Vísbending


Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 4

Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 4
u líSBENDING Tafla 1 Vöruskiptin janúar - apríl 2016 og 2017 Milljarðar kr. á gengi hvors árs Janúar- apríl 2016 2017 Breyting 2016 2017 Breyting Útflutninguralls fob 47,2 41,0 -6,2 179,8 149,7 -30,1 Sjávarafurðir 19,4 16,8 -2,6 77,5 54,2 -23,3 Landbúnaðarafurðir 1,7 1,3 -0,4 5,8 6,0 0,2 Iðnaðarvörur 25,4 22,2 -3,2 91,4 86,2 -5,2 Aðrar vörur 0,8 0,7 -0,1 5,2 3.1 -2,1 Innflutningur alls 53,8 52,2 1,6 212,0 198,3 -13,7 Matvörur og drykkjarvörur 4,6 4,6 0,0 17,9 16,4 1,5 Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a 15,5 16,1 0,6 55,1 57,5 2,4 Eldsneyti ogsmurolíur 4,6 3,8 -0,3 16,3 17,8 1,5 Fjárfestingarvörur (ekki flutn.taeki) 11,6 13,0 1,4 48,4 46,6 -1,8 Flutningatæki 10,6 8,2 -2,4 45,3 33,3 -12,0 Neysluvörur ót.a. 6,8 6,4 -0,4 28,9 26,2 -2,7 Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 0,1 0,0 -0,1 0,2 0,0 -0,2 Vöruskiptajöfnuður -6,6 -11,2 -4,6 -32,3 -48,6 -16,3 Heimild: Hagstofa íslands. Gengiö bítur í s j ávarútveginn Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstof- unnar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 11,2 milljarða króna í apríl síðastliðn- um. Þannig nam verðmæti vöruútflutnings um 41 milljarði króna, en vöruinnflutn- ingur nam hins vegar um 52,2 milljörð- um króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var um 4,6 milljörðum króna óhagstaðari í apríl á þessu ári samanborið við sama mánuð 2016 eins og sjá má í töflu 1. Munar þar mestu um samdrátt í tekjum af sjávarafurð- um og iðnaðarvörum. Þá minnkaði inn- flutningur á flutningstækjum. Rétt er að taka fram að tölur eru á gengi hvors árs, en Hagstofan er hætt að birta tölur um vöru- skiptajöfnuðinn á föstu gengi. Gengi krón- unnar styrktist að meðaltali um 17,2% milli aprílmánaða framangreindra ára mið- að við víða vöruskiptavog. Þetta hefur að sjálfsögðu mikil áhrif til lækkunar á verð- mæti útfluttra vara. Ef litið er á fyrstu fjóra mánuði ársins þ.e. janúar - apríl kemur í ljós að vöru- viðskiptin eru lakari sem nemur 16,3 milljörðum króna. Munar þar mestu um mikinn samdrátt í útflutningsverðmæti sjávarafurða eða sem nemur 23,3 milljörð- um króna á hlaupandi gengi. Hlutfallslega nemur samdrátturinn um 30%. Krónan styrktist um 17% milli sömu tímabila m.v. við víða vöruskiptavog. Gengisstyrkingin hefur því haft umtalsverð áhrif á tekjur sjávarútvegsins auk þess sem áhrifa gætir enn af verkfalli sjómanna. Sjávarafúrðir voru um 36% af verðmæti útfluttra vara á fyrstu fjórum mánuðum ársins og vægi atvinnugreinarinnar er því mikið í gjald- eyrisöflun þjóðarinnar. Sú spurning stend- ur eftir hvenær þolmörkum verður náð ef krónan heldur áfram að styrkjast vegna frekari fjölgunar erlendra ferðamanna. Q framh. afhls. 1 Óvissa um áhrif tækniþróunar Eins og rakið er hér að ofan er töluverð óvissa um áhrif tækniþróunar á vinnumark- aðinn. Því er full ástæða til að gæta varúðar og fylgja þróuninni eftir með tölfræðilegum greiningum svo hægt sé að aðlagast hratt að þeim breyttu aðstæðum og nýju tækifærum sem munu opnast. Hætta er þó á að hin- ir hefðbundnu mælikvarðar dugi skammt til að meta þessar veigamiklu breytingar. Hið raunverulega verðmat á fjórðu iðn- byltingunni hefúr ekki farið fram. I þessu sambandi má nefna að hefðbundnir mæli- kvarðar á framleiðni mæla ekki aukinn ábata neytenda af nýrri tækni, þ.e. tækninni við að hámarka nýtingu frítíma viðskiptavina sinna sem mælikvarðarnir hafa hingað til ekki tekið tillit til. Sem dæmi um þennan falda ábata, þá er hagur neytenda af því að nýta sér netbankaþjónustu til að mynda mun meiri en kostnaðurinn sem bankarnir rukka fyrir þjónustuna, en þessi hagur er alla jafna ekki mældur. Fjórða iðnbyltíngin er að mesm leyti markaðsdrifin þróun, en við getum ráðið miklu um framvinduna. Stjórnvöld geta með stefnumótun haft mikil áhrif á hana með því að undirbúa nýjar kynslóðir fyrir breytta tíma í gegnum menntakerfið. Auk þess sem atvinnulífið þarf að vera vakandi og stuðla að endurmenntun vinnuaflsins. Q Aórir sálmar Sumarið er komið „Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn“ ortí borgarskáldið Tómas Guðmundsson í kvæði sínu Austurstræti. Þessi orð eiga vel við núna þegar sól hefúr hækkað á lofti. Tómas var iðinn við útgáfústörf, en brauð- stritínu sinntí hann um nokkurra ára skeið sem lögfræðingur við málflumingsstörf. Málflutningsstörfin hafa eflaust reynt á þol- inmæði skáldsins ekki síst á heitum sumar- dögum í Reykjavík. Enda hafði skáldagyðjan að lokum yfirhöndina og eftir að bókin Fagra veröld kom út ár árinu 1933 var framtíðin ráðin. Bókin seldist upp og orðstýr Tómasar var tryggður. Tómas var ólíkur samferða- mönnum sínum á sviði ljóðagerðar að því leiti að hann þurfti ekki að leita í náttúruna til að finna yrkisefni. Borgin var hans ær og kýr. Á árinu 2010 afhjúpaði borgarstjórinn í Reykjavík minnisvarða um Tómas sem stend- ur við suðurenda Reykjavíkurtjamar. Lengi vel stóð brjóstmynd af Tómasi í Austurstræti við Reykjavíkurapótek en hún var tekin nið- ur og hefur nú verið komið fyrir á Borgar- bókasafni Reykjavíkur. Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn. Af bemskuglöðum hlátri strætíð ómar, því vorið kemur sunnan yfir sæinn. Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar. Og daprar sálir söngvar vorsins yngja. Og svo er mikill ljóssins undrakraftur, að jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grænir aftur. Og þúsund hjörtu grípur gömul kætí. Og gömul hjörm þrá á ný og sakna. Ó, bemsku vorrar athvarf, Austurstræti, hve endurminningamar hjá þér vakna. Hér lærðist oss að skrópa úr lífsins skóla. Hér skalf vort hjarta sumarlangt af ást. Og þó hún entíst sjaldan heila sóla, fann sál vor nýja, þegar önnur brást. Þá færðust okkar fyrsm ljóð í letur, því lífið mjög á hjörtu okkar fékk. Og geri margir menntaskólar betur: Ég minnist sextán skálda í fjórða bekk. Og samt var stöðugt yfir okkur kvartað, og eflaust hefúr námið gengið tregt. Við lögðum aðaláherslu á hjartað, því okkur þótti hitt of veraldlegt. Ritstjóri: Sverrir H. Geirmundsson Ábyrgðarmaður: Jóhannes Benediktsson Útgefandi: Heimur hf., Borganúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: joiben@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 17.TBL.2017

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.