Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20222 Sérblað um íslenska hestinn LANDIÐ: Tíu blaðsíðna sér- blað um íslenska hestinn mun fylgja blaði New York Times sem gefið verður út næsta sunnudag. Blaðinu verður dreift um allan heim en 150 milljónir manns eru með áskrift að miðlinum. Þessu greinir Katrín Sigurðardóttir frá inni á FB síðunni Hestar og reiðmenn en býr hún á Skeið- völlum á Suðurlandi og mun hesturinn hennar, Stormur, prýða forsíðu NY times. -sþ Ók á grjót SNÆFELLSN: Síðustu laugardagsnótt varð erlendur ökumaður fyrir því óhappi að aka á stórt grjót á Útnes- vegi skammt frá Búðum. Öku- maðurinn var að keyra á bíl sínum frá Búðum og áleiðis að Hellnum þegar hann ók niður brekku og í beygju ók hann á grjótið sem hann sá ekki fyrr en of seint. Bifreiðin var mikið skemmd, þó nokkuð að framan og einnig undir vél- inni. Ökumaðurinn slapp með skrekkinn en dráttarbíll frá Ólafsvík kom síðan og fjar- lægði bifreiðina af vettvangi. -vaks Ók allt of hratt BORGARFJ: Seinni part síðasta mánudags á Vestur- landsvegi var erlendur ferða- maður tekinn fyrir of hraðan akstur á móts við Hvassafell í Norðurárdal og mældist hann á 144 kílómetra hraða. Ökumaðurinn fékk sekt upp á 150 þúsund krónur en þar sem hann greiddi sektina á staðnum þurfti hann „aðeins“ að borga 112 þúsund krónur. -vaks Evrópsk heilsuvika stendur yfir. Skessuhorn hvetur fólk til hreyf- ingar og almennrar útiveru meðan veðrið er þokkalegt. Á fimmtudag er útlit fyrir sunnan 3-8 m/s og rigningu með köflum, en úrkomulítið um landið norð- austan vert. Hægt vaxandi suð- austan- og austanátt eftir hádegi, 10-18 um kvöldið með talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Hiti 5 til 10 stig. Á föstudag má búast við austlægri eða breytilegri átt, 5-13 m/sek og víða rign- ing á köflum. Hiti breytist lítið. Á laugardag verður suðlæg eða breytileg átt. Skýjað og úrkomu- lítið, en rigning um landið vest- anvert undir kvöld. Áfram milt veður. Á sunnudag eru líkur á sunnanátt og rigningu vestan til, en annars þurrt. Hiti 6 til 11 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað af eftirtöldu finnst þér best á bragðið?“ Af því sem var boðið upp á matseðl- inum var lifrarpylsan vinsælust en 41% völdu hana og 32% sögðu svið. Eitthvað var minni hrifning á innmatnum en 10% sögðu hjörtu, 8% blóðmör, 7% lifur og aðeins 2% nefndu nýru sem væri best á bragðið. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú á jólatónleika? Um síðustu helgi afhentu hjól- reiðamenn og aðstoðarfólk í Team Rynkeby á Íslandi félagi langveikra barna, Umhyggju, rúmlega 35 milljónir króna. Þessir vösku hjólreiðamenn eru Vestlendingar vikunnar þessa vikuna. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 6. október nk. Í frum- varpsdrögunum eru ýmis ný ákvæði sem hafa það markmið að auka öryggi vegfarenda á smáfarar- tækjum í umferðinni en nýta jafn- framt kosti þeirra. Breytingarnar byggja á tillögum starfshóps um smáfarartæki sem skilaði skýrslu í júní. Helstu tillögur frumvarpsins sem varða smáfarartæki eru: Mælt er fyrir um að heimilt sé að aka smáfarartæki á vegi þegar leyfi- legur hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. Veghaldara sé þó heimilt að leggja bann við umferð þeirra á einstökum vegum eða vegarköflum. Börnum yngri en 13 ára er bannað að aka smáfarartækjum og kveðið er á um hjálmaskyldu barna yngri en 16 ára við akstur slíkra farartækja. Sett er hlutlægt viðmið um ölvun ökumanns smáfarartækis sem fela í sér sömu mörk og eiga við akstur vélknúinna ökutækja og jafnframt um viðurlög við slíkum brotum. Mælt er fyrir um að óheimilt sé að eiga við rafmagnsreiðhjól, smá- farartæki eða létt bifhjól í flokki I svo að hámarkshraði þeirra verði umfram 25 km á klst. Sama á við um létt bifhjól í flokki II að undan- skildu því að hámarkshraði þeirra má vera 45 km á klst. Slysum vegna smáfarartækja fjölgað mikið Í kynningu um frumvarpið í sam- ráðsgátt segir að umferð smáfarar- tækja, sérstaklega rafhlaupahjóla, hafi aukist og slysum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Breytingar á umferðarvenjum hafa leitt til þess að 17% þeirra sem slösuðust alvar- lega í umferðinni á síðastliðnu ári voru á rafhlaupahjólum, en umferð þeirra er þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni á síðasta ári voru gang- andi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti fyrrgreindra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum. „Í hópi óvarinna vegfarenda sem slösuðust alvarlega í umferðinni á síðastliðnu ári voru ungmenni áber- andi og komu mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul á neyðarmót- töku Landsspítalans vegna slysa á rafhlaupahjólum. Framleiðendur mæla almennt fyrir um 14 til 16 ára aldurstakmark til notkunar raf- hlaupahjóla sinna en ung börn má sjá á rafhlaupahjólum ætluðum eldri notendum. Þá er með einfaldri breytingu hægt að aka aflmiklum rafhlaupahjólum á mun meiri hraða en þeim er ætlað að ná, svo að þau eiga til dæmis enga samleið með umferð gangandi vegfarenda,“ segir í kynningu ráðuneytisins um boðað frumvarp. mm Á fundi hreppsnefndar Skorradals- hrepps 22. september síðastliðinn voru m.a. til afgreiðslu fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar hreppsins frá því fyrr í sumar. Í fundargerð nefndarinnar frá 22. ágúst var fjallað sérstaklega um meintar óleyfisframkvæmdir Skóg- ræktarinnar á jörðunum Stóru- -Drageyri og Bakkakoti á svæði þar sem aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir að skógrækt sé stunduð. Hreppsnefnd lét eins og kunn- ugt er í byrjun júní í sumar stöðva framkvæmdir á vegum Skóg- ræktarinnar á þessum jörðum þar sem annars vegar var um að ræða óleyfisframkvæmd í hlíðum Dragafells í landi Stóru-Drageyrar og hins vegar varðandi gróðursetn- ingu skógarplantna í landi Bakka- kots. Sveitarstjórn staðfesti í síð- ustu viku ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar þess efnis að fela lögmanni sínum að leggja fram kæru til lögreglu fyrir hönd sveitar- félagsins vegna óleyfisframkvæmda Skógræktarinnar í landi Bakkakots og Stóru-Drageyrar. Það er gert á grundvelli ákvæða skipulagslaga og náttúruverndarlaga. mm Skorradalshreppur mun kæra Skógræktina Horft yfir hluta jarðarinnar á Stóru-Drageyri þar sem Skógræktin sótti um að planta trjám, en sveitarfélagið hefur hafnað þar sem verkefnið samræmist ekki aðalskipulagi. Ljósm. mm Nýtt frumvarp bannar yngri en 13 ára að aka rafhlaupahjólum Tvímennt á rafhlaupahjóli sem er stranglega bannað. Ljósm. Víkurfréttir/JPK SK ES SU H O R N 2 02 2 LAGERSALA Að Kalmansvöllum 1. 70% AFSLÁTTUR OG MEIRA AF ÖLLUM FATNAÐI. ATH: Gjafakort og inneignir gilda ekki á lagersölu. OPNUNARTÍMI FIMMTUDAGINN 29. September kl. 13-18. FÖSTUDAGINN 30.september kl. 13-19 LAUGARDAGINN 01.október kl. 11- 16

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.