Vísbending


Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 2

Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 2
VíSBENDING__________________ Einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja ' Þröstur Olaf Sigurjónsson dósent vid CBS og Háskólann í ^ ^eykjdvík Að ríkið eigi eða eigi ekki ríkisfyr- irtæki er ofarlega í umræðunni. Til að fá úr því skorið hvort ríkið sé heppilegri eigandi fyrirtækja en einkaaðilar, er rétt að leggja mat á árangur fyrri einkavæðingar. Megin tímabil einkavæðingar á Islandi voru árin 1992-2005. Deildar meiningar eru um vinnubrögð einkavæðingarferl- is sem viðhaft var á þessu tímabili. Einkavæðingu íslensku ríkisbankanna hefur helst verið gerð skil. En einkavæð- ing ríkisbankanna er sér kapitúli sem hægt væri að fjalla um í sér grein. Ekki er gerð tilraun hér til þess að lýsa því einkavæðingarferli. Alls 33 fyrirtæki einkavædd I þessari grein er einkavæðing fyrir- tækja á árunum 1992 - 2005 greind út frá kennitölum í rekstri fyrir og eftir einkavæðingu. Viðfangsefnið er ekki að greina hvernig staðið var að einkavæð- ingu fyrirtækjanna, það er áhugaverð síðari tíma rannsókn. A tímabilinu 1992 - 2005 var einkavæðing ríkisfyrir- tækja fyrirferðarmikil á íslandi og voru flest ríkisfyrirtæki sem talin voru hæf til einkavæðingar einkavædd eða alls 33 fyrirtæki. Ekki einhlítar niðurstööur Erlendar rannsóknir á einkavæðingu eru margar og er niðurstaða þeirra hvað ár- angur einkavæðingar varðar ekki einhlít. Meðal nýmarkaðslanda hefur breyting á rekstri einkavæddra fyrirtækja yfirleitt verið ágæt þótt breytileiki sé mikill, en meiri stöðugleiki og betri árangur hef- ur náðst meðal þróaðra ríkja. Norður- löndin hafa þróað með sér sterka laga- og stofnanaumgjörð sem er mikilvæg breyta hvað árangur einkavæðingar varðar. Norðurlöndin hafa jafnframt búið við skilvirkni í rekstri ríkisfyrir- tækja en það kann að draga úr ávinningi einkavæðingar sé litið til rekstrar fyrir- tækjanna. Nauðsynlegar forsendur Undanfarna tvo áratugi hefur einkavæð- ing verið talsvert rannsökuð, mest í Evrópu og ný-markaðsríkjum Austur- Evrópu og Suður-Ameríku. Ef aðstæð- ur á íslandi eru speglaðar í niðurstöð- um erlendra rannsókna hefði íslenska einkavæðingin getað heppnast ágætlega. Pólitísk samstaða ríkisstjórnarflokka fyrir einkavæðingu er nauðsynleg forsenda og má leiða að því líkum að hún hafi verið fyrir hendi á íslandi allt einkavæðingar- tímabilið 1992 - 2005. Sami stjórnmála- flokkurinn var burðarás ríkisstjórna þessa tímabils og sat sami forsætisráðherrann við völd mestallan tímann. Stuðning- ur almennings er önnur forsenda vel heppnaðrar einkavæðingar og var sá stuðningur fenginn, meðal annars, með umbun í formi skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa í ný-einkavæddum fyr- irtækjum. Onnur forsenda vel heppn- aðrar einkavæðingar er að stjórnvöld tryggi samkeppni í einkavæddu atvinnu- greinunum. Til þessa litu íslensk stjórn- völd, meðal annars við einkavæðingu fjármálafyrirtæka. Aukið frelsi um fjár- málastarfsemi er talin mikilvæg forsenda í undanfara einkavæðingar fjármálafyrir- tækja og skipti aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1993 miklu máli í þessu sambandi. Afnám hafta skiptir jafnframt máli og segja má að einkavæð- ingarferlið á íslandi hafi einkennst af „frelsisvæðingu" allt frá árinu 1979. Gagnsæi í einkavæðingarferli er þekkt forsenda hvað varðar árangur einkavæð- ingar. Ríkisendurskoðun gaf reglulega út skýrslur um framgang einkavæð- ingarferlisins sem eftirlitsaðili, en jafn- framt í þeim tilgangi að upplýsa um gang einkavæðingarinnar. Hins vegar er deilt er um hvort raunverulegt gagnsæi hafi ávallt verið til staðar. Ríkisfjármál batna Erlendis ber rannsakendum ekki saman um áhrif einkavæðingar. Rannsóknir, sem sýna jákvæðar niðurstöður, merkja það með aukinni skilvirkni einkavæddu fyrirtækjanna, meiri hagnaði þeirra og auknum fjárfestingum. Rannsóknir, sem sýna jákvæðar niðurstöður, ná bæði yfir iðnvædd vestræn ríki og vanþróuð ríki. Ríkisfjármál batna við einkavæðingu af eðlilegum ástæðum. Styrkir til ríkisfyr- irtækja stöðvast við einkavæðingu og fyrirtæki, sem vegnar vel eftir einkavæð- ingu, borgar skatta. Almennt eru skatt- greiðslur einkavæddra fyrirtækja hærri en arðgreiðslurnar sem þau greiddu fyr- ir einkavæðinguna. Rannsakendur hafa jafnframt merkt aukin efnahagsleg um- svif í kjölfar einkavæðingar. Hins vegar er sjaldgæft að allir hagsmunaaðilar, svo sem seljandi, kaupandi, viðskiptavinir, starfsmenn og samkeppnisaðilar, njóti ríkulegs ávinnings af einkavæðingu. 2 VÍSBENDING • 17.TBL. 2017

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.