Fréttablaðið - 25.10.2022, Page 32
Fagmenn og starfsfólk með
mikla reynslu vinnur hjá
Flügger þar sem viðskipta-
vinir geta valið á milli rúm-
lega 40.000 lita þegar kemur
að því að mála heimilið og
hafa miklar tækniframfarir
orðið í framleiðslu á máln-
ingu. Fyrir utan málninguna
fæst í versluninni meðal
annars litað spartl og ný
veggfóðurslína.
„Hjá Flügger fæst breitt úrval fyrir
fólk sem hefur hug á að fara í máln-
ingarvinnu og við erum með allt í
málningarverkefni enda er slagorð
okkar „Fyrir fólk í framkvæmdum“
og við erum þekkt fyrir gæðavöru
á góðu verði,“ segir Elín Ólafs-
dóttir, sölu- og mannauðsstjóri hjá
Flügger.
„Hjá Flügger starfa bæði fag-
menn og fólk með mikla reynslu
sem getur leiðbeint viðskipta-
vinum og þá skiptir ekki máli
hvað þeir eru fara að gera innan-
eða utanhúss. Við fáum mis-
munandi fyrirspurnir á hverjum
einasta degi og við erum með allar
lausnirnar, hvort sem fólk ætlar til
dæmis að mála vegg eða spartla.
Við erum með góðar upplýsingar
á vefsíðunni okkar og er verslunin
við Stórhöfða 44 opin frá sjö á
morgnana til 19 á kvöldin alla daga
vikunnar. Það er mikilvægt þegar
fólk er á fullu og vantar kannski
meiri málningu, málningarlím-
band eða pensil að geta þá farið í
búðina.“
Elín segir að 75% af vörunum hjá
Flügger séu umhverfisvæn og með
umhverfisvænum merkingum.
„Þetta skiptir miklu máli varðandi
loftgæði og við erum afar stolt af að
bjóða upp á svona umhverfisvænar
vörur. Þetta er orðin meiri krafa og
við sjáum það til dæmis í útboðum
á stærri byggingarframkvæmdum
og þar erum við mjög sterk.
Við erum auk þess stolt af að
sinna samfélagslegri ábyrgð og
það gerum við í gegnum Andelin-
verkefnið okkar. Þar erum við í
samstarfi við fjölmörg félög og
hagsmunasamtök þar sem fólk
getur komið til okkar og valið sér
félög og hagsmunasamtök til að
styrkja en 5% af kaupum við-
skiptavinarins fer til dæmis til
ákveðins styrktarfélags sem hann
velur og viðskiptavinurinn fær svo
afslátt.“
Rúmlega 40.000 litir
Elín segir að málning sé ekki bara
málning og að þetta sé ótrúlega
magnaður heimur og að kosturinn
við að mála sé að þetta sé ódýrasta
andlitslyfting sem hægt er að gera
fyrir heimili. „Hvítt er ekki einu
sinni bara hvítt og við aðstoðum
fólk varðandi það hvað þarf í
verkið og hvað þarf að gera. Við
bjóðum upp á þúsundir lita: nánar
tiltekið yfir 40.000 liti,“ segir Elín.
En það er ekki einungis máln-
ingarlitur sem þarf að velja þegar
mála á heimilið heldur þarf að
huga að fleiru. Hún talar um hver
sé tilgangurinn með rýminu sem á
að mála og hvort fólk vilji slaka þar
á eða skapa stemningu. „Litir eru
frábær leið til að skapa stemningu.
Það getur verið misjafnt á milli
manna hvernig fólk upplifir litina
og mikilvægasti ráðgjafinn er
í raun og veru tilfinning við-
komandi fyrir rýminu sem á að
fara að mála. Það þarf til dæmis að
spá í hvaða aðrir litir eru í rýminu,
hvernig gólfefnið er og hvernig
lýsingin er þar inni.“
Hvað með litatískuna?
„Það er mikil tíska í litum. Það
er ekki langt síðan hvítt og grátt
var vinsælast en núna er fólk farið
að velja meira aðra liti og mála
til dæmis loft og veggi í sama
lit. Við sjáum að það er farið að
velja dekkri liti í svefnherbergi; á
sumrin er bjart allan sólarhring-
inn og það veitir meiri slökun að
vera með dekkri liti bæði á lofti og
veggjum. Þetta er annars smekks-
atriði. Þá eru jarðlitir í tísku núna
– grænir og brúnir – og svo einnig
bláir og bleikir pastellitir. Þá eru
gulir tónar með. Þetta var vinsælt á
árum áður en er að koma aftur.“
Alveg mött
Miklar tækniframfarir hafa orðið í
framleiðslu á málningu.
„Það eru mismunandi gljástig á
málningu og það eru mismunandi
bindiefni í málningu og þetta eru
hlutir sem starfsfólk Flügger er sér-
fræðingar í og getur aðstoðað við-
skiptavinina við að finna út úr. Við
erum til dæmis með mismunandi
tegundir af veggjamálningu. Áður
fyrr þurfti fólk að velja mjög hátt
gljástig og gljástig þýðir hversu
mikið birtan endurkastast af
veggnum. Það þurfti alltaf að vera
hátt gljástig til þess að geta þrifið. Í
dag seljum við til dæmis málningu
sem kallast DEKSO 1 sem er alveg
mött en hún er samt þrifheldin.
Auk þess er hægt að mála með
henni bæði loft og veggi af því að
hún er mött og endurkast er lítið
sem ekkert. Ef það eru til dæmis
misfellur í veggjum þá verða þær
ekki eins sýnilegar þar sem það
er lítill sem enginn gljái. Þetta
breytir líka upplifuninni á litnum
sem verður mýkri og þægilegri
og litirnir verða ekki eins áhrifa-
miklir þegar þeir eru mattari. Það
er meira áreiti í litum sem í er meiri
glans. Þessari DEKSO 1-málningu
fylgir líka mikill vinnusparn-
aður þar sem loft og veggir eru þá
gjarnan málaðir í sömu litunum
þannig að það þarf ekki að skipta
um málningu og teipa við loft
heldur mála alla fletina með sömu
málningarrúllunni.“
Sumt fólk vill þó meira gljástig
og hjá Flügger fæst úrval af slíkri
málningu.
Veggfóður og litað spartl
Hjá Flügger fæst meðal annars
ný veggfóðurslína og litað spartl
sem hægt er að setja á gólf, veggi
og húsgögn. Elín segir að spartlið
sé tilvalið þegar á að fríska upp
á umhverfið og að margir arki-
tektar hafi valið það. „Það verða
engir tveir veggir eins með lituðu
spartli.“
Veggfóðurslínan og litaða
spartlið er frá dótturfyrirtæki
Flügger, DETALE CPH. „Þetta eru
ótrúlega skemmtilegar vörur sem
hafa vakið mikla athygli og er hægt
að skoða úrvalið og fá leiðbeining-
ar á heimasíðunni. Veggfóðrið sem
við erum að selja er mjög vandað
og við reynum að hafa hönnunina
sígilda þannig að þetta standist
tímans tönn. Okkur finnst það
vera mikilvægt.“
Hjá Flügger fæst notendavænt
spartl til að gera við sprungur í
veggjum og verkfæri í þá vinnu.
„Stundum er fólk að setja upp
veggi og þá þarf að ganga vel frá því
og þá þarf að grunna og kítta sem
og til dæmis kaupa vörslupappír til
að verja gólfið og framlengjanleg
sköft til að geta málað loftið.“
Ýmiss konar upplýsingar og ráð
er að finna á heimasíðu Flügger,
f lugger.is „Við gefum út tímarit
með ráðgjöf, erum með fullt af
innblæstri fyrir framkvæmdir á
síðunni okkar og við erum sterk
á samfélagsmiðlum. Við mælum
með að fólk skoði þetta allt svolítið
og pæli í þessu og komi til okkar
í ráðgjöf og versli allt á staðnum
sem þarf og fari svo heim og græi
þetta.“ n
Það er mikil tíska í
litum. Það er ekki
langt síðan hvítt og grátt
var vinsælast en núna er
fólk farið að velja meira
aðra liti og mála til
dæmis loft og veggi í
sama lit. Við sjáum að
það er farið að velja
dekkri liti í svefnher-
bergi: á sumrin er bjart
allan sólarhringinn og
það veitir meiri slökun
að vera með dekkri liti
bæði á lofti og veggjum.
Fagmenn Flügger gefa góð ráð um litavalið
Elín Ólafsdóttir segir að það séu ótrúlega margir litir að velja úr hjá Flügger. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
12 kynningarblað 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFYRSTA HEIMILIÐ MÁLNING