Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Qupperneq 18
Af töflu XVI má sjá langtíma afleiðingar meiðslanna hjá þeim sem
þörfnuðust bráðrar innlagnar á sjúkrahús. Afleiðingarnar eru mis-
munandi eftir vegfarendahópum, 67,7% þeirra sem slösuðust svona
alvarlega í bifreiðum, 54,5% þeirra sem slösuðust á vélhjólum,
88,2% þeirra sem slösuðust á reiðhjólum og 63,6% þeirra sem
slösuðust gangandi í umferðinni voru verkjalausir í hvíld 5 árum
eftir slysið. Alls höfðu því 33,1% verki í hvíld 5 árum eftir
slysið. Verkir við vinnu reyndust einnig mismunandi eftir veg-
farendahópum, en þar ber að hafa í huga mismunandi aldursdreifingu
innan ólíkra vegfarendahópa, þannig að t.d. börn svara ekki til
um verki við vinnu svo og þeir sem hættir eru vinnu fyrir aldurs-
sakir. Af þeim sem slösuðust í bifreiðum voru 54,2% verkjalausir
við vinnu, sömuleiðis 43,5% þeirra sem slösuðust á vélhjólum,
86,7% þeirra sem slösuðust á reiðhjólum og 54,1% þeirra sem
slösuðust gangandi í umferðinni. Alls höfðu því 44,0% verki við
vinnu 5 árum frá slysinu. Rúmlega 27% þeirra sem þörfnuðust
bráðrar innlagnar á sjúkrahús töldu sig bera varanleg lýti eftir
meiðslin.
Rannsakandi í Svíþjóð hefur fengið sambærilegar niðurstöður á
langtímaafleiðingum umferðarslysa (24,25).
Ljóst er að varanleg mein geta einnig fylgt áverkum sem ekki
krefjast bráðrar innlagnar á sjúkrahús, samanber innlenda rannsókn
um það efni (18,19,20,21).
Samkvæmt skrám Iryggingastofnunar ríkisins höfðu aðeins 3 af þeim
1.882 sem rannsóknin nær til verið metnir til 15% eða meiri örorku
vegna umferðarslysa frá árinu 1975, þegar könnun á þessu fór fram
5 árum frá slysinu. Einn hafði 15% varanlega örorku, einn 25% og
einn 55%. Höfðu þeir allir legið inni á sjúkrahúsi. Af öðrum sem
legið höfðu á sjúkrahúsi vegna meiðsla úr umferðarslysum umrætt ár
höfðu 34 varanlega örorku undir 15% samkvæmt skrám slysatrygginga-
deildar Tryggingastofnunar ríkisins og höfðu hlotið slysabætur í
mismunandi langan tíma. Aðeins tvö mál voru óuppgerð vegna skorts
á upplýsingum.
Tafla XVII sýnir lágmarks vinnutap fyrstu 5 árin frá slysinu, að
mati sjúklinganna sjálfra, vegna tímabundinnar og varanlegrar
óvinnuhæfni hjá þeim sem lagðir voru inn á sjúkrahús og voru á
aldrinum 16-67 ára 1975 til 1980. Einnig sýnir taflan reiknað
vinnutap vegna þeirra sem dóu ótímabærum dauða og hefðu verið 16-
67 ára 1975-1980.
Það er ljóst að framleiðslutap vegna tímabundinnar og varanlegrar
óvinnuhæfni og vinnutap reiknað fyrir þá sem dóu ótímabærum dauða,
nemur mun hærri upphæðum en kostnaður vegna meðhöndlunar.
16