Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Blaðsíða 10

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Blaðsíða 10
AÐFERÐIR OG ÚRVINNSLA Rannsóknin nær til þeirra íslendinga sem komu eða komið var með á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík vegna umferðarslysa hér- lendis árið 1975. Slysadeild Borgarspítalans þjónar í reynd íbúum höfuðborgar- svæðisins, en með því er hér átt við Reykjavík, Kópavog, Hafnar- fjörð, Bessastaðahrepp, Garðabæ, Seltjarnarnes og Hosfellshrepp. Svæðið liggur að mestu innan 12 km fjarlægðar frá Slysadeildinni. Árið 1975 þjónaði deildin þannig um 117 þúsund manns (13,14) eða rúmlega helmingi íslensku þjóðarinnar (sjá mynd 1). Oft er líka leitað til deildarinnar með erfið tilfelli utan af landi. Árið 1975 var þegar komin hefð á að nota allýtarlega skráningu upplýsinga um þá sem komu á Slysadeild Borgarspítalans meðal annars var skráð búseta, aldur, kyn, komuleið, komutími og dagur, tími frá slysi, orsök slyss, slysstaður, rannsóknir, sjúkdóms- greiningar, meðferð, innlögn á sjúkrahús ef um það var að ræða, stutt lýsing slysaatvika, skoðun og meðferð. Upplýsingum var safnað við komu sjúklinga á deildina bæði frá þeim sjálfum, sjónarvottum, sjúkraflutningamönnum, lögreglu eða öðrum, eftir þvi sem aðstæður leyfðu hverju sinni. Aðstoðarlæknar fylltu jafnóðum út sérstök kort undir eftirliti sérfræðinga deildarinnar, til tölvuskráningar sem fór fram jafnharðan. Skilgreiningar hugtaka er að finna í viðauka, en í storum dráttum er með umferðarslysi átt við slys á fólki af ökutæki á hreyfingu á vegi eða á leið út af vegi. Tafla I sýnir öflun gagna. Þetta ár var skráð að 1653 einstak- lingar hefðu komið á Slysadeild Borgarspítalans vegna umferðar- slysa. Við nánari athugun reyndust 101 ekki falla undir þær skilgreiningar sem stuðst var við, þar af 31 ómeiddur og 15 útlendingar. 1 þeim tilgangi að tryggja sem best að engir féllu úr rannsókninni vegna hugsanlegrar vanskráningar eða væri ofaukið vegna ofskráningar, voru kannaðar sjúkraskrár allra þeirra sem komu á Slysadeildina árið 1975. Reyndust 330 til viðbótar hafa slasast í umferðarslysum en 27.509 komu á deildina af öðrum orsökum. Af þeim sem ekki eru taldir með í rannsókninni voru þó 156 sem klemmdust á bílhurðum, 109 sem meiddust við kyrrstæða bíla eða í vinnu við þá, 22 við fall af pöllum kyrrstæðra vörubíla og 17 í kyrrstæðum strætisvögnum eða við þá og falla því ekki undir skilgreiningar rannsóknarinnar. Einnig voru kannaðar sjúkraskrár skurðlækningadeildar Borgarspítalans í sama skyni. Allir sem lagst höfðu inn á deildina af Slysadeild það ár vegna umf erðarslysa höfðu verið rétt skráðir á Slysadeild. Hins vegar voru 6 sjúk- lingar sem lent höfðu í umferðarslysum lagðir beint inná deildina af öðrum sjúkrahúsum, án viðkomu á Slysadeild og uppfylla því ekki þau skilyrði sem rannsókninni voru sett. 1 þeim 330 tilfellum þar sem um umferðarslys var að ræða en það hafði ekki verið skráð sem orsök var oftast tilgreint "fall", "hras", "högg af hlut" eða "vélar", sem var í sjálfu sér rétt í öllum tilvikum þótt umferðarslys væri undirliggjandi orsök. 8 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.