Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Blaðsíða 25

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Blaðsíða 25
Veruleg vanskráning. Samanburður á opinberri skráningu Umferðarráðs (sem byggir á lögregluskýrslum) við þessa rannsókn, sem byggð er á gögnum Slysa- deildar Borgarspítalans, leiðir í ljós verulegt misræmi. Alls létust eða slösuðust 1682 íbúar samkvæmt samanlögðum skrám beggja þessara aðila í um- ferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu árið 1975. Þar af voru 27% á skrám beggja þessara aðila, 2% eingöngu á skrá Umferðarráðs og 71% eingongu á skrá Slysa- deildarinnar. Á sama tíma og Umferðarráð telur 490 manns hafa slasast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu voru 649 f]uttir með vitund lögreglunnar í ^eykjavík á Slysadeildina eftir umferðarslys (sjá viðauka G). Samkvæmt skrá Slysadeildar kom um það bil helmingur þeirra sem þangað leituðu vegna meiðsla úr umferðarslysum (eða á níunda hundrað manns af höfuðborgarsvæðinu) annað hvort með sjúkrabíl eða lögreglu. Alvarlegu slysin einnig vantalin. Vanskráning opinberra aðila er ekki aðeins bundin við þau slys sem talin eru minni háttar. Þannig skráði Umferðarráð ekki nema rúmlega sjötíu af hundraði þeirra sem slösuðust svo mikið að leggja varð þá inn á sjúkrahús, þar af voru sjö af hundraði rang- lega skráðir með lítil meiðsli. Hismunur á skráningu Umferðarráðs og Slysa- deildarinnar á þessum alvarlegu slysum var mestur ef hinir slösuðu voru á reiðhjólum (70%), síðan komu slys á vörðum vegfarendum (25%), þá vélhjóla- slys (22%) og loks slys á gangandi fólki (16%). Er fjöldi slasaðra á þriðja þúsund ? 1 ljós kemur að vanskráning opinberra aðila á umferðarslysum nemur um eða yfir 71%, en um eða yfir 65% ef einföld reiðhjolaslys eru undanskilin. Ef reiknað er með að sama vanskráning gildi yfir ailt landið (65-71%) má reikna með að raunverulegur fjöldi slasaðra og latinna í umferðarslysum hafi verið á bilinu 2020-2430 í stað 707 eins og stendur í opinberum skýrslum. Væri slysatíðnin fyrir landið í heild sú sama °9 fyrir höfuðborgarsvæðið (14,09 0/00), en ólíklegt er að hún sé svo há alls staðar, þá myndu um það bil 3100 slasast eða látast í umferðarslysum á einu ari. Miðað við sömu forsendur, þegar einföldum reiðhjólaslysum hefur verið sleppt (slysatíðni 11,96 0/00) þá myndu um 2600 slasast eða látast á landinu öllu í umferðarslysum. Forvarnir. Þessari rannsókn er ekki ætlað að fjalla um fyrirbyggjandi að- gerðir gegn umferðarslysum, heldur að vera grundvöllur fyrir slíka umræðu. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar má þó draga ýmsar ályktanir hvað varðar forvarnir umferðarslysa. Sumum þeirra hefur þegar verið komið á framfæri við ýmsa aðila, þ.á.m. við yfirvöld. skráning. Hinni opinberu skráningu á umferðarslysum virðist vera mjóg abotavant. Hætt er við að viðbrögð stjórnvalda við vandamálum umferð- arinnar hafi mótast af miklu vanmati á raunverulegu ástandi þessara mála. við samanburð á skráningu Umferðarráðs og Slysadeildarinnar árin 1974-1983 ®est að misræmið hefur verið minnst árið 1974 en síðan verið meira árin 1975-1983, eins og mynd í viðauka F sýnir, (26,30,31,32,33). Hugsanlegt er ae astandið sé jafnvel verra en fram kemur í tölum Slysadeildar, sjá bls. 9. ikur eru á að slysum á reiðhjólum hafi fjölgað undanfarin ár, einkum eftir jð innflutningur þeirra jókst í kjölfar niðurfellingar aðflutningsgjalda arið 1979. Sérstaklega ber að vera á varðbergi gagnvart þessum slysum þar þau koma illa fram bæði í skráningu Slysadeildar, en sérstaklega hjá mterðarraði. Það er því brýnt að bæta slysaskráningu lögreglu og Umferðar- raðs eða taka upp nýja skráningu á vegum heilbrigðisstjórnarinnar, en slíkt er nu þegar í undirbúningi þar sem væntanlega verður byggt á flokkun meiðsla ,,r alvarleika með tilliti til innlagnar á sjúkrahús og meiðsla A og B, sJa viðauka A bls. 27. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.