Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 11
9
Mynd 1 sýnir að smávægilegar breytingar urðu á báðum ytri
mótefnavökunum á tímabilinu 1933-1945. árið 1946 tók hemagglu-
tinin A-stofnsins miklum breytingum, en breytingar á neuraminidasa
urðu ekki verulegar fyrr en 1957. Það ár tóku báðir ytri mótefna-
vakarnir mjög miklum breytingum samtímis. Breytingarnar urðu
svo miklar, að segja má að alveg ný veirugerð' hafi komið upp.
Hlaut þessi nýi A-stofn einkennisstafina A^ og var í daglegu tali
kallaður Asíuinflúensa. Síðan urðu stöðugar smábreytingar á báð-
um ytri mótefnavökunum á tímabilinu 1957-1967. Árið 1968 tók
hemagglutinin veirunnar meiri háttar breytingum, en neuraminidasinn
breyttist lítið. Þetta afbrigði A-stofns hefur verið kennt við
Hong-Kong. Allt tímabilið frá 1933-1968 breyttust innri mótefna-
vakarnir ekki, eins og sést á mynd 1.
Því lengra sem líður og því meira sem flakk mótefnavaka er, því
ólíkari er mótefnamyndun gegn nýjum inflúensuafbrigðum og því
minni vörn í gömlum mótefnum eftir eldri sýkingar. Þessar breyt-
ingar eru því að sjálfsögðu hagstæðar fyrir útbreiðslu inflúensu-
veirusýkinga. Öllum meiri háttar breytingum á ytri mótefnavökum
A-stofna hafa því eðlilega fylgt stórir faraldrar, þ.e. 1946,
1957 (Asíuinflúensa) og 1968 (Hong-Kong inflúensa) .
Áður fyrr var talið að skýra mætti flakk mótefnavaka út frá
tilviljanakenndum stökkbreytingum. Eftir slíkar stökkbreytingar
yrðu þær veirur ofan á sem rækjust á lítið eða ekkert ónætni í
mannfólkinu, þ.e. nýju veirurnar, sem væru ólíkar foreldrum sínum.
NÚ er hins vegar talið sannað, áð ekki sé a.m.k. hægt að skýra
stóru breytingarnar á grundvelli stökkbreytinga (1). Gerð var
amínósýrugreining á hemagglutinin fyrir og eftir breytinguna 1968
og kom þá í ljós, að amínósýrurnar voru svo ólíkar, að útilokað
var að skýra muninn út frá stökkbreytingu. Er nú hallast að því
að nýju veirurnar, sem koma þegar stórar breytingar verða, séu
upprunnar í dýrarxkinu. Vitað er að inflúensuveirur af A-stofni
geta sýkt svín, fugla og hesta. Finnast í þeim veirum m.a.
mótefnavakar með sömu eða mjög líkri amínósýruröð og þeirri, san
greinst hefur úr mannainflúensuveirum af A-stofni. Talið er að
ný afbrigði geti komið fram við endurröðun erfðaefnis (genetic
recombination). í inflúensuveirum úr fuglum hafa fundist margs
konar yfirborðsmótefnavakar og þar á meðal allir þeir, sem finrtast
í inflúensuveirum frá spendýrum. Er því talið að fuglar séu hin
upphaflegu og stærstu forðabúr (resevoir) fyrir inflúensuveirur
með ólíka mótefnavaka, enda eru fuglar margir orðnir aldraðir á
þróunarbrautinni .
Ef til vill verða þessar kenningar teknar til endurskoðunar nú,
þegar aftur er komið upp afbrigði af A-stofni, alveg eins og það
afbrigði, sem upp kom 1946 (31).
Kenning um "erfðasynd" ónæmiskerfisins
Sá sem sýkist af inflúensu, myndar ekki aðeins mótefni gegn þeirri
inflúensuveiru, sem hann sýkist af í það skiptið, heldur geta
einnig myndast mótefni gegn skyldum afbrigðum, sem sjúklingurinn