Vísbending


Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 4
VíSBENDING breytíngum á mörkuðum. Þannig er nú rastt um að jafnvægisraungengið hafi hækkað sem þýðir m.ö.o. að staða atvinnulífsins hafi styrkst tíl langframa og að þolmörk þess fýr- ir ytri áfollum hafi aukist. Þá heyrist stund- um talað um að verðbólguvæntingar hafi lækkað til fiamtíðar litið m.a. vegna ódýrari framleiðslu í Asíulöndum og aukinna net- viðskipta. Verðbólguvæntingar eru hins vegar eðli máls samkvæmt lágar þegar fýrirsjáanlegt er að któnan muni halda áfram að styrkast. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist fýrst og fremst ein megin breyting skýra ástandið í efnahagsmálum um þessar mundir þ.e. uppgangur ferðaþjónustunnar eftir gosið í Eyjafjallajökli í mars árið 2010. Þessi breyting hefur leitt af sér mikinn búhnykk sem hefúr gert þjóðinni kleift að greiða niður skuldir framh. afbls. 2 sveitarfélaga gagnvart fjármálareglum sveit- arstjómarlaga annars vegar og laga um op- inber fjármál hins vegar. Einnig þarf að bæta upplýsingar um afkomu og fjárhagsáædanir fýrirtækja hins opinbera og treysta greiningu á stöðu og áformum m.t.t. markmiðs um heildarafkomu, fjárfestingar og skuldastöðu. Kanna þarf virkni fjármálareglna sveitarfélaga og hins opinbera með tillití til hagstjómar- legra markmiða. Að auki þarf að greina betur tækifæri til sjálfbærni og bætta samhæfingu opinberra fjármála. Við umfjöllun um fjármál sveitarfélaga undanfarin ár hefur komið berlega í ljós að sveitarfélögin geta ekki með góðu mótí lækk- að skuldir sínar án þess að draga veruiega úr framkvæmdum og fjárfestingu. Flest sveitar- félög hafa lagt þunga áherslu á hagræðingu í rekstri og telja margir að ekki verði lengra gengið í þeim efnum ef sveitarfélög eiga að hafa möguleika á að bjóða með sómasamleg- um þá lögbundnu þjónustu sem þeim ber. Þetta þýðir að skoða þarf vel hvort nauðsyn reynist að styrkja tekjugrunn sveitarfélaga svo þau geti bæði fjárfest og greitt niður skuldir. Viðleitni sveitarfélaga að lækka skuldahlutfallið undanfarin ár hefur í reynd bitnað á viðhaldi og uppbyggingu innviða. I ljósi þessa er ánægjuefni að í samkomu- laginu skuli aðilar þess sannmælast um að fara í vinnu við að greina og meta hvort rekstur sveitarfélaga geti talist sjálfbær með tilliti tíl þróunar tekna, gjalda og skulda. Við athugunina verði m.a. horft til íbúaþróunar, lýðfræðilegra þátta, forgangsröðunar, laga- skyldna, gæða þjónustu, innviða og hag- ræðingarmöguleika. Um mörg önnur sameiginleg verkefni er fjallað í samkomulaginu. Nú er unnið að gerð aðgerðaáædunar vegna þeirra þar sem verkefnaábyrgð og tímasetningar er ákveðn- ar. Að mati Sambands íslenska sveitarfélaga Aðrir sálmar og safna gjaldeyrisforða. Samtímis er fjárfest af miklum móð, gríðarleg spenna er á íbúða- markaði og aukin slökun í ríkisfjármálum. Reykurinn úr vélarrúminu nær enn sem komið er ekki upp á dekk. Mikill þrýstíngur hefur verið á lækkun vaxta víða úr samfélaginu og virðist að sumu leiti sem peningastefnunefnd sé að friða þau sjónarmið enda veití gengisstyrking krónunn- ar nægjanlegt peningalegt aðhald til meðal- langs tíma litíð að hennar matí. Það er hins vegar mikilvægt að bæði ríkisfjármála- og peningastefnan horfi frarn á veginn til að koma í veg fýrir neikvæð áhrif þegar hægir á vextínum. Margt bendir til að fremur sé ástæða til að stíga á bremsuna ffemur en auka slaka við núverandi aðstæður í efnahags- málunum. Q eru þau verkefni sem vinna skal að á grund- velli samkomulagsins mjög mikilvæg í þá átt að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið. Niðurstaða Að mati greinarhöfundar hafa lögin um opinber fjármál haft mikla þýðingu fýr- ir sveitarfélögin. Það hefúr orðið ákveðin viðhorfsbreyting hjá sveitarfélögunum í tengslum við aðkomu þeirra að stjórnun opinberra fjármála og ekki síður skiptir máli að skilningur á fjármálum sveitarfélaga hef- ur aukist mjög í fjármála- og efnahagsráðu- neytinu. Til marks um þennan aukna skiln- ing má nefna um 24 ma.kr. framlag ríkisins til sveitarfélaga í tengslum við jöfnun lífeyr- isréttínda. Þar með fengu sveitarfélögin, sem hluti hins opinbera, skerf í þeim gríðar- miklu tekjum sem ríkið fékk frá slitabúum föllnu bankanna. Það er öllum ljóst sem komið hafa að mótun og framkvæmd nýju laganna um opinber fjármál að um afar mikilvægt fram- faraskerf er að ræða við stjórnun opinberra fjármála og í þeirri viðleitni að stunda skyn- samlega hagstjórn og treysta stöðugleika í þjóðarbúinu. I lögunum er margar nýjungar og krefjandi verkefni sem mun örugglega taka tíma að framkvæma á þann hátt að sem flestir verði sáttir við. Einnig eiga samskipti ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laganna eftir að slípast betur til. Eins og fram kemur í samkomulaginu er mikilvægt verkefni að bæta allan talnagrunn fjármálaáædunar og móta verklag um hvernig með hann verður farið. Ótal önnur verkefni þarf að þróa. Við erum í reynd í stóru og miklu lærdómsferli og við munum örugglega gera einhver mis- tök á þeirri vegferð. Við skulum læra vel af þeim eins og vera ber, en (ýrst og fremst að virða ákvæði laganna af samviskusemi og nýta þau sem það stjórntæki sem við viljum að skili okkur fram á veginn. Q Einkavæðing og eigendur umræðunnar Það dylst engum að pólítísk rétthugsun ríkir á ýmsum sviðum á íslandi. Sem dæmi má nefna umhverfismál, innflytjendamál, áfengisumræðu og einkavæðingu í ríkisrekstri. Ef minnst er á þessa málaflokka í samfélags- umræðu rýs gjarnan upp herfýlking réttrún- aðarsinna, stundum kallaðir eigendur um- ræðunnar. Þessi rétttrúnaður á gjaman rætur að rekja í hugmyndaffæði stjórnmálaflokka sem eru nálægt jaðrinum. Hugmyndafræði er í eðli sínu ósveigjanleg skoðun. Þeir sem em á mótí virkjunum em einfaldlega á móti virkjunum svo dæmi sé tekið. Skiptir þá engu hvaða rök liggja fýrir að öðru leiti. Einkavæðing er annað dæmi. Að undan- förnu hefúr verið lífleg umræða um leyfi einkafýrirtækis í Armúla til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með legudeild. Eigendur umræðunnar króuðu heilbrigðisráðherrann af í umræðu á Alþingi og fengu hann til að sverja af sér öll einkavæðingaráform í heil- brigðiskerfinu. Ráðherranum ber lögum sam- kvæmt að taka afstöðu til starfsleyfis vegna rekstrarins en hefúr vikist undan og talið að landlæknir sé búinn að veita leyfið. Þessu er landlæknir hins vegar ósammála og telur að ráðherrann þurfi að taka afstöðu til málsins, hvort sem honum líkar bemr eða verr. Þarna em stjórnmálamenn farnir að Óttast um of eigendur umræðunnar. Langir biðlistar em eftir bæklunarað- gerðum á Landspítalanum en Klíníkin veitír þjónusm á því sviði. í úttekt Frjálsrar versl- unar fýrir nokkrum árum kom fram að um 17 þúsund skurðaðgerðir eru framkvæmdar á einkareknum skurðstofum hér á landi eða álíka margar og á Landspítalanum. Otvistun verkefna, einkavæðing eða hvað menn vilja kalla það er því nú þegar stór hlutí af heilbrigðiskerfinu. Þeir sem sækja sér þjón- ustu sérfræðilækna eru vel meðvitaðir um þetta, en stórar einkareknar læknastöðvar eru t.a.m. í Domus Medica, Glæsibæ, Orkuhús- inu og í Mjódd. I úttekt Frjálsrar verslunar kom jafnframt fram að rekstur einkastöðv- anna sé ódýrari og skilvirkari. Ekki er víst að svo sé í öllum tilvikum, en hins vegar er nauðsynlegt að ftam fari fagleg umræða um hvaða þjónustu sé hagkvæmt að útvista og hvað ekki. Það er engin ástæða til að geia hug- takið einkavæðingu að skammaryrði í um- ræðum um heilbrigðiskerfið. Hún er nú þegar til staðar í ríkum mæli. sg Ritstjóri: Sverrir H. Geirmundsson Ábyrgðarmaður: Jóhannes Benediktsson Utgefándi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvik. Sími: 512 7575. Netfang: joiben@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. ÖU réttindi áskilin. © Ritið má ekki afirita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 18.TBt.20l7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.