Vísbending


Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 11. maí 2017 17. tölublað 35. árgangur ISSN 1021-8483 Stafrænn veruleiki - fjórða iðnbyltingin Andrés Magnússon framkvxmdastjóri Samtaka verslunar og pjónustu ær breytingar sem allar atvinnugrein- ar, ekki hvað síst verslun og þjónusta standa nú frammi fyrir, eru meiri og róttækari en nokkur dæmi eru um. Breytingar sem eru að verða á viðskiptahátt- um nýrrar kynslóðar. Þær stórstígu framfarir í allri tækni sem orðið hafa á allra síðustu árum, gjörbreyta viðskiptaumhverfi fyrir- tækja. Hér skjptir ekki máli hvað atvinn- greinin heitir - áhrifanna mun gæta á öllum sviðum atvinnulífsins. Hraðar og sögulegar framfarir „I dag stöndum við á barmi fjórðu iðn- byltingarinnar“ var nýlega haft eftir Klaus Schwab, stofnanda Alþjóða efnahagsþings- ins (World Economic Forum). Þessi bylting lýsir sér í hröðum og sögulegum framfömm á ólíkum sviðum, eins og erfðavísindum, gervigreind, örtækni og líftækni. Allar þess- ar ótrúlegu breytingar em síðan að leggja grunninn að altækari byltingu en við höfúm áður séð sem mun gjörbreyta atvinnulífi og vinnumarkaðnum öllum á aðeins örfáum ámm. Ögrandi verkefni framundan Það eru því ögrandi verkefni sem við stönd- um nú öll frammi fyrir. Vinnumarkaðurinn mun óhjákvæmilega þurfa að aðlaga sig að þessum breytingum. Það má hins vegar gefa sér að ákveðið þjóðfélagslegt umrót verði þegar umbreyting af þessu tagi á sér stað. Slíkt hefur alltaf gerst við þessar aðstæður. Spurningin er einungis hversu víðtækt þetta umrót verður. Tvö dæmi úr fortíðinni: I upphafi 20. aldar störfuðu 40% vinnafls í Bandaríkjun- um í landbúnaði, nú starfá 2% vinnuafls þar í landi í greininni. Þegar hraðbankar voru kynntir til sögunnar á sjötta áratug liðinnar aldar, átm flestir von á að dagar bankagjald- kera væru taldir. Þeim hefur reyndar fjölgað síðan þá. Helmingur starfa sjálfvirk árið 2055 Samkvæmt nýrri skýrslu frá McKinsey Global Institue mun næstum helmingur af öllu störfum verða sjálfvirk árið 2055. Hins vegar geta ýmis atriði haft áhrif á þessa þró- un. Til að mynda geta stjórnmálamenn og almenningsviðhorf gagnvart nýrri tækni, seinkað innleiðingu hennar um 20 ár. Skýrslan bendir til þess að hreyfingin í átt að sjálfvirkni leiði til þess að framleiðni muni aukast í heimsbúskapnum. Samkvæmt líkani þeirra getur framleiðni á alþjóðavísu aukist um 0,8 til 1,4 prósent á ári. Tækniþróunin getur aukið framleiðni í fyrirtækjum með ýmsu móti, meðal annars með nýrri fram- leiðslutækni sem eykur framleiðni vinnu- aflsins. Það getur einnig átt sér stað samfara aukinni sjálfvirkni í framleiðslu sem kemur í stað vinnuaflsins. Ein af afleiðingum þessa er t.a.m. að störf í verslunargeitanum munu breytast, minna verður í boði af störfum þar sem lítillar menntun er krafist en meiri þörf verður á fólki bæði með góða félagslega- og tæknilega færni, svo það geti leiðbeint viðskiptavinun- um í gegnum möguleikana sem tæknin býð- ur upp á. Aðlaga þarf virðiskeðjuna Verslunin er sannarlega ein þeirta atvinnu- greina sem verða að aðlaga virðiskeðju sína að þessum breytta veruleika. Verslunarfyrir- tæki verða að bjóða upp á stafrænan vettvang þar sem boðið er upp á sérsniðna þjónustu í rauntíma sem nýtist við að bæta upplifunina af viðskiptunum. Mikilvægasta eign hvers fyrirtækis verður því gagnagrunnurinn yfir viðskiptavinina, en með því móti geta fyr- irtæki veitt einstaklingsþjónustu með hjálp gervigreindar og þar með áætlað hvað hver viðskiptavinur er helst að leita eftir. I þessu sambandi mætti nefna að fyrirtæki geta t.d. samtvinnað gervigreindartækni við sýndar- veruleikabúnað sem settur yrði upp í versl- unum til að geta gefið notandanum tækifæri til að átta sig betur á vörunni og hvernig hún myndi nýtast honum. jramh. á bls. 4 IVerslun og þjónusta standa frammi fyrir meiri og rót- tækari breytingum en nokk- ur dæmi eru um. 2 Skilar einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja marktækum bata fyrir rekstur og arð- semi þeirra? Einkavæðing fyrirtækja á árunum 1992 - 2005 er greind út frá rekstri og kennitölum. 4Borgarskáldið Tómas Guð- mundsson á lokaorðin þqjir sól hefúr hækkað á lofti og sumarið tekið völd. VÍSBENDING • 17. TBL. 2017 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.