Vísbending


Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 3
ÍSBENDING Vaxtalækkun á toppinum Peninganefnd Seðlabankans ákvað sem kunnugt er að lækka stýrivextí úr 5% í 4,75% þann 17. maí. Vaxtalækkun- in grundvallast á endurskoðaðri efnahagsspá sem birtist í nýjum Peningamálum. Krónan vegur þyngra en framleiðsluspennan Ljóst er að tveir meginþættir kallast á í tengsl- um við vaxtalækkunina. I fýrsta lagi er ljóst að mikil spenna er í hagkerfinu og á vinnumark- aði vegna sívaxandi umsvifa í ferðaþjónust- unni. Þannig er gert ráð fýrir meiri hagvexti á þessu ári en í febrúarspá bankans. Meiri slaki er í ríkisfjármálunum en búist var við og hús- næðisverð er farið að sigla fram úr aukningu ráðstöfunartekna. A hinn bóginn er gert ráð fýrir krónan haldi áfram að styrkjast og virðist sú staðreynd vega mest í þeirri ákvörðun að lækka vextina þrátt fýrir miklar andstæður í efnahagsmálun- um. Verðbólga hefúr þrátt fýrir allt haldist lág og verðbólguvæntingar markaðsaðila eru innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans til skamms tíma þótt væntingar séu um aukna verðbólgu þegar líður á árið. Þá gera markaðs- aðilar ráð fýrir að verðbólgan verði að með- altali 2,8% næstu fimm ár sem er yfir verð- bólgumarkmiðinu. Peningastefnunefndin telur að tryggja rnegi verðstöðugleika „til meðallangs tíma“ með vaxtalækkuninni eins og fram kom í yfirlýsingu hennar. Hún mun þó án efa fýlgjast mjög grannt með fram- vindunni á næstunni vegna mikiUar spennu í efnahagslífinu. Ferðaþj ónustan Utflutningsvöxtur hefur verið gríðarlegur í kjölfar uppgangsins í ferðaþjónusmnni. A síð- asta ári jókst útflutningurinn um ríflega 11% og í ár er búist við 10% vexti sem er meira en áður var gert ráð fýrir. Ferðaþjónustan er langstærsti undirliðurinn í þessum mikla vexti, en samkvæmt tölum Ferðamálastofú varð yfir 50% aukning í fjölda ferðamanna á fýrsm fjómm mánuðum ársins miðað við sama tíma 2016. Þá er sjávarútvegurinn að rétta úr kúmum. Aðlögunarhæfni krónunnar Gengi krónunnar var 18% hærra á fýrsta ársfjórðungi en á sama tíma árið 2016. Þetta er um 3% meiri gengisstyrking en Seðla- bankinn áædaði og gerir bankinn ráð fýrir að króna haldi áfram að styrkjast á næsmnni, þó með minni hraða en að undanförnu. Enginn vafi er á að gengi krónunnar hefúr leikið stórt hlutverk í aðlögunarhæfni þjóðarbúsins vegna stóraukinna útflutningstekna og um- svifa. Að mati aðalhagfræðings Seðlabankans endurspeglar gengisstyrkingin fýrst og fremst batnandi grunnþætti sem leitt hefúr til hærra jafúvægisraungengis. Hagvöxtur hefði ella orðið um 3% meiri á síðasta ári sem hefði þýtt miklum mun meiri framleiðsluspennu og aukna verðbólgu. Hagvöxtur umfram spár Hagvöxtur var yfir 10% á seinni árshelmingi 2016, en 7,2% fýrir árið í heild. Þetta er yfir 1% meiri hagvöxtur en Seðlabankinn spáði í febrúar. Skýringin á þessu fiáviki felst fýrst og fremst í hagstæðari utanríkisviðskiptum sem rekja má til meiri vaxtar í ferðaþjónustunni en bankinn spáði. Þjóðarútgjöld em hins vegar í takti við spár. Ljóst er að áhrifa stórauk- inna umsvifá í ferðaþjónustunni gætir bæði í samkeppnis- og þjónustugeiranum ef horft er á framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninganna. Aukinn sparnaöur Einkaneyslan hefur vaxið að meðaltali um 5% á síðustu ámm og nam vöxmr hennar tæpum 7% í fýrra eins og áður segir. Þtátt fýrir það er spamaður að aukast enda hafa launatekjur hækkað enn meira. Eins og ffam kom í erindi aðalhagffæðings á kynningu í tengslum við útgáfú nýrra Peningamála er mjög merkjan- legur munur á þróun einkaneyslu og spamað- ar nú en á fimm ára vaxtarskeiðinu árin 2003 - 2007. Einkaneyslan á síðasta ári jókst svipað og að meðaltali árin 2003 - 2007. Á hinn bóginn er sparnaður heimila um fjórfalt meiri en hann var árin fýrir efnahagshrun. Hagstæður viðskiptajöfnuður Viðskiptajöfnuður hefúr verið hagstæður ffá árinu 2009. Á síðasta ári var viðskiptajöfn- uðurinn jákvæður um 8% af vergri lands- framleiðslu sem er mesti afgangur sem mælst hefúr að árinu 2009 meðtöldu. Á síðasta vaxtarskeiði fýrir um áratug síðan var hins vegar viðvatandi halli á viðskiptajöfnuði sem náði hámarki á árinu 2006 þegar hann slag- aði í að vera 25% af vergri landframleiðslu. Þá var stór hluti umsvifa fjármagnaður með erlendu lánsfé eins og flestir muna. Við- skiptaafgangurinn nú hefúr hins vegar verið nýttur í að styrkja gjaldeyrisforðann og til niðurgreiðslu erlendra skulda. Þjóðhagslegur sparnaður var 29,3% af vergri landsfram- leiðslu á síðasta ári og hefúr einungis einu sinni mælst meiri þ.e. á árinu 1965. Slökun í ríltisfjármálum Á árinu 2015 slaknaði á aðhaldi í ríkisfjármál- um sem nemur 1,1% af landsframleiðslu og um 0,3% á síðasta ári sé leiðrétt fýrir hags- veiflunni. Á þessu ári mun aðhaldið minnka enn ffekar eða sem nemur 1,4% af landsfram- leiðslu. Aðhaldið í ríkisfjármálum er minna en Seðlabankinn hefúr gert ráð fýrir í sínum spám. Hins vegar myndi sú breyting að færa ferðaþjónusmna í sama virðisaukaskattsþrep og aðrar atvinnugreinar í landinu hafa jákvæð áhrif á aðhaldsstig ríkisfjármálanna á árinu 2018. Horfur á áframhaldandi miklum vexti Samkvæmt spá Seðlabankans er gert ráð fýrir að hagvöxtur á yfirstandandi ári verði í kringum 6,3%. Þetta er ævintýralegur vöxtur landsffamleiðslunnar, ekki síst í ljósi þess að á undanfömum sex árum hefúr landsfram- leiðslan vaxið samanlagt um yfir 20% að magni til. Eins og áður er vöxturinn drifinn áfram af auknum útflutningstekjum, en meiri slökun í opinberum fjármálum hefúr einnig áhrif til aukins vaxtar umfram það sem Seðlabankinn hafði áður gert táð fýrir. Einkaneyslan verður á svipuðu róli og á síð- asta ári eða í kringum 6,7% gangi spár eftir. Talsvert dregur hins vegar úr fjárfestingu, en talið er að hún muni aukast um 8,6% á þessu ári samanborið við 22,7% vöxt á árinu 2016. Munar þar mestu um minni atvinnuvegafjár- festingu. Ekkert lát er hins vegar á fjárfestingu í íbúðarhúsnæði sem talin er aukast um 24,5% á yfnstandandi ári. Fjárfesting hins opinbera eykst einnig verulega eða um 19% gangi spár eftir. Er þetta rétti tíminn til að lækka vexti? Andstæðurnar í efnahagslífinu eru hróp- andi um þessar mundir. Eins og áður hef- ur verið fjallað um í Vísbendingu má líkja ástandinu við að tvö hagkerfi séu í landinu þ.e. ferðaþjónustan og síðan „gamla hagkerf- ið“. Margir muna eftir umræðunni um nýja hagkerfið á árunum fýrir efnahagshrunið. Þá töldu margir að eðlisbreytingar hefðu átt sér stað í efnahagslífinu m.a. vegna nýsköpunar á fjármálamörkuðum. Að mati sumra var hagkerfið hér á landi ekki eins viðkvæmt og áður fýrir sveiflum í gengi krónunnar þar sem „raunhagkerfið myndi leiðrétta allar skekkj- ur fljótt og örugglega" eins og einhver hafði á orði á árunum fýrir efnahagshrun. Leið- réttingin kom jú að lokum, en hún var bæði sár og bitur fýrir þjóðina. Það örlar á að affur sé farið að leita skýr- inga á íslenska efnahagsundrinu í eðlis- VÍSBENDING 18.TBL.20I7 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.