Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Side 30

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Side 30
28 í myndun þessa ónæmis. Eftir að spánska veikin var um garð gengin var ferðabanni til Norður- og Austurlands aflétt. Þeir inflúensufaraldrar, sem gengu næstu árin á eftir gátu því óhindr- að breiðst út um landið (sbr. "angann af spánsku veikinni", sem áður var greint frá) . Þessir faraldrar virðast hafa hvatt til myndunar á mótefnum líkum þeim, sem spánska veikin skildi eftir sig. Eftir því sem árin liðu virðast inflúensumótefnin hafa orðið ólíkari mótefnunum eftir spánsku veikina og um 1930 geta þau varla lengur talist verka á A/New Jersey-stofninn, svo að vörn í þeim gegn svínaveiru virðist harla lítil. Mismunur á meðal- gildum Hl-títra hjá fólki á einangruðu svæðunum og fólki á svæðunum þar sem spánska veikin geisaði er 31,1 og er það nokkuð mikill munur. Þegar reynt er að meta hverjir kynnu að hafa verndandi mótefni gegn svínaveiru og skyldum stofnum verður að hafa í huga að HI- títer 1/10 er vafasvar og auk þess getur mælingin gefið skekkju sem nemur einni þynningu. Af þessu leiðir, að ekki er hægt að ábyrgjast að sá sem hefur Hl-mótefni í títra 1/20 hafi í raun og veru sérhæfð inflúensumótefni fyrir þeim stofni. Því er verndin hér miðuð við Hl-gildi í þynningu 1/40 eða meiri. Enginn veit þó hvernig mótefni í sermi mundu reynast sem vörn gegn svínastofn- inum. Margir efast um gildi þeirra sem vörn gegn inflúensusýk- ingum frá ári til árs. Önæmi gegn nýjasta A-stofninum (A/Victoria/3/75) Minni munur var á magni mótefna milli aldursflokka en þegar mót- efni gegn svínaveirunni voru borin saman. Þetta gæti bent til þess, að undanfarin ár hafi gengið hér inflúensustofnar líkir A/Victoriustofninum. ólíklegt er þó að Victoriustofninn hafi sjálfur gengið hér áður en athugunin var gerð. Mjög lítill munur er á heildarmeðaltölum mótefna gegn A/Victoriustofni (x = 46,4) og A/New Jersey-stofni (x = 44,3). New Jersey-stofninn getur tæplega hafa komið hér síðan árið 1918-1930. Victoriustofninn kom fyrst fram árið 1975 og 1976 greindist hér eldri A - stofn, svonefndur A/Port Chalmers-stofn (A/Port Chalmers/1/73 (H3N2)), næstsíðasta afbrigði af A-stofni áður en A/New Jersey-stofninn fannst (6). Þeir sem veiktust og greindust í Hl-prófunum með A/Port Chalmers-stofn veturinn 1975 - 1976, sýndu enga hækkun í Hl-prófum fyrir Victoriustof ninum. Færri á aldrinum 50 - 80 ára hafa mótefni fyrir A/Victoriustofni en A/New Jersey-stofni. Þessir aldursflokkar eru það fólk sem bólusett er ár hvert gegn inflúensu. Ekki virðist minni ástæða til að bólusetja þetta fólk fyrir Victoriustofni en svínainflúensu, ef Victoriustofn verður á gangi næstu ár.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.