Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 31
29
ónæmi gegn B-stofni (B/Hong Kong/5/72)
Þegar mótefni fyrir B/Hong Kong/72 eru athuguð, sést að á þeim
eru ekki miklar sveiflur milli aldursflokka. ónæmið er töluvert
meira en fyrir A-stofnum (x = 125,3), þó að B-stofninn hafi ekki
greinst hér sem sjúkdómsvaldur í inflúensufaröldrum síðan 1962
(5, 6). Á tímabilinu 1963-1977 hafa eingöngu A-stofnar greinst
hérlendis úr því nær árlegum inflúensufaröldrum (5, 6). Samkvæmt
þeim mótefnamælingum, sem hér er greint frá, virðist B-stofn samt
hafa herjað á landsmenn nýlega og hefur sennilega gengið sem væg
kvefsótt hjá flestum sem fengu hann. ónæmi er mikið hjá eldra
fólkinu. Það bjó flest á stórum stofnunum, þar sem samskipti eru
nokkuð náin. Komi upp inflúensa á þannig stöðum er jarðvegur
góður fyrir útbreiðslu veirunnar, en ekki hefur borið á miklum
veikindum við komu B-stofnsins á þessar stofnanir.
Lokaorð
Eins og áður greinir hafa svipaðar rannsóknir farið fram erlendis
og töluvert af bráðabirgðaniðurstöðum verið birt í skýrslum frá
Alþjóðaheilbrigðisstofuninni, þegar þetta er ritað.
Virðast þær niðurstöður sem hér er greint frá, mjög í samræmi
við þær niðurstöður sem koma frá mörgum öðrum löndum.