Fréttablaðið - 25.10.2022, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654.
Hlutdeildarlánum er ætlað
að aðstoða fyrstu kaup-
endur og þá sem ekki hafa
átt fasteign síðastliðin fimm
ár. Lánin eru fyrir þá sem
hafa ekki haft tækifæri til
að safna nægu eigin fé til að
eignast fyrstu fasteign.
Hlutdeildarlán HMS komu til sög-
unnar í nóvember 2020 og fyrsta
úthlutun var í desember sama ár.
„Frá upphafi höfum við móttekið
tæplega 1.100 umsóknir og höfum
samþykkt 650 af þeim,“ segir Einar
Georgsson, sérfræðingur hjá HMS,
þegar hann var spurður um hlut-
deildarlánin. Úrræðið er háð þeim
skilyrðum að umsækjendur þurfa
að vera undir ákveðnum tekju-
mörkum, standast greiðslumat og
uppfylla önnur skilyrði lánareglna
HMS.
„Í dag hafa 414 heimili, sem
telja um 763 einstaklinga, notið
aðstoðar okkar við að eignast sína
fyrstu eign, sem þau hefðu ekki
átt kost á að öðru leyti og væntum
við þess að um 450 heimili hafi
nýtt sér úrræðið fyrir áramót. Þau
heimili telja þá um 830 einstakl-
inga sem til gamans má geta að er
svipaður fjöldi og býr í Grundar-
firði,“ segir Einar enn fremur.
„Samtals höfum við aðstoðað
177 fjölskyldur við að eignast
fasteign á höfuðborgarsvæðinu
og 237 á öðrum svæðum. Flest lán
eru í Reykjavík, samtals 122, þá
eru 99 lán í Reykjanesbæ og 52 á
Akureyri. Áhugavert er að um 76%
af lántakendum eru undir 35 ára
Margir hafa nýtt sér hlutdeildarlán Einar Georgs-
son, sér-
fræðingur hjá
HMS, segir að
414 heimili hafi
nú þegar fengið
hlutdeildarlán.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
þannig að hlutdeildarlán eru að
gagnast ungu fólki við að eignast
sína fyrstu eign.
Góð leið til að eignast íbúð
Í okkar huga eru hlutdeildarlán
góð leið til að aðstoða aðila sem
hafa greiðslugetu en ná ekki að
safna eigin fé til að komast á hús-
næðismarkað. Hins vegar er lítið
framboð eigna í augnablikinu
og verðhækkanir undanfarið
hafa valdið því að hægt hefur á
úrræðinu. Eins og staðan er í dag
er talsvert af íbúðum í byggingu og
væntum við þess að úrræðið nái
sér á strik með auknu framboði á
næstu misserum,“ greinir hann frá.
„Umsóknartímabil eru sex sinn-
um á ári og reynum við að hafa
opið fyrir umsókn annan hvern
mánuð og nota næsta mánuð á
eftir til að fullvinna umsóknir og
svara umsækjendum. Hægt er að
sækja um hvort sem fólk er komið
með samþykkt kauptilboð eða
ekki en þá er hægt að fá lánsvilyrði
sem gildir í þrjá mánuði.“
Einar segir að almennt þurfi
fyrstu kaupendur að hafa safnað
eigi minna en 15% af kaupverði en
hvað hlutdeildarlánin varðar er
krafa um að umsækjendur eigi að
lágmarki 5% umfram skuldir. Þá
er að öllu jöfnu lánað þannig að
íbúðalán nemur 75% af kaupverði,
hlutdeildarlán er 20% og svo koma
5% frá kaupendum,“ segir hann.
Hlutdeildarlán fyrir nýjar eignir
Þegar Einar er spurður hvort hægt
sé að fá hlutdeildarlán fyrir allar
íbúðir og alls staðar á landinu,
svarar hann: „Já, allar nýja eignir
óháð staðsetningu geta fallið
undir skilyrði hlutdeildarlána, í
reglugerð um hlutdeildarlán er sú
krafa að þær íbúðir er falla undir
úrræðið séu nýjar og uppfylli
ákveðin skilyrði um stærðar- og
verðmörk sem HMS þarf að sam-
þykkja. Með þessu er meðal ann-
ars verið að horfa til þess að við-
skiptavinir okkar sem fjármagna
íbúðakaup með hlutdeildarláni
geti búið í eigninni fyrstu árin án
þess að hafa áhyggjur af viðhaldi
og kostnaði samfara því.
Einar er einnig spurður hvernig
hlutdeildarlánin séu öðruvísi en
önnur lán og hvernig vextir séu á
þeim: „Þessi lán eru sérstök að því
leyti að þú greiðir ekki mánaðar-
legar af borganir og þau eru hvorki
með vexti né verðbætur heldur
fylgja verðmæti eignarinnar og eru
endurgreidd við sölu. Þannig að
ef lánið er 20% af kaupverði þá er
uppgreiðsluverðmæti 20% af sölu-
verði hvort sem það hefur hækkað,
lækkað eða staðið í stað. Það er
ekki hægt að flytja þessi lán með
sér á aðra eign,“ útskýrir hann.
Einar segir að starfsfólk HMS
hafi fundið fyrir þakklæti hjá við-
skiptavinum vegna hlutdeildar-
lánanna. „Fólk fær möguleika á
að eignast fasteign og það er alveg
ljóst að án hlutdeildarlána væru
margir fastir á leigumarkaði eða í
foreldrahúsum.“
HMS hefur einnig annars konar
lánakosti. Einar segir að HMS hafi
upp á að bjóða talsvert af verk-
færum til að aðstoða lántakendur
við að eignast eigið húsnæði.
Önnur lánaúrræði
„Við erum með almenn húsnæðis-
lán vegna kaupa á fasteign til eigin
nota þar sem veðhlutfall getur
verið allt að 80% af kaupverði. Við
erum með endurbótalán til að
aðstoða við nauðsynlegt viðhald
og endurbætur á heimili. Einn-
ig erum við með nýbyggingalán
vegna byggingar á eign til eigin
nota eða kaupa á nýbyggingu, þar
sem lánað er í tvennu lagi í takt
við framkvæmdir. Lánin eru veitt
óháð staðsetningu húsnæðis,“
útskýrir hann.
„Landsbyggðarlánin okkar eru
ætluð til fjármögnunar á byggingu
hagkvæmra íbúða á landsbyggð-
inni, með það að markmiði að
tryggja fólki aðgang að fjármagni
til að byggja eigin húsnæði óháð
staðsetningu. Hægt er að fá lánin
greidd út á framkvæmdatíma.
Einnig erum við með sér þarfa-
lán sem eru aukalán sem veitt eru
einstaklingum sem hafa skerta
starfsorku, eru með fötlun eða
hreyfihömlun til að gera breyt-
ingar á íbúðarhúsnæði sem nauð-
synlegar eru vegna sérþarfa þeirra.
Lánin eru einnig veitt til kaupa
eða byggingar á húsnæði sem er
dýrara en ella vegna sérþarfa.“ n
Starfsmenn HMS aðstoða fólk
með lánaumsóknir. HMS er í
Borgartúni 21. Einnig er hægt að
kynna sér lánin á vefsíðunni hms.is
Þessi lán
eru sér-
stök að því
leyti að þú
greiðir
ekki
mánaðar-
legar
afborganir
og þau eru
hvorki
með vexti
né verð-
bætur
heldur
fylgja
verðmæti
eignar-
innar og
eru endur-
greidd við
sölu.
2 kynningarblað 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFYRSTA HEIMILIÐ HLUTDEILDARLÁN