Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2022 23 ÍA tók á móti Sindra frá Horna- firði í fyrsta heimaleik vetrarins í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Leikurinn fór frekar rólega af stað og var jafnræði með liðunum nánast allan leikhlutann, staðan jöfn 17:17 við lok fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var á svipuðum nótum þar til gestirnir tóku góðan sprett og leiddu með átta stigum í hálfleik, 35:43. Það breyttist lítið stigalega séð í þriðja leikhluta þó Skagamenn væru örlítið sterkari og staðan 55:61 þegar liðin fengu sér vatns- sopa fyrir síðasta leikhlutann. Í fjórða leikhlutanum náði Sindri mest 13 stiga forystu um miðjan leikhlutann og virtist vera að sigla sigrinum í höfn. Skagamenn neit- uðu þó að gefast upp, tóku nokkur áhlaup en dugði þó ekki til þó þeir hefðu náð að minnka muninn í þrjú stig þegar þrjár sekúndur voru eftir. Sindramenn fengu síðan tvö víti vegna sóknarbrots sem þeir skor- uðu úr og lokastaðan fimm stiga sigur Sindra, 75:80. Hjá ÍA var Gabriel Adersteg stiga- hæstur með 21 stig og 14 fráköst, Jalen David Dupree var með 15 stig og Lucien Thomas Christofis með 12 stig. Stigahæstur hjá Sindra var Oscar Jorgensen með 19 stig, Guill- ermo Daza var með 17 stig og Ism- ael Gonzalez með 14 stig. Næsti leikur ÍA er gegn Þór Akureyri næsta föstudag í Höllinni fyrir norðan og hefst viðureignin klukkan 19.15. vaks Síðasta fimmtudag var dregið í 16 liða úrslitum í VÍS bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik og voru fjögur Vesturlandslið í pottinum. Vesturlandsslagur verður í bikarkeppni karla þar sem Snæfell og Skallagrímur mætast og þá mæta ÍA eða Selfoss Hetti eða Þór Þor- lákshöfn. Þá mætir kvennalið Snæ- fells liði Breiðabliks en þessi lið mættust í undanúrslitum bikarsins í vor. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram í lok október og liðin sem mætast eru: 16 liða úrslit VÍS bikar karla Þór Ak/Stjarnan - ÍR/Sindri Grindavík – Ármann Þróttur Vogum/Njarðvík – Tinda- stóll/Haukar Álftanes/Keflavík – Fjölnir Valur/Breiðablik- Hrunamenn ÍA/Selfoss – Höttur/Þór Þ. Snæfell – Skallagrímur KR/KRB – Hamar. 16 liða úrslit VÍS bikar kvenna Stjarnan – Þór Akureyri ÍR – Ármann Fjölnir – Valur Aþena – Njarðvík Snæfell – Breiðablik KR – Grindavík Keflavík – Tindastóll Haukar – Þórshamar vaks Snæfell og KR mættust síðastliðið miðvikudagskvöld í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik og var leikurinn í Stykkishólmi. Snæfellskonur voru án nýja banda- ríska leikmannsins síns, Cheah Rael-Whitsitt, sem var ekki komin með leikheimild en hún ætti að ná næsta leik ef allt gengur að óskum. KR-ingar hafa bætt vel við leik- mannahóp sinn og fengu meðal annars framherjann Violet Morrow sem kom til liðsins frá Aþenu. Viðureignin fór vel af stað, liðin skiptust á körfum í byrjun leiks og leikurinn nokkuð hraður. KR-ingar voru að tapa boltanum klaufalega í sókninni en bættu það upp með nokkrum þriggja stiga körfum. Snæfellskonur náðu að opna vörn gestanna ágætlega en voru ekki að hitta nægilega vel. Staðan 23-28 fyrir KR eftir fyrsta leikhluta og útlit fyrir spennandi leik. Í öðrum leikhluta voru heimakonur miklu betri, komust í góðan gír og undir lok hans náðu þær 12-3 kafla undir styrkri stjórn fyrirliðans Rebekku Ránar Karlsdóttur, staðan vænleg í hálfleik fyrir Snæfell, 50-41. Í byrjun þriðja leikhluta gekk liðunum illa að hitta og kom fyrsta karfan utan af velli ekki fyrr en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. KR-ingar spiluðu góða vörn og voru grimmar sem skilaði þeim líflínu inn í leikinn, staðan fyrir fjórða og síðasta leik- hlutann, 59-58. Spennan hélt áfram í fjórða leikhluta og skiptust liðin á að ná forystunni nánast allan leik- hlutann. Þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum kom Violet Mor- row KR-ingum tveimur stigum yfir og undir lok leiksins átti Rebekka Rán skot úr þröngri stöðu en því miður fór boltinn ekki ofan í körf- una, lokastaðan naumur sigur KR, 76-78. Stigahæstar í liði Snæfells voru þær Rebekka Rán sem var með 25 stig, Preslava Koleva var með 24 stig og 9 fráköst og Ylenia Bonett var ansi öflug með 16 stig, 7 frá- köst, 12 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Í liði KR var nýliðinn Violet Morrow afar spræk með 32 stig og 18 fráköst, Hulda Ósk Bergsteins- dóttir var með 17 stig og Perla Jóhannsdóttir með 11 stig og 9 frá- köst. Næsti leikur Snæfells er í kvöld, miðvikudag, á móti Breiðablik B í Smáranum í Kópavogi og hefst klukkan 21. vaks ÍA og KH kepptu á laugardaginn í síðustu umferðinni í úrslita- keppni efri hluta 2. deildar kvenna í knattspyrnu og vegna slæmrar veður spár fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Leikurinn var varla hafinn þegar Skagakonur voru komnar yfir í leiknum. Samira Suleman fékk þá sendingu yfir vörn KH, skaut að marki sem markvörð- urinn varði en Samira náði síðan að fylgja eftir og staðan 1-0 eftir fimmtán sekúndna leik. Á tuttug- ustu mínútu fékk ÍA hornspyrnu, tóku hana stutt og Erla Karitas Jóhannesdóttir sendi boltann fyrir markið. Þar ætlaði leikmaður gest- anna, Kolbrá Una Kristinsdóttir, að hreinsa boltann frá en kiksaði, boltinn fór í hina áttina og yfir markmann KH. Staðan því orðin 2-0 fyrir ÍA og þannig var staðan í hálfleik. Skagakonur gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og á 71. mínútu tók Unnur Ýr Haraldsdóttir góðan sprett upp vinstri kantinn, sendi boltann fyrir og þar datt hann fyrir fætur Völu Maríu Sturludóttur sem setti hann í þverslána og inn. Samira bætti síðan við sínu öðru marki og fjórða marki ÍA þegar hún stangaði fyrirgjöf Unnar Ýrar í markið sex mínútum fyrir leiks- lok. Hún gulltryggði svo þrennuna fjórum mínútum síðar á glæsilegan hátt þegar hún tók bakfallsspyrnu eftir fyrirgjöf Ylfu Laxdal Unnars- dóttur og fór knötturinn yfir mark- mann KH og í netið. Frábær endir á flottum leik ÍA og lokastaðan öruggur sigur, 5-0. Skagakonur luku leik á Íslands- mótinu í 2. deild í fimmta sæti með 31 stig, unnu tíu leiki, gerðu eitt jafntefli, töpuðu fimm leikjum og markatalan var 52:24. Markahæstar voru þær Unnur Ýr og Samira með tíu mörk, Bryndís Rún Þórólfsdóttir var með sjö mörk og Ylfa Laxdal með sex. Þjálfari liðsins var Magnea Guðlaugsdóttir og aðstoðarþjálfari Aldís Ylfa Heimisdóttir. vaks Stórsigur hjá Skagakonum í síðasta leik sumarsins Skagakonur enduðu í fimmta sæti í 2. deildinni í sumar. Ljósm. kfia Naumt tap Skagamanna á móti Sindra Snæfellskonur töpuðu naumlega Rebekka Rán var öflug á móti KR og setti niður 25 stig. Hér í leik gegn Aþenu á síðasta tímabili. Ljósm. sá Snæfell og Skallagrímur mætast í VÍS bikarnum Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.