Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Blaðsíða 3
Fréttamolinn
Fréttamolinn
Símar: 4144 & 4233. Heimasími: 4434
HVERGERÐINGAR - SUNNLENDINGAR
Hef fengið
mikið úrval af
ljósum og
kösturum.
Verslið við
fa gm anninn
Kynnið ykkur jólatilboðin á:
Myndböndum, sjónvörpum og
hljómflutningstækjum.
Hrafnhildur skrifar um sund
Nú í haust hefur fjölgað á
sundáefingum og koma inn nýir
meðlimir á hverja æfingu. Fram
undir þetta hafa nýliðar mætt á
mánudögum miðvikudögum og
föstudögum kl. 17.30 og byrjað
þrek og úthaldsþjálfun með
skokki og léttum æfingum, en
síðan í sund og þar hafa þau synt
í u.þ.b. 30 mínútur. Hefur þetta
verið glaðlegur og áhugasamur
hópur sem gaman er að starfa
með.
Fyrsta sundmót keppnisársins
hófst 13. október með því að KR
hélt sitt árlega félagsmót í Sund-
höll Hafnarfjarðar. Þar sem ég
reyni að velja yngra liðinu
skemmtilegri mótin tók ég þau
eldri og reyndari á þetta mót. Til
verðlauna voru auk hin hefð-
bundnu 1., 2. og 3. verðlauna
veglegur gripur, Flugfreyjubik-
arinn fyrir 100 m skriðsund
kvenna sem gefinn var af Rögn-
valdi Sigurjónssyni til minningar
um systur sína Báru Sigurjóns-
dóttur fyrstu flugfreyju íslend-
inga sem fórst í flugslysi norður í
Héðinsfirði 1947.
Einnig voru gefin verðlaun
fyrir flesta sigra í karla og
kvennagreinum.
Þar fengu bæði Magnús og
Bryndís fullt hús, eða þrjá sigra
og Bryndís fékk hinn veglega
Flugfreyjubikar. Þetta er í annað
sinn sem hún vinnur þennan
gnp-
Tímar keppenda Þórs í þessu
móti eru:
200 m. skriilsund kvenna:
1. BryndísÓl...............2:15,8
4. Hugrún Ó1...............2:17,2
200 m. skriðsund karla:
1. MagnúsÓl................2:05,0
100 m. baksund kvenna:
5. HugrúnÓl..................1:18,5
100 m. flugsund kvenna:
1. Bryndís Ól................1:11,0
lOOm. flugsund karla:
1. MagnúsM. Ól ........... 1:03,3
100 m skriðsunbd kvenna:
1. BryndísÓl.................1:00,3
Flugfreyjubikarinn
5. HugrúnÓl..................1:06,1
100 m skriðsund karla:
1. MagnúsM. Ó1.............. 54,8
27. október var haldið á Sel-
fossi unglingamót HSK í sundi
sem er fyrir 14 ára og yngri. Þar
voru fleiri keppendur frá Þór en
á KR mótinu.
Stigin féllu þannig:
Félag Kepp SkránStig Sæti
Selfoss 33 66 112 1
UFHÖ 16 38 41 3
Þór 9 24 71 2
Hekla 8 10 12
Bisk. 3 5 10
Hrun.hr. 6 11 15
Skeið 2 5 14
Keppt var um bikar sem Haf-
steinn Þórisson gaf og fékk hann
sá keppandi sem mest hafði bætt
sig í grein frá því á síðasta
unglingamóti HSK. Hreppti
Guðný Ingvarsdóttir Selfossi
þann grip fyrir að bælta sig um
10 sekúndur í 50 m bringusundi
meyja (12 ára og yngri).
Þeir sem kepptu voru:
Gísli Böðvarsson ‘71
Eggert S. Stefánsson ’72
Arnar F. Ólafsson ’73
Einar Ö. Davíðsson ’73
Hugrún Ólafsdóttir ’71
Jóhanna Kr. Jakobsdóttir ’74
Harpa Böðvarsdóttir ’75
Guðbjörg Heimisdóttir '16.
Fjölbreytt og aukið
úrval gjafavöru.
Jólabækurnar eru
á leiðinni og sumar
eru komnar.
Kaupið jólagjafirnar í
tíma.
Til sölu:
Dodge Aspen S:E 6 cyl., sjálfskiptur ekinn ca.
70.000 km. Sami eigandi frá byrjun, má ræða
skilmála, skipti möguleg, verð 290.000. Upplýsing-
ar í síma 3702 og 1885 á kvöldin.
Hljómsveitin Ópera
Flytur vandaða danstónlist við allra hæfi.
Umboð: Heimir, sími 99-3660.