Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 9
7
NOKKUR ATRIÐI UM GERÐ OG EIGINLEIKA INFLÖENSUVEIRA
Gerð inflúensuveira
Inflúensuveiran er myxoveira, oftast hnattlaga, 75 nm í þvermál.
Innst er einþráða RNA kjarnasýruhönk (helix). Utan um hana raða
sér innri próteln veirunnar. Yst er svo nokkuð margbrotinn
hjúpur. 1 honum finnast fituefni (lípid) og nokkur mismunandi
prótein. Aðeins prótein veirunnar eru mótefnavakar (antigen).
Ef greint er eftir þeim mótefnavökum, sem liggja næst RNA kjarna
sýru veirunnar (innri mótefnavökum) koma fyrir þrjár gerðir af
inflúensuveirum. Þær eru í daglegu tali kallaðar A, B og C stofn
ar. Hver þessara aðalstofna greinist síðan í undirflokka eftir
gerð ytri mótefnavaka. í hjúpi inflúensuveira eru svonefnd
hemagglutinin, er valda samloðun margs konar rauðra blóðkorna í
tilraunum. I hjúpnum er einnig ensímið neuraminidasi. Hemagglu-
tinin og neuraminidasi eru ytri mótefnavakar veirunnar og ráða
þeir mestu um mótefnamyndun hvers einstaklings, sem sýkist.
Smávægilegar breytingar á gerð ytri mótefnavaka geta vakið mót-
efnamyndun gerólíka þeirri, sem eldri afbrigði veirunnar vöktu.
Gömul mótefni eru því gagnslítil til varnar hverjum þeim, sem
verður fyrir svo breyttu afbrigði.
Flakk mótefnavaka
Ytri mótefnavakar inflúensuveira eru sífellt að breytast. Hafa
þessar breytingar afgerandi áhrif á gang inflúensu-faraldra.
Því fjarskyldara sem nýtt afbrigði er eldri gerðum veirunnar,
því örari er útbreiðsla þess og meira um sýkingar. A-stofn veir-
unnar hefur sífellt verið að breytast, síðan hann greindist fyrst
1933. B-stofn hefur líka breyst, en útbreiðsla nýrra afbrigða
hans hefur þó ekki ennþá orðið eins mikil og útbreiðsla sumra
afbrigða af A-stofni. C-stofninn er sjaldgæfari og ekki mikið
um þessa eiginleika hans vitað. Hann greinist ekki árlega úr
faröldrum í mörgum löndum eins og frændur hans A- og B-stofnarn-
ir og hefur ekki náð verulegri útbreiðslu í þau skipti, sem hann
hefur greinst. Mótefni gegn C-stofni finnast þó víða, ef farið er
að leita. A-stofnar hafa til þessa valdið erfiðustu og útbreidd-
ustu inflúensufaröldrunum. Því þykir rétt að rekja hér helstu
hugmyndirnar um þær breytingar á ytri mótefnavökum sem orðið hafa
á inflúensuveirum af A-stofni (3). Þessar hugmyndir koma greini-
lega fram á mynd 1.
Á mynd 1 táknar lóðrétti ásinn flakk mótefnavaka. Þetta er af-
stæður kvarði, sem sýnir mun á mótefnavökum frá ári tií árs.
Lárétti ásinn sýnir tímabilið frá 1933-1968. Arið 1933 ræktað-
ist fyrsta mannaveiran af A-stofni inflúensu og árið 1968 kom
fram svonefnd Hong-Kong gerð af A-stofni inflúensu. Arið 1978
kom fram afbrigði af A-stofni, óþekkjanlegt frá A-stofninum, sem
kom upp árið 1946.
L