Vísbending


Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 2
VíSBENDING að hafa hliðsjón af henni við fjármálastjóm. Þegar ríki og sveitarfélög fjalla um sam- eiginleg fjármál hins opinbera er staða aðila mjög ólík. Ríkið er með sína miðstýringu og kemur fram sem einn aðili í samskiptunum. Samband íslenskra sveitarfélaga er á hinn bóginn málsvari 74 sveitarfélaga sem öll hafa sinn sjálfsákvörðunarrétt. Sá réttur er í raun óvenju mikill í samanburði við önnur lönd í OECD þegar litíð er til sjálfstæðis í tekju- öflun. Tæplega 90% tekna sveitarfélaga eiga uppruna sinn í sköttum og þjónustugjöldum sem þau sjálf leggja á íbúa sína og fasteigna- eigendur í sveitarfélögum, en rétt rúmlega 10% er bein millifersla frá ríkissjóði í gegn- um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. I mörgum löndum em þessu öfugt farið. Fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga gerir ríkar kröfúr tíl þeirra um að þau hagi fjár- málum sínum á ábytgan hátt. Það hafa þau flest gert í áranna rás og munu örugglcga gera áfram. Viðbrögð þeirra þegar hmnið brast á sýna að þau geta brugðist hratt við og dregið saman seglin og aðlagað fjármál sín ytri aðstæðum mun fýrr en ríkið. Vissu- lega hækkuðu skuldir sveitarfélaga á þessum tíma en síðustu ár hafa sveitarfélögin mark- visst verið að greiða niður skuldir sínar, eins og mynd 1 sýnir glögglega. Skuldahlutfallið hækkaði verulega í hruninu og skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta sveitarfélaga námu yfir 220% af tekjum árið 2010. Fimm árum síðar var þetta hlutfall komið undir hið lögbundna 150% mark og vísbendingar um 2016 gefa fyrirheit um umtalsverða lækkun. Þegar horft er til reksmrs sveitarfélaga á undanförnum árum blasir við að óstöðugt efnahagsumhverfi litar mjög afkomuna, eins og mynd 2 sýnir. Mikilvægt samkomulag í samkomulagi Sambands íslenskra sveitar- félaga við fjármála- og efnahagstáðuneytið og samgöngu- og sveitarstjómarráðuneytíð frá 6. apríl 2017, sem gert er á grundvelli laganna um opinber fjármál, er staða sam- bandsins og sveitarfélaganna m.t.t. stjórnunar opinberra fjármála nánar skýrð. Fram kemur að aðilar samkomulagsins hafi þann sameig- inlega skilning að samkomulagið bindi ekki ákvarðanir einstakra sveitarfélaga. Á hinn bóginn feli það í sér að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir því að sveitarfélög- in muni sem heild haga fjármálum sínum þannig að þau virði ákvæði og forsendur samkomulagins. Með sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 var sett ákvæði um fjármálareglur sveitar- félaga. Þær fela í sér jafnvægisreglu í rekstri sem skyldar sveitarfélögin til að hafa jákvæða niðurstöðu á hverju þriggja ára tímabili. Mynd 2 Rekstur A-hluta sveitarfélaga 2002 - 2015 sem hlutfall af tekjum ■20% 2002 2003 2004 2005 2006 2007 200« 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Afskriftir ■■■Framlegö ■■Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) —Rekstrarniöurstaða Einnig að skuldir A- og B-hluta, sem reikn- aðar eru á tiltekinn hátt, skuli ekki vera hærri en sem nemur 150% af tekjum. Sveitarfé- lögin hafa almennt sýnt að þau taka þessar reglur mjög alvarlega og hafa kappkostað að haga fjármálum sínum í samræmi við þær. I lögum um opinber fjármál eru settar fram nýjar reglur um skuldir og fleira. f útfærslu og við mótun sameiginlegs skilnings ríkis og sveitarfélaga á þeim reglum var niðurstaðan að meginþungi í aðlögun að markmiðum fjármálastefnu og fjármálaáætlunar hvíli á ríkinu. Við þau skilyrði þegar sveitarfélögin uppfylli fjármálareglur sveitarstjómarlaganna hvíli aðlögunin alfarið á ríkinu. I gildandi fjármálstefnu má sjá þess merki að þessi skiln- ingur hefur náð fram að ganga. í samkomulaginu er fjallað um mörg mikilvæg verkefni sem aðilar eiga að vinna að fyrir gerð nýs samkomulags á næsta ári. Fjárhagslegar forsendur fjármálastefnunnar skulu rýndar betur og bæta þarf þau gögn um afkomu og áædanir sem mynda forsend- umar. Endurskoða þarf regluverk til að sam- ræmda fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga til skemmri og lengri tíma og tryggja að fiam- setning fjárhagsupplýsinga endurspegli stöðu framh. á bls. 4 Tafla 1 Afkomu- og skuldaþróun 2017 - 2022 Hlutfall af vergri landsframleiðslu, % 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Hið opinbera, A-hluti Heildarafkoma 1 1,6 1,6 1,5 1,4 1,3 þar af ríkissjóður, A-hluti 1 1,5 1,4 1,3 1,2 1,1 þar af sveitarfélög, A-hluti 0 0,1 0,2 0,2 0,2 0,2 Skuldir* 37 34 30 28 27 26 þar af ríkissjóður, A-hluti 31 28 24 23 22 21 þar af sveitarfélög, A-hluti 5,9 5,8 5,5 5,2 5 5 Opinberir aðilar í heild Heildarafkoma 0,5 1,6 2,1 2,5 2,4 2,3 þar af hið opinbera, A-hluti 1 1,6 1,6 1,5 1,4 1,3 þar af fyrirtæki hins opinbera -0,5 0 0,5 1 1 1 Skuldir* 59 55 50 47 45 43 þar af hið opinbera, A-hluti 37 34 30 28 27 26 þar af fyrirtæki hins opinbera 22 21 20 19 18 17 •Heildarskuldir, að frátöldum llfeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015. um opinber fjármál. 2 VÍSBENDING • 18. TBL. 2017

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.