Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Qupperneq 29
27
UMRÆÐUR
í rannsókninni, sem hér hefur veriS lýst, var lögð megináhersla
á að kanna ónæmisástand gamals fólks fyrir svínainflúensu, ef
koma skyldi faraldur af svipuðum stofni og spánska veikin.
Söfnun sýnanna sem rannsökuð voru, fór því að mestu leyti fram
á elliheimilum. Það skýrir hvers vegna flestir þátttakendur
í athuguninni eru fæddir á árabilinu 1888 - 1908. Fáir verða
miklu eldri, og er það skýring á mannfæðinni í elsta aldurshópn-
um.
ónæmi gegn svínainflúensu (A/New Jersey/8/76)
Veira skyld svínaveiru virðist ekki hafa gengið hér sem faraldur
í fólki um 50 ára skeið. önæmi gegn A/New Jersey/8/76 minnkar
hratt á árunum eftir 1918. Það styður þá kenningu, að veira lík
A/New Jersey/8/76 hafi einmitt gengið í heiminum árið 1918.
önæmið minnkar jafnt og þétt á árunum 1919 - 1930 og eftir 1930
eru mjög fáir með mótefni gegn þessum stofni. Mótefni finnast
þó £ yngra fólki í stöku tilvikum, án þess að þeir sem þau mót-
efni hafa,hafi stundað svínarækt eða umgengist þá dýrategund.
Það, að fólk fætt á árabilinu 1919 - 1930 skuli hafa mótefni
gegn A/New Jersey/8/76, gefur til kynna að á árunum eftir 1919
hafi gengið inflúensuveirur líkar stofninum, sem olli spánsku
veikinni. Þær hafi örvað myndun mótefna sem eru nægjanlega lík
til þess að geta einnig bundist A/New Jersey/8/76 stofninum.
Nokkrir þátttakendur í þessari rannsókn sögðust hafa fengið
"anga af spánsku veikinni" árið 1919. Kemur það vel heim og
saman við mótefnamælingarnar. Flestir þeirra bjuggu á Austfjörðum.
Ljóst'er að ónæmi er mest í fólki fæddu fyrir 1918, en ekki eins
ljóst hvers vegna það minnkar þegar kemur í elstu aldursflokkana.
Ekki væri fráleitt að hugsa sér, að það væri vegna þess, að ónæm-
iskerfi þeirra elstu sé ekki eins virkt. Nýrri sýkingar mundu
því ekki örva mótefnamyndun að sama skapi hjá þeim eins og hjá
yngra fólki (sbr. kenninguna um "erfðasynd" ónæmiskerfisins,
"original antigenic sin") (3, 17).
Eins og sást á 5. mynd eru flestir með títra 1/20 - 1/80. Mjög
fáir hafa hærri títra en 1/160, enda langt um liðið síðan veirur
skyldar A/New Jersey/8/76 gengu. Mjög fáir eru alveg mótefnalaus-
ir, enda flestir þátttakendur í rannsókninni fæddir fyrir 1930.
ónæmi á þeim svæðum, sem sluppu við spánsku veikina, er lakara
en á svæðunum þar sem hún gekk (9. mynd). Það er samt töluvert
ef tekið er tillit til þess að aðalfaraldurinn 1918 barst ekki
inn á þessi svæði vegna samgöngubanns og getur því ekki átt þátt