Vísbending


Vísbending - 04.05.2017, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.05.2017, Blaðsíða 3
_________________VíSBENDING Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða --------------------------- r, Már Wolfgang Mixa ' kktor i fjornnilum vii HR JE* Með fullri afléttingu gjaldeyris- hafta hefur umræða um aukn- ar fjárfestingar lífeyrissjóða á alþjóðlegum mörkuðum orðið háværari. Hér á eftir er farið yfir ýmsar röksemdir í tengslum við fjárfestingar íslenskra líf- eyrissjóða erlendis. Erfiður tímapunktur til fjárfestinga Heildareignir lífeyrissjóðanna eru núna um 3.500 milljarðar króna, eða um 150% af vergri landsframleiðslu, og er stærsti hlutinn ávaxtaður hérlendis, eða^ um 2.800 milljarðar króna. Eign- ir lífeyrissjóðanna erlendis eru um 700 milljarðar króna að langmestu leyti í hlutabréfum. Mikilvægt er að stórauka fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis en vandinn er sá að afar lítil ávöxtun hefur verið á skuldabréfum og bankainnistæð- um erlendis á undanförnum árum vegna lágra vaxta. Þá hafa hlutabréf hækk- að hressilega í verði á síðustu árum og mánuðum og eru í hæstu hæðum í sögu- legu samhengi. Þetta er því erfiður tímapunktur til stórfelldra fjárfestinga erlendis - nema þá auðvitað til að dreifa áhættunni. Þetta er eins konar stuðpúði; verði búskellur á íslandi dregur verulega úr högginu með því að dreifa áhættunni. A vissan hátt er lag til að fjárfesta í traustum erlendum fyrirtækjum með stöðugan og reglulegan hagnað — og traust arðgreiðsluhlutfall. Á móti kemur að hlutfall eigna lífeyrissjóð- anna í hlutabréfum hér heima og erlend- is er býsna hátt og vekur spurningar um hvort það geti hækkað mikið. Lífeyrissjóðir töpuðu 25% í efnahagshruninu Eftir efnahagshrun varð mikil umræða um það hversu samtengdur íslenskur efnahagur og lífeyrisréttindi væru orðin. Eignir lífeyrissjóða rýrnuðu um 25% í hruninu sem leiddi til þess að í mörgum tilvikum voru réttindi fólks skert. Þessi þróun hefur ýtt undir umræðu um hversu mikilvægt er að lífeyrissjóðir eigi töluverðan hluta eigna sinna á er- lendum mörkuðum. Ég benti til dæmis á það í grein í Morgunblaðinu í mars 2009 að hefðu íslenskir lífeyrissjóðir átt meiri hluta eigna sinna á erlendum mörkuðum hefði áfallið orðið töluvert minna. Þetta kemur til af því að þegar íslenskt efna- hagslíf dregst meira saman en alþjóðleg- ir markaðir er líklegt að íslenska krónan veikist gagnvart erlendum gjaldmiðlum, eins og gerðist í hruninu. Að því gefnu að verðgildi erlendra eigna haldist tiltölulega stöðugt í gjald- miðlum þeirra gerist það sjálfkrafa að þær eignir aukast í verði hér heima falli gengi krónunnar. Þess vegna er mikil áhættu- dreifing fólgin í því að lífeyrissjóðirnir eigi eignir erlendis verði búskellur í ís- lenska hagkerfinu. Gólf í stað þaks á erlendar fjárfestingar? Benti ég á í fyrrnefndri grein að breyta ætti ef til vill lögum um lífeyrissjóði með þeim hætti að ekki ætti að vera þak á erlendum fjárfestingum, eins og nú er, heldur gólf. Lífeyrissjóðir mættu með öðrum orðum ekki eiga minna en ákveðna prósentu á innlendum mörkuð- um. Hægt er að tína til önnur góð rök á þeim nótum, til dæmis að slíkt minnkaði áhættuna á því að verið væri að fjárfesta í verkefnum þar sem umboðsvandi væri hugsanlega til staðar og einnig að lífeyr- issjóðakerfið gæti jafnvel myndað bólu á innlendum markaði ef það fjárfesti einungis innanlands, sérstaklega í ljósi þess hversu fyrirferðarmikið lífeyrissjóða- kerfið er orðið. Nafnvirði eigna næstum tvöfaldast Eignir lífeyrissjóða jukust mikið eftir hrun, en sú aukning hefur að langstærst- um hluta verið takmörkuð við innlendan markað. Eignirnar drógust saman í fram- haldi af hruninu en nafnvirði þeirra var orðið svipað því sem það var strax um það bil tveimur árum síðar. Síðan hef- ur nafnvirði eigna lífeyrissjóða næstum tvöfaldast og hefur sú aukning að mest- um hluta orðið í innlendum eignum. Innlendar eignir hafa hækkað töluvert meira en erlendar. Þetta stafar af auknum fjárfestingum innanlands vegna gjaldeyr- ishafta og einnig að íslensk hlutabréf og skuldabréf hafa veitt afar góða ávöxtun - og raunar framúrskarandi síðustu fimm árin. Innlendar fjárfestingar lífeyris- sjóðanna hafa verið íslensku þjóðinni afar ábótasamar því ekki aðeins hefur framh. d bls. 4 VÍSBENDINC 16 TBl 2017 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.