Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Page 8

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Page 8
Vík í Mýrdal Glerharðar snj ómokstursreglur Góð síldveiði hefur verið undanfarinn hálfan mánuð og hefur hún veiðst fyrir austan land og á Austfjörðum. Langt hefur því verið að sækja silfrið, en bátarnir hafa verið fljótir að fylla sig og því hafa hlutirnir gengið vel fyrir sig. Það má eiginlega segja að undanfarinn hálfan mánuð hafi verið fastar áætlunarferðir Þorlákshöfn- Austfirðir-Þorlákshöfn, hjá öll- um nótabátunum. Síldin hefur verið mjög stór og falleg, allt að 75% í fyrsta stærðarflokk sem er mjög gott. Söltun er að mestu lokið og lýkur væntanlega í öllum stöðv- unum nú eftir helgina. Veðrátt- an í október og það að síldin hefur svo til eingöngu veiðst fyrir austan hefur orsakað það að Þorlákshöfn fer með veruleg- an skertan hlut út úr síldar- söltununni, þó svo ræst hafi úr að undanförnu. Það sem eftir verður af afla verður fryst eftir að söltun lýkur, en frysting er þegar hafin hjá Meitlinum. Einn nótabátur héðan úr Þor- lákshöfn er búinn með sinn síld- arkvóta, en það er Friðrik Sig- urðsson ÁR 17, en hann kláraði fyrir síðustu mánaðamót. Flest allir hinna nótabátanna eiga eftir um 100-200 tonn og eiga eftir þetta eina til tvær veiðiferðir ef vel gengur, en sumir eru nú í sinni síðustu. Flestir þessara báta fara á net eftir síld. Tregt hefur verið í flest veiðar- færi önnur en þau sem snúa að síldveiðum, og fáir bátar að. Þó fékk Dalaröstin tvo mjög góða túra á snurvoðinni, samtals 55 tonn í báðum, og það á rétt rúmri viku. Aflinn var að mestu leiti koli. Mjög lélegt hefur verið í trollið, eiginlega hvergi bein að fá. Þeir bátar sem róið hafa á línu hafa verið að kroppa þetta um 100 kg. á bala þegar gefið hefur á sjó. Fyrsta snjóhret vetrarins skall á fyrirvaralaust dagana 3. og 4. nóvember. Víða voru vegfar- endur aðstoðaðir af liprum vega- gerðarmönnum, en annarsstaðar ekki. í Vík í Mýrdal hafnaði Gylfi Júlíusson vegaverkstjóri allri aðstoð við vegfarendur. Á sunnudeginum urðu á annað hundrað manns innilokaðir í Vík. Flest af þessu fólki var langt að komið. Má þar nefna tvo langferðabíla, annarsvegar áætlunarbíll sem var að koma frá Höfn í Hornafirði og hinsveg- ar hópferðarbíll sem var að koma frá Kirkjubæjarklaustri. Snjór hafði safnast í neðstu brekkuna við Víkurskarð. Þess var farið á leit við verkstjóra vegagerðarinnar á staðnum að hann léti ryðja snjó úr brekkunni svo vegfarendur kæmust leiðar sinnar. Því hafnaði hann alger- lega á þeim forsendum að hann ætti að starfa eftir ákveðnum snjómokstursreglum og í þeim fælist að ekki ætti að ryðja veg- inn frá Vík nema virka daga... Blm. innti Gylfa eftir því hvort hann sæi ekki ástæðu til þess að gera undantekningu frá reglunum þar sem hér væri um að ræða fyrsta snjóhret vetrarins í Hveragerði er félagslíf með miklum blóma sem endranær. Nú á nýbyrjuðu leikári er margt á prjónunum hjá leikfélaginu. Nú er verið að vinna að svoköll- uðu Kjartanskvöldi sem verður haldið 16. nóv. n.k. kl. 21.00 í Hótel Ljósbrá. Flutt verður efni eftir Kjartan Ragnarsson, brot úr leikritum, sögur o.fl. Um 40 manns taka þátt í sýningunni. Samkoman mun síðan enda með fjörugum dansleik. Miðapantan- og margt fólk a ferðinni óviðbúið ósköpunum, ásamt því væri hér um að ræða smávægilegt snjó- haft í einni brekku, en síðan var greiðfært til Reykjavíkur. Snjókoma og skafrenningur var nánast enginn þennan dag og lítil ástæða til að ætla að verkið yrði ónýtt að morgni. Gylfi svar- aði því einfaldlega til að hann sæi enga ástæðu til að hvika frá snjómokstursreglugerðinni góðu. Blm. hafði samband við Hjör- leif Ólafsson hjá Vegaeftirliti ríkisins í Reykjavík: „Ég hef ekki kynnt mér þetta einstaka atvik en það er rétt að snjó- mokstur á að framkvæma á ákveðnum moksturdögum sem eru misjafnlega margir eftir því hvar er á landinu.“ Þar sem blm. hafði vitneskju fyrir því að snjór hafði verið ruddur austur í Öræf- um þennan sama dag, var Hjör- leifur spurður sérstaklega hvort það hefði ekki verið framkvæmt í leyfisleysi? „Að vísu mun það ekki vera innan ramma reglugerðarinnar, en túlka má hana á ýmsan máta og einnig mun það vera misjafnt hvort menn láta þessar mokst- ursreglur taka gildi strax í fyrstu snjóum, en það meta vegastjór- Fyrirhugað er að frumsýna leikverk á bilinu febrúar eða mars 1986. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um hvaða leikrit verður tekið fyrir. Grímu- ball er aftur fyrirhugað á þrett- ándanum, fyrir þau yngstu með veglegri álfabrennu, einnig er stefnt að útimarkaði fyrir næsta sumar. Kabarett mun verða arnir á hverjum stað fyrir sig. Þeim er uppálagt að vinna eftir þessari reglugerð sem miðar að sparnaði, fjármagn til snjó- moksturs er í algeru lágmarki og við verðum að gera allt til þess að spara þá fjármuni,“ sagði Hjörleifur. Á meðan vegfarendur létu fyr- ir berast í Víkurskála blöstu snjómoksturstækin við þeim fyr- ir utan hús vegagerðarinnar. Einhver starfsmaður (eða menn) voru við störf, væntan- lega í næturvinnu, þar sem veg- hefill hafði augljóslega verið gangsettur og bifreið merkt Vegagerð ríkisins öslaði götur staðarins, en ekki mátti renna heflinum í brekkuna á sunnu- degi, þá er næturvinna. Snjó- mokstur hófst aftur á móti kl. hálf sex á mánudagsmorgni. Ef unnið er fyrir kl. átta á morgn- anna hlýtur sú vinna að teljast með næturvinnu, eða hvað? Eftir svona atvik leiðir maður ósjáifrátt hugann að því hvort eðlileg og mannleg samskipti manna í milli eigi í framtíðinni að víkja fyrir botnlausu feni laga og reglugerða, ásamt steinrunn- um varðhundum skrifstofukerf- isins, staðsettum víðsvegar um landsbyggðina. haldinn og þá væntanlega síðasta vetrardag. í gagnfræðaskólanum er hafin kennsla í leikrænni tján- ingu og framsögn. Markmið kennslunnar er að æfa nemendur í framsögn og til að ná betra valdi á hreyfingum. Kennd er ein kennslustund á viku hjá hverjum bekk. Kennari er Ingvi Hrafn Hauksson. Hvergerðingar eru að lokum hvattir til að mæta vel, sér og öðrum til skemmtunar og leikfélaginu til stuðnings.. Skipstjórar Útgerðarmenn Leikfélag Hveragerðis ir verða í símum 4434-4455-4729. Sýnið fyrirhyggju og pantið björgunar- netið Markús hjá Björgunarsveitinni Mannbjörg Þorlákshöfn, Björg Eyrar- bakka og Dröfn Stokkseyri. STYÐJUM SJÓBJÖRGUNARSVEITIRNAR Björgunarnetið Markús hf. Sími 91-51465 box 13 Hafnarfirði Sölumenn: Mannbjörg: Smári Tómasson s. 3873 og Hjálmar Kristjánsson s. 3945. Dröfn: Stefán M. Jónsson s. 3450. Björg: Guðmundur Magnússon s. 3158 og Rúnar Eiríksson s. 3388. Leikendur í Delerium Búbonis frá árinu 1983. ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★ ★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★ ★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★ ★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★★ ★lÁ ★★ ★★ ★Íá ★Ía ★ lA ★ lN ★Í ★ ^4 ★ ^ ★Í5 ★^i ★^ ★ ú ★l£

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.