Vísbending


Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.05.2017, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 18. maí 2017 18. tölublað 35. árgangur ISSN 1021-8483 Sveitarfélög og opinber fjármál Mynd 1 Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaganna sem hlutfall af tekjum 2002 - 2015 250% 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 •■■A-hluti ■■A-og B-hluti Skuldaregla Karl Björnsson framkvœmdastjóri Sambands & íslenskra sveitarfélaga Með setningu laga nr. 123/2015 um opinber fjármál hófst ný og merki- leg saga í fjármálum hins opin- bera. Undirllggjandi meginmarkmið laganna er að innleiða sameiginlega langtímahugsun í fjármálastjórn hjá ríki og sveitarfélögum. Með semingu sveitarstjómarlaga nr. 45 /1998 var sveitarfélögum gert að gera áædan- ir til fjögurra ára. Fyrir hver áramót ber þeim að samþykkja fjárhagsáædun fýrir næsta ár og síðan þriggja ára áædun til viðbótar. Þessa langrímahugsun hefur algjörlega skort í fjár- málastjóm ríkisins. Fjármálastefna og -áætlun I kjölfar bankahrunsins á Islandi 2008 leitaði þáverandi ríkisstjórn eftir lánafýrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lánveitingunni fýlgdi ítarleg efnahagsáædun sem miðaði að því að koma á efnahagslegum stöð- ugleika. Snar þáttur í efnahagsáæduninni var samkomulag milli ríkisstjórnarinnar við sjóðinn um stjórnun fjármála hins opin- bera. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði athugasemd við það að sveitarfélögin hefðu ekki komið að gerð samningsins þó svo að hlutur þeirra nemi rúmum þriðjungi af sam- neysluútgjöldum hins opinbera. Fundað var með fúlltrúum AGS, þar sem sjónarmiðum sambandsins um mikilvægi þess að sveitar- félögin kæmu að stjórnun opinbera fjármála var komið á framfæri. Þessi málflutningur skilaði sér í því að þegar vinna hófst við smíði frumvarps um opinber fjármál var fram- kvæmdastjóra sambandsins boðið að sitja í stýrinefnd sem hafði umsjón með verkinu. Þess var gætt að öll ákvæði laganna sem fjöll- uðu um sameiginleg fjármál ríkis og sveitarfé- laga væru mótuð í góðri sátt aðila. Afúrð þessarar samvinnu kemur að mestu fram í 11. gr. laganna um samskipti og sam- ráð ríkis og sveitarfélaga. Formlegt og reglu- bundið samstarf við sveitarfélögin skal viðhaft um mótun fjármálastefnu og fjármálaáædun- ar. Ráðherra fjármála skal leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga, fýrir hönd sveitarfélaga, áður en áædunin er lögð fýrir Alþingi, þar sem m.a. er fjallað um eft- irfarandi þættí: 1. Markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga til næstu fimm ára. 2. Ráðstafanir til að tryggja að markmið um afkomu sveitarfélaga náist. 3. Fjármögnun opinberrar þjónustu og tekjur sveitarfélaga. 4. Verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Á ríki og sveitarfélögum hvílir gagnkvæm skylda til að leggja fram greinargóðar upplýs- ingar um afkomu, skuldbindingar og eignir á næsdiðnum tveimur árum og áædaða þró- un þeirra næstu fimm ár. Samband íslenskra sveitarfélaga skal hafa umsjón með upplýs- ingaöflun um fjárhagsleg málefni sveitarfé- laga og stofnana og félaga í þeirra eigu. Á síðasta ári var fýrsta samkomulag aðila gert á grundvelli nýju laganna. Vegna tíma- skorts var fjármálstefnan og fjármálaáætlunin til næstu fimm ára unnin samhliða. Á þessu ári var á hinn bóginn unnið með þessi mál í réttri röð. Fyrst var fjármálastefnan mótuð og samþykkt á Alþingi. Fjármálastefnan felur í sér markmið um afkomu- og skuldaþróun hins opinbera og opinberra aðila í heild og em þau dregin saman í eftirfarandi töflu. Sá rammi sem fjármálastefnan markar er algjört grundvallaratriði sem byggja þarf á við útfærslu opinberra fjármála næstu árin. Fjármálaáætlun þarf að rúmast innan þessar- ar stefnu og fjárlög hvers árs þurfa að rúmast innan fjármálaáætlunar. Eins og fram kemur er gert ráð fýrir að heildarafkoma sveitarfélaga í A-hluta, sem er sá hluti í starfsemi sveitarfélaga sem fjár- magnaður er með skatttekjum, verði jákvæð. Einnig er gert ráð fýrir að skuldir sveitar- félaga fari lækkandi. Fjárhagsupplýsingar í fjármálastefnunni em settar fram á svoköll- uðum GFS-staðli sem felur m.a. í sér að fjárfestingarútgjöld em hluti heildarútgjalda. Þessi framsetning er sveitarstjómarmönnum ekki töm og nokkum tíma mun taka fýrir þá framh. á bls. 2 1 Fjárhagslegt sjálfstæði sveitar-; f\ félaga gerir ríkar kröfúr um • £| ábyiga fjármálastjórn og: áædanagerð. Lög um opinber fjármál hafa milda þýðingu fýrir sveitar- félögin og ákveðin viðhorfs- breyting hefúr áttsérstað. 3Seðlabankinn teflir djarft með því að lækka vexti á toppi hagsveiflunnar við mikla undirliggjandi þenslu. 4Ótti stjómmálamanna við hugtök eins og einkvæðingu má ekki hamla framþróun og framleiðniaukningu. VÍSBENDING • 18.TBL. 2017 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.