Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20224 Til stendur að breyta fyrirkomu- lagi á sorptunnum og flokkun á heimilum á Akranesi. Samkvæmt lögum sem taka gildi um næst- komandi áramót þá verður skylt að flokka sorp á heimilum í sex flokka sem eru: Málmar, gler, plast, pappi/ pappír, lífrænt og blandað sorp. Fram kemur á heimasíðu Akra- neskaupstaðar að við þá breytingu mun fyrirkomulag sorpíláta breyt- ast til að mæta þeim kröfum. Er þeim sem íhuga byggingu skýla fyrir sorpílát við heimili sín bent á að best væri að fresta þeirri fram- kvæmd þar til fyrir liggur hvernig sorphirðumálum verður háttað eftir að nýjar flokkunarreglur hafa tekið gildi. Málmum og gleri verður hægt að skila af sér á grenndarstöðvum sem er verið að útfæra og finna stað- setningar fyrir. Plast, pappi/pappír, blandað sorp og lífrænt verður safnað í sorpílát við hvert heimili og er verið að útfæra þá lausn. vaks Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Áhugasamir eða ævareiðir? Ég ætla í byrjun að segja ykkur frá því að í síðustu viku var ég nappaður, eins og það er kallað. Þannig var mál með vexti að síðla mánudagskvölds gerðist ég bjartsýnn um að starfsorkan og vinnuþrekið væri af sama kalíberi og fyrir aldarfjórðungi eða svo. Bjartsýnn settist ég því um miðnættið við tölvuna og skráði ítarlega frétt um fund sem ég var þá nýkominn af. Fundur þessi var sá fyrsti af þremur sem Vestanátt boðaði til. Í stuttu máli er Vestanátt óform- legur samstarfsvettvangur fjögurra fyrirtækja sem hafa plön um að reisa vind- orkuver víðsvegar á Vesturlandi, auk Norðuráls sem ákveðið hefur að slást í hópinn sem væntanlegur kaupandi af orkunni. Fréttina skrifaði ég þarna um nóttina og birti hana svo í blaðinu sem prentað var næsta dag. En ég var nappaður fyrir það að hafa valið á þessa fréttaskýringu fyrirsögn sem fór í taugarnar á sumum. Fyrirsögnin var: „Margir áhugasamir um áform vind- orkufyrirtækja.“ Vera kann að þetta hafi verið óheppilegt orðaval, betra hefði verið að skrifa: „Ævareiðir nágrannar taka illa í áform vindorkufyrirækja.“ Meti hver fyrir sig, en ég hafði enga forsendu til að gildishlaða málið með þeim hætti, þótt vissulega hafi á fundinum heyrst meira í þeim sem eru á móti, en fylgjandi því. Fólki í nágrenni meintra vindmyllugarða er mikið niðri fyrir vegna þess að því finnst að verið sé að troða á því. Ekki sé hlustað á raddir þess efnis að orku- ver með frá sex og upp í þrjátíu risastórum vindmyllum í þyrpingu eigi ekki heima á hvaða bæjarhól sem er. Svo því sé til haga haldið er ég sammála þessu sjónarmiði. Alveg sama hversu mikil þörf er fyrir aukna framleiðslu umhverfi- svænnar raforku hér á landi, eða á heimsvísu ef því er að skipta, eigum við ekki að sætta okkur við að slík stóriðjuver séu sett niður hvar sem mönnum dettur í hug. Náttúra okkar fallega lands á betra skilið og ekki síður fólkið sem býr í nágrenninu. Staðsetningin er nefnilega alls ekki einkamál gerandans; land- eiganda eða erlends fjárfestis, því mannvirki þeirra munu ef til kemur sjást jafnvel í tugkílómetra fjarlægð. Menn skulu auk þess ekki í eina sekúndu halda að nokkurt þeirra fyrirtækja sem kynna þessi áform sín séu að þessu ráða- bruggi í öðrum tilgangi en að fjárfesta í orku með tiltölulega hreinni ímynd og það sem mestu máli skiptir; til að mynda hagnað fyrir eigendur sína. Rót þess vanda sem kominn er upp varðandi nýtingu vindorkunnar má rekja til stjórnvalda. Þau höfðu þar til í sumar brugðist í að marka stefnu sem hægt væri að vinna eftir. Síðasta ríkisstjórn situr vissulega undir sök. Einstak- lingar, sveitarstjórnir og stofnanir hafa því á liðnum árum þurft að engjast í óvissu um hvernig bregðast skuli við, því enginn veit í raun hvernig á að taka því sem kalla mætti innrás erlendra fjárfesta með íslenska trúboða í broddi fylkingar. Enn hefur ekki verið svarað spurningum á borð við; hvar, hvernig eða hvenær. Öllu sem skiptir máli er því enn ósvarað og í ljósi þess nánast pín- legt að þurfa að sitja fundi eins og þá sem haldnir voru í liðinni viku. Um mitt þetta sumar gerðist þó hið óvænta. Umhverfisráðherra skipaði þá starfshóp sem ætlað er að móta tillögur um beislun vindorku á Íslandi. Skal hópurinn skila tillögum fyrir 1. febrúar nk. Tekið verður í þeirri vinnu á ýmsum álitamálum sem sannarlega hafa verið uppi. Áhersla verði m.a. lögð á að vindorkuver verði byggð upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum, svo unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. Tekið var fram í starfslýsingu nefndarinnar að mikilvægt verði að „breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera“ og tillit verði tekið til sjón- rænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Þetta með „breið sátt“ er í mínum huga algjört lykilatriði málsins og gæti komið því úr því öngstræti sem það vissu- lega hefur setið fast í. Með skipan þessa starfshóps má segja að loks hafi stjórnvöld vaknað af þyrnirósarsvefni. Á umliðnum árum er nefnilega búið að gera þúsundum landsmanna lífið leitt með stórkallalegum áformum um byggingu vindmyllu- garða á stöðum sem öllu venjulega fólki finnst fráleitt að staðsetja slík mann- virki. Vonandi mun starfshópurinn sjá að slíkir risavaxnir vindorkugarðar eiga heima á fáförnum stöðum fjarri mannabústöðum þar sem náttúran og umhyggja fyrir henni verður í hávegum. Magnús Magnússon Kveðjumessa séra Þorbjörns Hlyns Árnasonar og innsetningarmessa séra Heiðrúnar Helgu Bjarnadóttur var í Borgarneskirkju síðast liðinn sunnudag. Tekur Heiðrún Helga nú við starfi prests í Borgar prestakalli. Fjöldi fólks sótti athöfnina þar sem sr. Þorbjörn Hlynur þjónaði fyrir altari ásamt sr. Önnu Eiríksdóttur sóknarpresti í Stafholti. Í ræðu sinni þakkaði hann samstarfsfólki sínu þau rúm fjörutíu ár sem hann hefur þjónað sem prestur á Borg og bað því blessunar, sem og samferð- armönnum í Borgar fjarðarhéraði þennan langa tíma. Að lokinni athöfn var kirkjugestum boðið til kaffisamsætis á Hótel Borgarnesi. Frá árinu 1888 hafa einungis fjórir prestar setið á Borg á Mýrum þótt eitthvað hafi verið um afleys- ingar, svo sem þegar sr. Árni Páls- son leysti sr. Þorbjörn Hlyn son sinn af árin 1990-1995. Nú hefur kona tekið við embættinu í fyrsta sinn síðan kirkja var fyrst reist á Borg á Mýrum í upphafi kristni. Prestar sem áður hafa setið eru: Einar Friðgeirsson 1888-1929, Björn Magnússon 1929-1945, Leó Júlíusson 1946-1982 og Þorbjörn Hlynur Árnason 1982-2022. gj Kveðju- og innsetningarmessa í Borgarneskirkju Sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason að lokinni messu í Borgarneskirkju á sunnudaginn. Ljósm. gj. Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur í gær upplýsti Bjarni Bjarna- son að hann hyggist láta af störfum forstjóra. Meðfylgjandi bókun lét hann fylgja með uppsögn sinni: „Fyrsta mars á næsta ári eru 12 ár liðin síðan ég tók við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það er vilji minn að láta af starfi forstjóra á þeim tímamótum. Með því að boða starfslok mín með góðum fyrirvara vil ég gefa stjórn OR tækifæri til að hefja leit að eftirmanni, konu eða karli. Nýtt kjörtímabil er nú hafið og ný stjórn tekur senn við taumunum í Orkuveitu Reykjavíkur. Ný stjórn mun væntanlega hefja vegferðina með stefnumótun fyrir Orkuveitu- samstæðuna til næstu ára. Ég tel mikilvægt að hún fái tækifæri til að vinna það verk með eftirmanni mínum. Ég tel því að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fyrir Orkuveitu Reykjavíkur að ég stígi til hliðar. Ég óska því eftir samþykki stjórnar OR fyrir því ferli sem ég hef lýst hér að framan.“ Stjórn OR féllst á erindi Bjarna og þakkaði góðan fyrirvara til að finna fyrirtækinu nýjan for- stjóra. mm Fyrir fundi byggðarráðs Borgar- byggðar í síðustu viku lá erindi frá Guðmundi Eyþórssyni og Ingi- mundi Ingimundarsyni þar sem boðuð var stofnun Hollvinasama- taka um Hamarshúsið í Borgarnesi. Spurðu þeir sveitarstjórn í bréf- inu hvort hún sæi annmarka á að stofna hollvinasamtökin. Slík varð reyndar raunin, samtökin stofnuð á formlegum fundi þar sem fjöldi manns tóku þátt og kusu sér stjórn. Sama dag og stofnfundur hollvina- samtaka hússins var haldinn fund- aði einnig byggðarráð sem kvaðst í bókun sinni fagna frjálsum félaga- samtökum sem stofnuð væru til góðra verka. Erindinu var engu að síður svarað með óbeinni neitun, en byggðarráð bókaði: „Golfklúbbur Borgarness er með gildan leigusamning um hús- næðið sem um ræðir. Engir fjár- munir hafa verið settir í viðhald húsnæðisins undanfarin ár og ekki er fyrirsjáanlegt að til staðar séu fjármunir til þess að leggja háar fjárhæðir í viðhald eða endur- bætur húsnæðisins í ljósi viðhalds- þarfar annars húsnæðis sem tengist kjarnastarfsemi sveitarfélagins. Byggðarráð mun auglýsa húsnæðið til sölu áhugasömum að leigu- tíma loknum.“ Samkvæmt heim- ildum Skessuhorns rennur núver- andi leigusamningur við Golfklúbb Borgarness um Hamarshúsið út árið 2028. mm Breytingar á flokkun sorps taka gildi um áramót Sveitarfélagið hyggst selja Hamarshúsið Forstjóri OR boðar afsögn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.