Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Síða 15

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Síða 15
13 EFNI OG AÐFERÐIR Til mótefnamælinga var valið HI-(hemagglutination-inhibition) blóðvatnspróf, sem byggist á því að inflúensuveiran vekur í mannslxkamanum upp myndun Hl-mótefna, sem bindast hemagglutinunum á yfirborði veirunnar og koma þannig í veg fyrir samloðun blóð- korna (hemagglutination) af hennar völdum. Próf þetta er mjög nsemt og sérhæft og jafnframt tiltölulega einfalt í framkvæmd, fljótlegt og ódýrt. Meðferð serma Blóðsýni voru tekin í lofttasmd glös (Vacutainers) sem aldrei þurfti að taka úr tappann fyrr en þau komu í rannsóknastofuna. Þar voru sýnin skilin í sömu glösunum við um 3000 snúninga á mínútu í 10 mínútur. Sermið var svo veitt ofan af blóðkögglinum og geymt við - 25°C. Sermi af þeim sýnum, sem tekin voru í Reykja- vík og nágrenni, voru ávallt komin í frysti áður en 8 klst. voru liðnar frá blóðtökunni, en sýni sem tekin voru úti á landsbyggð- inni voru yfirleitt geymd við + 4°C yfir nótt og send með fyrstu flugvél til Reykjavíkur að morgni. áður en hægt var að ákveða magn sérhæfðra inflúensumótefna í hverju sermi, þurfti að hreinsa það, því að £ sermi geta verið ýmsir þættir aðrir en sérhæfð mótefni, sem hindra samloðun blóð- korna og trufla sérhæfða svörun Hl-prófsins. ósérhæfðu truflun- arvaldarnir eru af tvennum toga. Annars vegar eru glýkoprótein, sem eyðileggja má með perjoðíði, trypsíni eða "receptor destroying enzyme" (RDE) úr Vibrio cholerae. í þessari rannsókn var notað RDE og sermin meðhöndluð með því yfir nótt í 37°C heitu vatnsbaði. Hins vegar eru þættir, sem þola illa hita, en þá var reynt að eyðileggja í 56°C heitu vatnsbaði í 30 mínútur (3, 15). Þessa meðferð þola sérhæfð mótefni vel. Svínasermi voru auk þess hreins- uð með' kaólíni (10) . Mótefnavakar, blóðkorn og önnur efni Athuguð var svörun við þrem inflúensumótefnavökum, þ.e. A/New Jersey/8/76 (HswlNl) (svínaveiru), A/Victoria/3/75 (H3N2) og B/Hong Kong/5/72 (BXl-HP). Mótefnavakar og RDE voru frá inflúensumiðstöð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Atlanta, Bandaríkjunum. Mannablóðkornalausnin var gerð úr blóði af 0 blóð- flokki frá Blóðbankanum. Blóðið var tekið í Alsever-lausn, þvegið þrisvar í PBS-dúa (buffer) og síðan útbúin 0,5% lausn. DÚar og aðrar lausnir voru útbúnar í rannsóknastofunni, þ.e. phosphate buffered saline (PBS) með pH 7,2, natríum citrat og kalsium salt- vatn .

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.