Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 20

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 20
18 ónaami eftlr búsetu ónæmi fólks eftir búsetu er sýnt á 9. mynd. Áður hefur verið greint frá því, hvernig búseta í landinu var ákvörðuð í rannsókn þessari. Myndin sýnir, að ónæmi á þeim svæðum sem sluppu við spánsku veikina, er lakara en ónæmið þar sem hún gekk 1918. Þó verður að hafa í huga að á einstökum svæðum er fjöldi mældra svo lítill, að ólíklegt er að meðalgildi mælinganna gefi nákvæma hugmynd um ónæmisástand á svæðinu. Meðalgildi verða framvegis skráð sem nefnari mestu þynningarmótefna (reciprocal gildi) . Meðalgildi Hl-mótefnanna á svæðunum þar sem veikin geisaði er 65,0, en á öðrum svæðum 33,9. Sá fjöldi sem flokkaður er eftir búsetu er nökkru minni en heildarfjöldi þess fólks í könnyninni, sem fætt er fyrir 1930. Astæðan er, að ekki gátu allir gefið upp nákvæma búsetusögu ýmist vegna ellihrumleika eða annarra sjúk- dóma . ónæmi gegn nýjasta A-stofninum (A/Victoria/3/75 (H3N2)) ónæmi eftir aldri Niðurstöðurnar er að finna £ 4. töflu, sem sýnir Hl-títra miðað við aldursflokka. Á 10. mynd sést meðalgildi Hl-títra innan hvers aldursflokks. Ef þessi mynd er borin saman við 6. mynd, sést að minni munur er á magni mótefna milli aldursflokka en gegn svínastofninum A/New Jersey/8/76. Hverjir hafa verndandi mótefni? Heildarmeðaltal Hl-títra gegn A/Victoriustofni er 46,4 samanborið við 44,3 gegn svínastofni A/New Jersey. Á meðalgildum þessum er lítill munur. Á 11. mynd sést sá fjöldi sem hefur meðalgildi í þynningu meiri eða jafnt og 1/40 innan hvers aldursflokks (sbr. 8. mynd um A/New Jersey). Samanburður á 11. og 8. mynd sýnir, að færra fólk fætt 1898 - 1928 hefur verndandi mótefni gegn Victoriustofninum en svínainflúensu.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.