Vísbending


Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.05.2017, Blaðsíða 3
Markmið einkavæðingar kunna að vera ólík bæði milli landa og milli fyr- irtækja sem einkavædd eru. Ríkisvald getur ákveðið að selja ríkisfyrirtæki á lægra verði en hægt er að fá fyrir fyrir- tækið til að tryggja aðkomu margra að- ila að kaupunum, að þau gangi hratt fyrir sig og að auknar líkur séu á að við- komandi fyrirtæki standist samkeppni eftir eignarhaldsbreytinguna. Undir þeim kringumstæðum hefur ríkisvaldið ákveðið að bera minna úr býtum við söluna sjálfa í ljósi væntinga um lang- tímaávinning fyrir þjóðarbúið. Aukin arðsemi og skilvirkni Niðurstöður breytinga á rekstri ís- lenskra einkavæddra fyrirtækja (fyrir utan fjármálastofnana) sýna, þegar litið er til arðsemi, að arðsemi eigin fjár sýnir marktæka aukningu eftir einkavæðingu samkvæmt rannsókn1. Aðrir arðsemis- mælikvarðar (eins og hagnaður yfir sölu (ROS)) og hagnaður yfir eignir (ROA), sýna ekki marktæka breytingu þó ROS sýni bata i arðsemi fyrir 65% fyrirtækj- anna). Mælikvarðar sem meta breytingar á skilvirkni rekstrar, sýna allir tölfræði- lega marktæka aukningu í skilvirkni rekstrar einkavæddra fyrirtækja eftir einkavæðingu. Niðurstöðurnar sýna marktæka ; aukningu í framleiðslu (afköstum) eft- i ir að einkavæðing hefur átt sér stað. i Þessi niðurstaða gengur gegn algengri hugmynd, þ.e. þeirri að ríkisfyrirtæki framleiði umfram það sem hagkvæmt er til þess að uppfylla pólitísk markmið og því muni afköst dragast saman eft- ir einkavæðingu. Ef afökst aukast hins vegar er oft nefnd sú skýring að einkafyr- irtæki hafi betri möguleika til fjármögn- unar og sterkari hvata til meiri afkasta. Niðurstöðurnar gefa ekki til kynna breytingar á skuldsetningu fyrirtækja í kjölfar einkavæðingar. Því er oft spáð að skuldsetning muni lækka eftir einkavæð- ingu þar sem einkafyrirtæki hafa ekki sama aðgang að ódýru lánsfé og ríkis- fyrirtæki, og ríkisfyrirtæki gefa ekki út hlutabréf. Hjá 60% einkavæddra ís- lenskra fyrirtækja aukast skuldir hins vegar. Rannsókn þessi sýnir ekki fram á marktæka fækkun stöðugilda eftir einkavæðingu. Alls fækkuðu 45% fyrir- tækja starfsfólki sínu eftir einkavæðingu en 55% þeirra juku starfsmannafjölda eða stóðu í stað hvað fjölda starfsmanna áhrærir. Þegar miðgildi og meðaltöl eru borin saman kemur fram áhugaverður munur sem sést meðal annars hvað fjölda stöðugilda varðar. Meðaltalið sýnir aukn- ingu en miðgildið lækkun. Breytingar á efnahagsumhverfi Rannsóknir á einkavæðingu hafa ver- ið gagnrýndar fyrir að taka ekki tillit til breytinga á efnahagsumhverft þeirra efnahagssvæða sem til skoðunar eru. Gagnrýnin beinist að því að rannsókn- ir greini ekki á milli breytinga á rekstri fyrirtækjanna sem stafa annars vegar af breytingum á eignarhaldi og hins vegar breytingum á efnahagsumhverfi. Island naut hins vegar efnahagslegrar uppsveiflu á þeim tíma sem hér er til skoðunar, þ.e. árin 1992 - 2005, þótt hún hafi verið missterk eftir árum, lægð var árið 1992 og aftur árin 2001-2002. En til að styrkja greininguna hér er samanburð- arhópur einkafyrirtækja rannsakaður. Einkafyrirtækin eru valin þannig að þau hafa sömu skilgreiningar í atvinnugreina- skrá og hvert tímabil er það sama fyrir hvert „par“ (sömu ár fyrir einkavæðingu og sömu ár eftir einkavæðingu fyrir bæði einkavætt fyrirtæki og einkafyrirtæki). Einkavæddu fyrirtækin sýndu engan marktækan mun eins og í fjárfesting- um, skuldsetningu og fjölda starfsfólks. Samanburðarhópur einkafyrirtækja sýnir marktæka aukningu í fjölda starfsfólks, lækkun skuldsetningar og aukningu í fastafjármunum. Eftir einkavæðingu eykst arðsemin tölfræðilega marktækt. Arðsemi eigin fjár (ROE) ríkisfyrirtækja er helmingi lægri en einkafyrirtækjanna fyrir einkavæð- ingu en er svipuð eftir einkavæðingu þar sem einkafyrirtæki standa mikið í stað meðan einkavæddu fyrirtækin sýna bata. Skilvirkni batnar eftir einkavæðingu og styður það kenningar um að einkavæð- ing ríkisfyrirtækja leiði til aukinnar skil- virkni. A hinn bóginn fækkar starfsfólki ríkisfyrirtækjanna talsvert en þó mest árin fyrir einkavæðingu. A móti kemur að einkafyrirtækin auka við fjölda starfs- fólks fyrir samanburðartímabilin. Þessar niðurstöður gefa til kynna að fækkun starfsfólks sé hluti af aukinni skilvirkni ríkisfyrirtækja eftir einkavæðingu. Þegar niðurstöðurnar eru metnar með báða hópa fyrirtækja í huga, er ljóst að að einkavæddu fyrirtækin sýna varla marktækar breytingar en einkafyrirtæk- in sýna marktækan bata. Einkavæddu fyrirtækin sýna marktækan mun í mæli- kvörðunum fyrir skilvirkni en einka- fyrirtækin samkvæmt fleiri tegundum mælikvarða eða arðsemi, framleiðslu, VíSBENDING skuldsetningu og fjölda stöðugilda. Tilhneiging í átt til betri rekstrar Niðurstöður sýna að íslensku ríkisfyrir- tækin eru arðsöm fyrir einkavæðingu og halda áfram að vera það eftir breytingu á eignarhaldinu. Þrátt fyrir að lítið sé um tölfræðilega marktækar breytingar á rekstri þeirra, þá er tilhneigingin í átt til betri rekstrar. Þær breytingar virð- ast mega rekja til fækkunar stöðugilda einkavæddu fyrirtækjanna, sérstaklega í aðdraganda einkavæðingarinnar. Leiðrétt fyrir hagsveiflunni Samanburðarhópur einkafyrirtækja á tímabilinu 1992 - 2005 var notaður til þess að leiðrétta fyrir mögulegar sveiflur í íslensku efnahagslífi. Báðir hópar fyr- irtækja sýna svipaða þróun en einkafyr- irtækin sýna þó marktækar breytingar samkvæmt fleiri mælikvörðum. Að standa andspænis breyttri samkeppni, það er að segja að standa andspænis einkavæðingunni, virðist ýta við þeim, burt séð frá ástandi efnahagsmála á hverj- um tíma. Fækkun starfsfólks einkavæddu fyrirtækjanna virðist vera ráðandi þáttur í breytingum á skilvirkni þeirra. Þetta gefur til kynna að einkavæðingin leiði ekki til marktæks bata nema fyrir fækk- un starfsfólks. A hinn bóginn undir- búa einkafyrirtæki sig gagnvart breyttu samkeppnisumhverfi með því að leita eftir aukinni arðsemi og skilvirkni. Þess ber þó að geta að einkafyrirtækin voru arðsöm og skilvirk fyrir einkavæðingu. Skilar einkavæðing bata? Skilar einkavæðing íslenskra ríkisfyr- irtækja marktækum bata fyrir rekstur þeirra. Stutta svarið er nei. Rekstur þeirra breytist hins vegar í jákvæða átt, þótt sjaldnast komi fyrir tölfræðileg já- kvæð marktækni. Jákvæð áhrif verða á samanburðarhópinn, einkafyrirtæk- in. Einkavæddu fyrirtækin halda áfram að vera arðsöm og skilvirk, þó fjölgun starfsmanna lækki suma mælikvarða í tengslum við skilvirkni, og breytast al- mennt í jákvæða átt samkvæmt mæli- kvörðunum. Einkafyrirtækin bæta sig samkvæmt mörgum mælikvörðum þó tveir mælikvarðar, skuldsetning og fjöldi starfsmanna, sýni að einkafyrirtæk- in færast marktækt í andstæða átt við einkavæddu fyrirtækin. ‘Greining er stytting á grein sem birt- ist í Tímariti um viðskipti og ejnahagsmál árið 2011 (árgangur 8, nr. 1). U VÍSBENDING 17. T Bl 2017 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.