Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Síða 1

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Síða 1
******************************************************************* 13. tölublað Þorlákshöfn 13. nóvember 1985 1. árgangur Þær standa í löngum beinum röðuin sitt hvoru megin við bandið söltunarstúlkurnar í Suðurvör. Þær vinna fumlaust, skera síldina hratt og ákveðið og einbeitnin skín úr hverju andliti. Enginn eyðir tímanum í kjaftæði. Þær líta stöku sinnum upp og kalla þá „salt“ eða „tunna“, og skotra þá um leið óþolinmóðar augunum að næsta þjónustumanni, en þeir hamast kófsveittir við að hafa undan því ekki er slegið slöku við. Kvenfólkið er einrátt við söltunina og hausskurðinn og það borgar sig að vera afkastamikill, því greitt er visst á tunnuna. Annað starfsfólk (aðallega karlmenn) við verkunina eru afturámóti eitthvað lægra launaðir. Ætli þeim sé kunnugt um þetta hjá jafnréttisráði? Sjálfsagt finnst mörgum þessi vinnutilhögun við síldarsöltun vera gamaldags og heyra sögunni til, en þeir eru líka til sem vilja meina að ekkert jafnist á við það andrúmsloft er skapast í kringum síldina á þennan hátt og lýsa frati á alla vél- og tæknivæðingu. Hún Dísa er kankvís á svip, rétt það augnablik sem hún má vera að því að horfast í augu við myndavélina. Það var búið að kosta mikla bið að bíða eftir þessu tækifæri. Svo hélt hún áfram eins og ekkert hafi í skorist við að vöðla síldina og koma henni í tunnuna. Ljósmyndari FM hitti á Grím Magnússon frá Flögu þar sem hann var að loka tunnum í Glettingi. „Það er miklu þægilegra að loka þessum plasttunnum heldur en að berja aftur trétunnurnar, þó svo það hafi nú aldrei vafist fyrir okkur,“ lét Grímur hafa eftir sér. Grímur starfaði um árabil sem vörubílstjóri, lengst af á eigin vegum og svo um nokkurra ára skeið hjá Meitlinum. Þögn er sama og samþykki Ekki fer það framhjá neinum sem fylgist með hafnarmálum í Þorlákshöfn, sú mikla ólga sem ríkir í hafnarstjórn. Svo virðist sem hinn RÁÐHERRASKIP- AÐI hafnarstjóri sé þar aðal maður og þurfi ekki að hlusta á einn eða neinn, eða svara einu né neinu, sbr. gein í FM 16/10 s.l. Undirritaðir ítreka nú einu sinni enn þá kröfu sína um að fá annan löndunarkrana strax, til að koma í veg fyrir það öngþveiti sem hér ríkir á vertíðum. Nær alltaf er löndunarbið frá 1 uppí 5-6 klst! Og hvað skeði ef þessi blessaði löndunarkrani bilaði yfir háannatímann? Þetta er óviðunandi ástand sem verður að breytast. Einnig er þetta mik- ill kostnaður fyrir fiskverkendur og þá sem að þessu standa. Árið 1981 létu þrír menn hér á staðnum smíða löndunar- krana, en ekki mátti setja hann upp þar sem hægt var að nota hann. Þetta er þverskurðarmynd af samstarfi við hafnarstjóra. Það sakar ekki að geta þess að á Eyrarbakka og Stokkseyri eru löndunarkranar sem lítið eru notaðir. Á síðustu vetrarvertíð lönd- uðu litlu bátarnir í Þorlákshöfn 1200 tonnum með einum lönd- unarkrana. Það er í raun og veru furðulegt að yfirmaður Landshafnarinnar skuli vera fremstur í flokki með það að koma af stað óánægju á meðal þeirra sem vilja vel í málefnum hafnarinnar. Undirritaðir krefjast þess að í Þorlákshöfn komi annar löndun- arkrani og verði settur upp tafar- laust. Jón M. Arason co/ Óskasteinn ÁR 116 Sveinn Steinarsson co/Gulltopp- ur ÁR 321 Kristinn S. Kristins co/Særós KF 207 Heimir B. Gíslason co/Guð- björn ÁR 34 Karl Sigmar Karlsson co/Snör ÁR16 Frlingur Ævar co/Eyrún ÁR 66 Guðmundur Garðarsson co/Sæ- unn Sæmundsdóttir ÁR 60 Hallgrímur Sigurðsson co/ Suðurvör hf. Þorvaldur Firíksson co/mb. Lilli Lár Jóhann Rúnar Magnússon co/ Brimir NS 21 og Högni NS 10. Af efninii: Á haustin hleypir síldin nýju blóði í atvinnulífið í verstöðvun- um hér sunnanlands, líkt og annarsstaðar á landinu. Því þótti vel við hæfi að helga síldinni og síldarvafstrinu almennt, gott pláss í blaðinu að þessu sinni, en síldarvertíðin stendur nú sem hæst. Vert er að vekja athygli á skrifum Magnúsar Grímssonar bónda á Jaðri í Hrunamanna- hreppi sem hann kýs að kalla Jaðarsfréttir en þær birtast nú að nýju eftir nokkurt hlé. Vitað er að margir hafa beðið þessara pistla með nokkurri eftirvænt- ingu. Byggingaframkvæmdir í skrúðgarðinum Ákveðið hefur verið að byggja lítið tilraunahús úr vikursteini og staðsetja það í skrúðgarðin- um í Þorlákshöfn. Munu það vera þýskir aðilar sem standa straum af kostnaði og byggja húsið sem ætlað verður fyrir áhöld og aðstöðu fyrir garðinn. Húsið mun verða byggt í til- raunaskini en það furðar mjög Þjóðverja að Islendingar skuli ekki notfæra sér þetta góða byggingarefni sem þeir kaupa dýrum dómum frá íslandi á meðan hér eru byggð timburhús í trjálausu landi. F U N A O F N A R FUNA OFNAR HVERACERÐ! SÍMI 4454 FUN A K A T L A R

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.