Vísbending


Vísbending - 04.05.2017, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.05.2017, Blaðsíða 2
\líSBENDING “V framh. af bls. 1 2005 samþykkti alþingi lög þar sem undan- þágumar voru felldar niður. Árið 2009 fór eftirlitsstofnunin fram á að Islendingar afnæmu ótakmarkaða ríkis- ábyrgð á lánum Landsvirkjunar og Orku- veitu Reykjavíkur. Frá og með ársbyrjun 2010 skyldu fyrirtækin ekki njóta góðs af slíkri ábyrgð. Málinu lauk árið 2013. Samkvæmt nýjum reglum mega ríki og sveitarfélög aðeins gangast í ábyrgð fýrir 80% af skuldbindingum orkufýrirtækj- anna. Ábytgðargjald skal samsvara að fullu ávinningi vegna ríkisábyrgðar. Óháðir mats- menn eiga að meta gjaldið á hverju ári3. í framhaldinu hækkaði ríkisábyrgðargjaldið úr 0,25% af höfúðstól lána á ári í 0,48%. En velta má fýrir sér hvort ábyrgðin sé ekki meira virði, því að um þetta leyti mæltu matsfýrirtæki ekki með lánveitingum ti! Landsvirkjunar án ríkisábyrgðar. Hins vegar voru lán með ríkisábyrgð í fjárfestingar- flokki. Má ætla að einfaldasta Ieiðin til að komast hjá því að fýrirtæki njóti góðs af rík- isábyrgð af lánum sé að hætta að veita slíka ábyrgð. Rikisábyrgðargjald systurfýrirtækis Landsvirkjunar í Noregi, Statkrafts, er mun hærra en það gjald sem Landsvirkjun greið- ir. Öll ný lán Statkrafts eru án ríkisábyrgðar. Árið 2015 tilkynnti Landsvirkjun í ársupp- gjöri að lán hennar án ríkisábyrgðar væru aftur komin í fjárfestingarflokk. Árið 2016 tók Landsvirkjun stórt lán án ríkisábyrgðar hjá Evrópska fjárfestingarbankanum. Var þá um fimmtungur lána fýrirtækisins án ríkis- ábyrgðar. Þetta er lágmarkið, sem kveðið er á um í samkomulaginu við Eftirlitsstofnun EFTA. En forstjóri Landsvirkjunar sagði við þetta tækifæri, að stefnt væri að því að auka áfram vægi slíkra lána í efnahagsreikningi fýrirtækisins4. Þriðja krafan, sem Eftirlitsstofnun EFTA gerði, var sett fram árið 2016. Hún er sú að land undir virkjanir sé keypt á mark- aðskjörum. Til þessa hefur eignarnámi ver- ið beitt frjálslega í þágu orkufýrirtækja hér á landi. í raforkulögum frá 2003 kemur orðið eignarnám 18 sinnum fýrir. Ráðherra getur tekið land og mannvirki eignarnámi ef orkufýrirtæki nær ekki samkomulagi við landeiganda. Ráðherrann getur jafnvel látið orkufýrirtækin sjálf sjá um eignarnám. Ekki verður séð að Landsvirkjun hafi alltaf litið á vatnsréttindi sem tálma á vegi virkjana. Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun voru að minnsta kosti komnar vel af stað áður j en hugað var að eignarhaldi á landi und- j ir virkjuninni (Oddur Ástráðsson, 2013, j Fjárhæð eignarnámsbóta fýrir vatnsréttindi j til virkjunar, BA-ritgerð í lögfræði frá Há- j skóla íslands). Samkvæmt stjórnarskrá skal j „fullt verð“ koma fýrir það sem tekið er eignarnámi. Töluvert hefur skort á það, ef marka má samantekt Jónasar Hallgríms- sonar hagfræðings hjá Hagfræðistofnun frá árinu 2016. í fimm nýlegum dæmum, sem hann tilgreinir, hafa orkufýrirtæki í einka- eign samið um að greiða sem nemur 3-5% af tekjum af rafmagnssölu fýrir virkjana- rénindi. Land undir Kárahnjúkavirkjun var ekki tekið eignarnámi, en skipuð var mats- nefnd þegar það vofði yfir. Matsnefndin taldi að hæfilegt gjald fýrir landið væri sem samsvaraði um 0,5% af tekjum virkjunar- innar. Að dómi meirihluta nefndarinnar var ekki unnt að horfa til verðlagningar vatnsréttinda í ,,fáu[m] smávirkjunum", sem bent hefði verið á. Þess í stað hafði meirihlutinn hliðsjón af mati á landi und- ir Blönduvirkjun, sem einnig var ákveðið af matsnefnd5. Matið var seinna staðfest af dómstólum. En íslensk stjórnvöld hafa nú lofað að sjá til þess, að kröfu Eftirlitsstofn- unar EFTA, að orkufýrirtækin greiði alltaf markaðsverð fýrir afnot af náttúruauðlind- um. Eldri samningum verði breytt til sam- ræmis við það6. Stuðningurinn hverfur vart meðan ríki og borg reka orkufyrirtæki Þeim breytingum, sem hér hefur verið lýst, er ekki ædað að koma í veg fýrir að ný stór- iðja rísi hér á landi. Þær miða hins vegar all- ar að því að draga úr forskoti stóriðjunnar á annan atvinnurekstur. Ekki er víst að það sé horfið. Rafmagn til stóriðju hækkar í verði þegar hið opinbera hættir að ábyrgjast skuldir orkufýrirtækja sinna með beinum hætti. En ríki og borg ábyrgjast orkufýrir- tæki sín áfram óbeint, því að það yrði álits- hnekkir fýrir þau, að fýrirtæki á þeirra snær- um færu á höfuðið. Þá kann eignarhaldið j eitt og sér að vera ávísun á milda meðferð ! hjá öðrum yfirvöldum og jafnvel almenn- ingi. Árið 2007 bar Árni Páll Árnason tvær framkvæmdir saman í tímaritsgrein: Kárahnjúkavirkjun og smíði álvers í Reyðar- firði. Árni rifjar upp þann atburð þegar rúta með starfsfólk verktaka við virkjunina hafnaði utan vegar, síðsumars 2007. Þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn kom í ljós að 20 af 29 farþegum höfðu ekki verið skráðir inn í landið á löglegan hátt. Almennt j virðast verktakarnir hafa reynt að brjóta þær í reglur, sem þeim hentaði ekki að hlýða. ! Reynt var að sniðganga kjarasamninga ! og lög um hollustuvernd og vinnuvernd. | Vörslusköttum var ekki haldið eftir. Á hinn ; bóginn var vel staðið að álverssmíðinni og | öll vinnubrögð þar voru til fýrirmyndar7. ; Velta má fýrir sér hvaða þátt sá velvilji, sem j fýrirtæki í almannaeigu njóta allajafna, átti í i því hvað verktakar við Kárahnjúka komust upp með. Álverið í Reyðarfirði er einkafýr- irtæki, eins og kunnugt er. Hefðu verktakar við smíði þess fengið jafngóða meðferð hjá eftirlitsstofnunum og almenningi ef þeir hefðu ekki gen sitt besta til þess að fara að lögum og reglum? Ályktanir Sú skoðun virðist hafa orðið ofan á í bili, að ekki séu rök fýrir því, að bjóða „meng- andi stóriðju" betri kjör en þau fýrirtæki búa við sem keppa við hana um vinnuafl og þjónustu. Rafmagnsverð hefur hækkað í nýjum samningum við málmbræðslur. Ný iðjuver þurfa að kaupa útblástuisheimildir. Skattaafslættir eru ekki lengur í boði til stór- iðju sem mengar. Miklu gat munað um af- slættina. Samkvæmt lögum skal ríkið aðeins veita slíkar ívilnanir ef þær eru forsenda þess að lagt sé í fjárfestingu8. Ritað hefur verið undir „fjárfestingarsamning“ um skattaaf- slátt vegna allra kísilvera sem ráðgerð eru hér á landi. Afsláttur af sköttum og gjöldum og annar beinn ríkisstuðningur við kísilver á Bakka er talinn vera tæp 9% af kostnaði við fjárfestinguna. Þegar allt þetta er skoðað verður að telja ólíklegt að á næstu árum fari af stað aðrar málmvinnslur hér á landi en þær sem þegar hefur verið samið um. Tilvisanir: 1 Eftirlitsstofhun EFTA, 2014, Tœpra 4 millj- arða fjárfestingaraðstoð til PCC samþykkt, ftéttatilkynning. 2 Vtsindavefurinn: Hvað er Kyoto-bókunin.?, Umhverfisstofnun, Kyoto og samningar, ust. is, Auður Ingólftdóttir, 2007, Stefha íslands i samningum um loftslagsbreytingar, í Upp- brotum hugmyndakerfis, ritstj. Valur Ingi- mundarson. 3 Eftirlitsstofhun EFTA, 2013, Ríkisaðstoð: Máli varðandi ríkisábyrgðir Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur lokað, fréttatil- kynning. 4 Landsvirkjun tekur 17 milljarða lán án rík- isábyrgðar, Viðskiptablaðið, 9. júní 2016. 5 Úrskurður meirihluta matsnefhdar um vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar, af vefLandsvirkjunar. 6 Ríkisaðstoð: Orkufyrirtaki greiða markaðs- verðfyrir afnot af náttúruauðlindum, Frétta- tilkynning frá Eftirlitsstofhun EFTA, janúar 2017. 7Ámi PállÁmason, 2007, Að Læra afsögunni: Smánarsagan af Kárahnjúkum, Herðubreið, 2. tbl., 1. árg. 8 Lög um ívilnanir til njfjárfestinga á ís- landi, nr. 41, 2015, sjá einnig Eftirlitsstojh- un EFTA, 2014, ísland þarf að endurheimta ólöglega ríkisaðstoð vegna nýfjárfestinga, fréttatilkynningu. ÍS 2 VÍSBENDING • 16.TB1. 2017

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.