Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Side 32

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Side 32
30 SAMANTEKT Arið 1976 mæltist Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) til þess að gerðar yrðu mælingar á mótefnum gegn svínainflúensu. Að til- hlutan landlæknis var ráðist í þá rannsókn, sem hér er greint frá. Markmiðið var að athuga hvort einhver munur væri á ónæmi gegn svínainflúensu hjá þeim,sem höfðu tækifæri til að sýkjast í spánsku veikinni annars vegar og þeim sem ekki lentu í faraldr- inum hins vegar. Af niðurstöður mætti e.t.v. ráða hverjir þyrftu helst á bólusetningu að halda. Á íslandi gekk spánska veikin í þremur bylgjum 1918-1919. Til að hefta útbreiðslu annarrar bylgjunnar voru Norður- og Austur- land einangruð og barst veikin ekki þangað. Blóðsýnum var safnað úr fólki á mismunandi aldri og frá mismun- andi stöðum á landinu. Heildarfjöldi blóðsýna var 1405 sýni frá jafnmörgum einstaklingum. Þeir voru spurðir um búsetusögu, fyrri veirusýkingar og bólusetningar. Mæld voru Hl-mótefni gegn A/New Jersey/8/76 (HSW1N1), A/Victoria/ 3/75 (H3N2) og B/Hong Kong/5/72 (BXl-HP) stofnum inflúensuveiru. Við mælingar var fylgt forskrift,sem WHO mælir með og mótefnavakar til mælinganna fengnir þaðan. í ljós kom,að ónsani gegn A/New Jersey/8/76 var meira hjá fóJLki fæddu fyrir 1918. Fellur ónsanið gegn þeim stofni jafnt og þétt á árunum 1918-1930 og er varla finnanlegt hjá fólki eftir þann tíma. Auk þess cr minna ónsemi hjá því fólki, sem bjó á einangr- uðu svæðunum 1918. Minni munur var á magni mótefna gegn A/Victoria/3/75 eftir aldri. Munur á meðalgildum Hl-mótefna gegn A/New Jersey og A/Victoria var lítill. Þegar þessi könnun var gerð, hafði A/Victoriustofninn ekki greinst á Islandi. Sjúklingar með inflúensu 1975 og 1976 höfðu hækkandi mótefni gegn A/Port Chalmers-stofni í afturbata. Engir faraldrar af B-stofni höfðu greinst hérlendis síðan 1962. Því kom á óvart að meðalgildi gegn B-stofninum var hæst eða 125,3. Sumir höfðu það há mótefni gegn B/Hong Kong/5/72 að þeir hlutu að hafa sýkst nýlega. Niðurstöðurnar sýna að faraldurinn 1918 hlýtur að hafa átt rætur að rekja til veiru skyldrar A/New Jersey/8/76. Skyldir stofnar virðast hafa gengið næstu ár á eftir. A/Victoriustofninn virðist ekki hafa valdið hér faraldri þegar könnunin var gerð. Eldra fólk á á hættu að sýkjast af honum. B-stofninn virðist hafa gengið nýlega án þess að hafa valdið umtalsverðum veikindum.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.