hlutabréfa flestra stærstu fyrirtækja
landsins, sést að þau hafa meira en tvö-
faldast í verði frá aldamótum. Svip-
aða sögu má segja um síðustu fimm ár.
Stóra spurningin sem blasir við íslensku
lífeyrissjóðunum er auðvitað hvort rétt
sé að fjárfesta í hlutabréfum af miklum
krafti þegar svo miklar hækkanir hafa
orðið. Slík rök eru vissulega fyrir hendi
þótt stóra myndin ýti undir að dreifa
eigi áhættunni og á þeirri forsendu fjár-
festa í hlutabréfum. Þó svo að hækkan-
ir á gengi hlutabréfa hafi verið áberandi
síðustu árin hefur árleg hækkun þeirra
einungis verið í kringum 3,5% á ári frá
aldamótum, auk arðgreiðslna sem hafa
verið tiltölulega lágar. Hækkun á virði
| skuldabréfa með langan líftíma hefur til
; að mynda verið töluvert meiri á sama
I tímabili.
Tvíbent staða
I Hlutfall íslenskra lífeyrissjóða í erlend-
! um eignum hefur smám saman verið að
i lækka undanfarin ár vegna gjaldeyrishafta
i og er hlutfallið núna rétt rúmlega 20%.
Að mati greinarhöfundar ætti gólfið að
vera 50% í erlendum eignum. Að ná því
markmiði er hins vegar ekki einfalt.
Núna eru eignir lífeyrissjóða í hluta-
bréfum og hlutdeildarskírteinum rétt
rúmlega 40%. Það hlutfall fór hæst í
rúmlega 50% árin fýrir hrun. Erfitt er
að réttlæta öllu hærra hlutfall. Þó svo
að lífeyrissjóðir séu langtímafjárfestar er
það lítil huggun fýrir þá lífeyrisþega sem
eru í þann mund að fara á eftirlaun og
þurfa á þeim tímapunkti að þola mikla
skerðingu á réttindum sínum þegar síst
skyldi af því að gengi hlutabréfa er þeim
óhagstætt. Það er með öðrum orðum
erfitt að auka hlutfall hlutabréfa í íslensk-
um lífeyrissjóðum öllu meira.
Vandamálið er að nánast allar eignir
lífeyrissjóða á erlendum mörkuðum, eða
um 98% þeirra, eru bundnar í hluta-
bréfum og hlutdeildarskírteinum. Þar
sem skuldabréf munu líklega veita afleita
ávöxtun næstu árin, þ.e. verri ávöxtun
en í marga áratugi, eru fáir aðrir skyn-
samlegir kostir en hlutabréf. Áhættu-
dreifingin á erlendum mörkuðum er hins
vegar ekki nægjanlega góð hvað eigna-
flokka varðar og verður einungis verri
með enn frekari kaupum í erlendum
hlutabréfum. Þetta er því mjög tvíbent
staða og í það minnsta þarf að kaupa er-
lend hlutabréf hægt og varlega.
Þetta gæti haft í för með sér að hlutur
íslenskra lífeyrissjóða á innlendum hluta-
bréfamarkaði fari að dvína næstu árin.
Það er í sjálfu sér ekki slæmt enda hafa
raddir verið á lofti um að nú, þegar ís-
lenski hlutabréfamarkaðurinn hefur náð
sér aftur á strik eftir hrunið, sé ekki leng-
ur ástæða til þess að lífeyrissjóðir standi
jafnmikið við á bakið á innlendum
hlutabréfamarkaði — nokkuð sem mikil
þörf var á fýrir nokkrum árum.
Lífeyrissjóðirnir auki
fjárfestingar erlendis
Því má segja að íslenskir lífeyrissjóðir
eigi að einbeita sér að erlendum fjár-
festingum á næstu árum og auka þær
smám saman. Meginstefnan ætti að vera
í stöndugum fýrirtækjum sem eru lítið
næm fýrir sveiflum á hlutabréfamörkuð-
um.Q
Adrir sálmar
Stærstu hagstjórnar-
mistökin?
íslenskt efnahagslíf hefur vaxið með
ógnarhraða síðustu misseri. Landsfram-
leiðslan hefur aukist stöðugt frá árinu 2011
og ekkert lát virðist vera á. Hagvöxtur á síð-
asta ári mældist 7,2%. Ef marka má þjóð-
hagsspá Hagstofunnar má gera ráð fýrir að
hagvöxtur verði viðvarandi a.m.k. til ársins
2022. Það yrði lengsta hagvaxtarskeið í sögu
þjóðarinnar.
Fjárfesting hefúr aukist mikið og einka-
neyslan hefur tekið við sér. Verðbólga hefur
haldist iág þrátt fýrir miklar launahækkanir
og spennu í efnahagslífinu. Þetta eru að-
stæður sem íslendingar hafa sjaldan staðið
frammi fýrir og eru í raun þveröfugar við það
sem er að gerast í nágrannalöndunum. Þar er
verðbólgan lág og hagvöxtur lítill. í þessum
ríkjum er keppikeflið í hagstjóminni að örva
fjárfestingu og einkaneyslu. Þarna virðist því
vera mikil þverstæða milli fslands og annarra
landa.
Ástandinu hér á landi má líkja við að tvö
hagkerfi séu til staðar. í fýrsta lagi er um að
ræða hinar rótgrónu útflutnings- og þjón-
ustugreinar. Þessar greinar eru mjög næmar
fýrir breytingum í raungengi og launakostn-
aði. í annan stað er ferðaþjónustan sem hefur
náð að hrista af sér neikvæð áhrif af styrkingu
krónunnar með því að auka magnið þ.e. taka
á móti stöðugt fleiri ferðamönnum. Þessi
víxlverkun gengur hins vegar ekki upp til
lengdar því samkeppnisstaða allra atvinnu-
greina verður að lokum óviðunandi. Áfram-
haldandi hagstæð verðlagsþróun er síðan að
miklu leyti háð því að krónan haldist sterk.
Breytingar á skattalegu umhverfi ferða-
þjónustunnar voru löngu tímabærar í hag-
stjórnarlegu tilliti, án þess þó að tekin sé af-
staða til annarra þátta í því samhengi. Það er
margt sem bendir til þess að stjórnvöld hafi
verið of allt of sein að jafna aðstöðumun milli
ferðaþjónustunnar og annarra atvinnugreina
í skattamálunum. Þetta hefúr leitt til óraun-
hæfra væntinga um afkomu hjá ferðaþjón-
ustufýrirtækjum, ofíjárfestinga og óæskilegra
ruðningsáhrifa gagnvart öðrum atvinnu-
greinum. Ekki síst hefur þetta leitt til þess að
hendur ríkisins eru nú bundnar þegar kemur
að nauðsynlegum framkvæmdum t.d. í vega-
málum og ýmsum útgjaldaþáttum í grunn-
þjónustunni. Ef hægt er að tala um að mistök
hafi verið gerð í hagstjórninni á síðustu árum
þá liggja þau líklega þarna. sg
Ritstjóri: Sverrir H. Geirmundsson
Abyrgðarmaður: Jóhannes Benediktsson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvtk.
Sími: 512 7575.
Netfang: joiben@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
4 VÍSBENDING • lé.TBL. 2017