Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Síða 16

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Síða 16
14 Framkvæmd Hl-prófs Við framkvæmdina var farið eftir leiðbeiningabæklingi frá inflúensumiðstöð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) (15). 1 grundvallaratriðum er hér um að ræða próf Hirsts frá árinu 1941 (9), sem Salk breytti árið 1944 (18). Notaðar voru plötur eins og sú, sem sýnd er á mynd 3. í fyrstu röðina (röð A) voru settir 2 dropar af sermi, sem áður hafði verið þynnt tíu sinnum. 1 hinar holuraðirnar (B til H) var sett- ur einn dropi af PBS. Síðan var fluttur einn dropi úr hverri holu í röð A yfir í næstu holu í röð B og hrært vel í og síðan koll af kolli. Þannig feng- ust þynningarnar 1/10, 1/20, 1/40, 1/80, 1/160, 1/320, 1/640 og 1/1280. Sérstakir málmþynnar voru notaðir til þessara flutn- inga. Síðan var einum dropa með 4 HA einingum af mótefnavaka bætt í hverja holu. Að því loknu var platan látin standa £ a.m.k eina klukkustund, svo að mótefnavakinn og mótefni, ef einhver væru, fengju tækifæri til að tengjast. Þá voru settir tveir drop ar 0,5% lausnar 0-flokks mannablóðkorna í allar holur. Eftir u.þ.b. eina klukkustund mátti svo lesa af plötunni magn (títer) Hl-mótefna, þ.e. sjá hve mikið mátti þynna sermið (og þá um leið mótefnin), áður en það hætti að hindra samloðun blóðkorna. Þar sem mótefnin höfðu verið þynnt um of, sáust ekki skýrt af- markaðir hnappar, heldur dreifð agglutination, því að þar gat veiran látið blóðkorn loða saman. Þar sem nóg var hins vegar af mótefnum til að þekja veiruna, féllu rauðu blóðkornin til botns og vel afmarkaðir hnappar mynduðust. Magn mótefnanna, HI-títer- inn, var lesinn af, þar sem skýrt afmarkaðir hnappar sáust í mestri þynningu (sjá mynd 3). Sú þynning er látin tákna magn mót efna (Hl-titer), nema annað sé sérstaklega tekið fram. Á sérhverri plötu var aðeins komið fyrir einni gerð mótefnavaka, og þar mátti koma fyrir þynningarröð tólf serma. Svörun við A/New Jersey mótefnavakanum var aðeins rakin niður í þynninguna 1/640, því að á þeim plötum var neðsta röðin (röð H) tekin undir athugun á bindihæfni blóðvatnsins sjálfs. Þar var í stað mót- efnisvakans sett PBS, til að athuga hvort hreinsun blóðvatnsins hefði heppnast (serum control). Samfara Hl-prófinu sjálfu, þurfti £ hvert sinn að athuga styrk mótefnavakalausnanna, þv£ þær voru útbúnar sérstaklega fyrir hvert próf. Var þetta gert á sérstakri plötu, þar sem mótefna- vakalausnirnar voru þynntar með PBS (back titration), þar til þær hættu að framkalla samloðun blóðkorna.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.